Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

(1850-1882) (1857-1915)

Ættartölur

Bjarni Sigurðsson var fæddur 5. október 1850, dáinn 13. júní 1882. Foreldrar hans voru þau Margrét Ólafsdóttir húsfreyja og Sigurður Jónsson (1805-1865) snikkari. Kona hans var Ingunn Hansdóttir Hoffmann (1850-). Barn þeirra var Hans Ingi Bjarnason Hoffmann (1879-1961)

Kristján Ólafur Þorgrímsson var fæddur 8. febrúar 1857 á Staðarbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru þau Kristín Jónsdóttir (fædd um 1816) húsfreyja og Þorgrímur Víglundsson (1810-1878) bóndi á Staðarbakka. Fyrri kona Kristjáns, 25. nóvember 1882, var Guðrún Nikólína Nikulásdóttir fædd 14. september 1858 í Norðurkoti í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, dáin 10 apríl 1908 í Reykjavík. Börn þeirra voru þau Guðrún (1883-1975), Þorgrímur 1885-1962), Sigríður Kristín (1888-1898) og Kristinn (1898-1969). Seinni kona Kristjáns, 1910, var Helga Magnea Jónsdóttir Norðfjörð fædd 1. apríl 1862, dáin 29. desember 1932.

Kristján lærði bókband hjá Agli Jónssyni bæjarfulltrúa í Reykjavík 1875-1878, lauk sveinsprófi í þeirri iðn og fékkst um skeið við bókband. Hann reisti húsið Kirkjustræti 10 árið 1879 og var með bókasölu á neðri hæð hússins til 1888, en bjó með fjölskyldu sinni á efri hæð þess.

Kristján var ábyrgðarmaður og ritstjóri Þjóðólfs 1880-1882 og var meðútgefandi Suðra og Iðunnar. Hann gegndi starfi bæjargjaldkera 1883-1886, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1886-1888 og aftur 1903-1914 og slökkviliðsstjóri í Reykjavík 1908-1910.

Hann fékkst allmikið við málaflutning fyrir héraðsdómi, rak Skrifstofu almennings sem tók að sér málflutning fyrir væga borgun, innheimti skuldir og veitti aðstoð við bréfaskriftir. Hann átti sæti í byggingarnefnd, fátækranefnd, hafnarnefnd,

niðurjöfnunar nefnd og veganefnd. Kristján var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og tók þátt í leikstarfi frá 1879 til dauðadags. Var um skeið ræðismaður Svía, lengi í sóknarnefnd Dómkirkjunnar og umsjónarmaður hennar. Einnig umboðsmaður Anker Heegaard sem framleiddi ofna og eldavélar.

Kristjón Ólafur Þorgrímsson andaðist 18. ágúst 1915 í Reykjavík.

(Heimild: Stéttartal bókagerðarmanna, II bindi, 1997, bls. 492).

Afhending: Indriði Indriðason afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur ættartölurnar 14. desember 2016.

Tími: 1872 og 1899.

Innihald: Tvær ættartölur.

Einnig voru báðar ættartölurnar skannaðar af Indriða Indriðasyni og eru þannig til í GoPro í máli nr. R16120009.

Skjalaskrá

Umslag

Ættartala yngismannsins Bjarna Sigurðssonar asestent í Reykjavík. Skrifað ár 1872 af B. Guðmunds fyrri.

Ættartala Kristjáns Ó. Þorgrímssonar, kaupmanns í Reykjavík. Ritað. Samið hefir Jósafat Jónasarson 1899.

Skráð í janúar 2017

Gréta Björg Sörensdóttir