Eiríkur var fæddur 10. mars 1987 að Lágafelli í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru Ólafur Stephensen, prófastur og Steinunn Eiríksdóttir. Eiríkur útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1914.Hann starfaði sem skrifstofustjóri í Reykjavík, aðallega hjá fyrirtækinu Trolle & Rothe h.f.
Afhending: Steinunn Stephensen
Innihald: Hjónavígslubréf, samningur og hlutabréf.
Tími: 1920-1929
Skjalaskrá
Hjónavígslubréf Eiríks Stephensen, Grundarstíg 19 og Gyðu Thordarson, Bröttugötu 6, Reykjavík útgefið 8. nóvember 1929.
Samningur (ljósrit) milli firmans TROLLE & ROTHE hf. Reykjavík og herra Eiríks Stephensen um að hann fari til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að setja sig inn í vátryggingarstarfsemi, gert í Reykjavík 19. maí 1920.
Þrjú hlutabréf i Aktieselskabet TROLLE & ROTHE, 1. maí 1918, að andvirði 1.000 þúsund krónur gefin út 19. ágúst 1927 og afhent með öllum skyldum og réttindum hr. Eiríki Stephensen, Reykjavík 15. október 1946. Einn Stofn eða arðmiðar fylgir hverju hlutabréfi.
Skráð í október 2016, GI