Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Malín Ágústa Hjartardóttir var fædd 11. júní 1890 að Uppsölum í Svarfaðardal.Hún var systir athafnamannsins Eiríks Hjartarsonar sem bjó í Laugardalnum í Reykjavík og hóf þar ylrækt og fleira. Malín fór til Manchester í Englandi og lærði þar vélprjón. Heim komin stofnaði hún Prjónastofuna Malín með bróður sínum Eiríki og var hún á Laugavegi 20, í sama húsi og Eiríkur rak rafmagnsvöruverslun. Malín hafði alltaf nokkrar konur í vinnu hjá sér.

Malín bjó að Hafrafelli í Laugardalnum, þar sem nú er Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn.

Hún var gift Sigurgeir Friðrikssyni, sem stjórnaði Bæjarbókasafni Reykjavíkur. Þau áttu ekki börn.

Bróðurdóttir Malínar, Unnur Eiríksdóttir, sem lengi rak verslunina Storkinn í Reykjavík, var alin upp í skjóli hennar.

Malín hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum og var lengi félagi í Guðspekifélaginu, lærði esperantóog var að öllu leyti mjög framfarasinnuð kona.

Afhent : Ingveldur Róbertsdóttir 30. júní 2016

Tími: 1930-1958

Innihald: Bréf, lög, fundarboð, bókhalds- og greiðsluseðlar o.fl.

Skjalaskrá

Bréf, undirbúningur að stofnun félags er hafi það að markmiði að stunda dýraveiðar á Norðaustur-Grænlandi að vetrarlagi, aðallega refa- og bjarndýraveiðar og jafnframt að flytja meira af lifandi sauðnaut til landsins, alls 4 síður. Gert í Reykjavík 16. maí 1930, undirskrift Ársæll Árnason og Stefán Thorarensen og sjö aðrir.

Lög fyrir Félagið Heyrnarhjálp, ódags og aðalfundarboð 1943. Bréfspjöld varðand esperantonám 1951-1953, fundarboð m.a. Býræktarfélagið – Bíræktarfélagið, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kvenfélag Laugarnessóknar o.fl. bréf frá Vilborgu Einasdóttur 1935.

Bókhald, greiðsluseðlar m.a. frá Barnavinafélaginu Sumargjöf, Bæjarsjóði Reykjavíkur, Vinnustofu Eyvindar Árnasonar, Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, o.fl. 1935-1958

Skráð í september 2016, GI.

Vilhelmína Ragnarsdóttir

(1947- )

Afhent: Georg Ragnarsson í september 2016. Innihald: Skólaverkefni. Tími: 1960-1961.

Fært í Laugarnesskóla (GI).