Formáli
Kristín Lovísa Sigurðardóttir var fædd 23. mars 1898 og lést 31. október 1971. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, síðar stofnandi og skólastjóri Lýðháskólans að Hvítárbakka í Borgarfirði, og fyrri kona hans Önnu Guðmundsdóttir. Kristín stundaði námvið Barnaskólann í Reykjavík og framhaldsnám á Hvítárbakkaskóla í tvo vetur. Hún vann við verslunar og skrifstofustörf í Reykjavík á árunum 1915 – 1918. Kristín giftist Karli Bjarnasyni fæddum 1895, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík og eignuðust þau 3 börn. Karl lést árið 1960.
Kristín sat í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937, ritari fyrstu ellefu árin, hún sat í áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði frá stofnun 1945, var formaður fyrstu þrjú árin, hún var formaður framkvæmdanefndar Hallveigarstaða 1950–1966, sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands.
Þá sat hún í miðstjórn og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1956 -1971, var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1956–1965, sat í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1961–1966 og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1962–1966. Hún var landskjörinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1949–1953, varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1953, október–desember 1954, febrúar–mars og mars–maí 1955 og febrúar–mars 1956. Hún sat samtals á sjö þingum.
Afhending: Ljósmyndasafn Reykjavíkur 22. desember 2016
Tími: 1946-1971
Innihald: Æviágrip, útvarpserindi o.fl.
Skjalaskrá
Örk 1
Æviskrá og endurminningar Kristínar.
Útvarpserindi, sennilega flutt 1969.
Líkræða 9. nóvember 1971. Stílabók.
Skráð í janúar 2017,
Jakobína Sveinsdóttir
Einkaskjalasafn nr. 1b - Ýmis minni söfn - frá öskju nr. 28 - - Askja 35 - Örk 1
Æviskrá og endurminningar Kristínar.
Útvarpserindi, sennilega flutt 1969.
Líkræða 9. nóvember 1971. Stílabók.
Skráð í janúar 2017,
Jakobína Sveinsdóttir