Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Formáli

Kristín Lovísa Sigurðardóttir var fædd 23. mars 1898 og lést 31. október 1971. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, síðar stofnandi og skólastjóri Lýðháskólans að Hvítárbakka í Borgarfirði, og fyrri kona hans Önnu Guðmundsdóttir. Kristín stundaði námvið Barnaskólann í Reykjavík og framhaldsnám á Hvítárbakkaskóla í tvo vetur. Hún vann við verslunar og skrifstofustörf í Reykjavík á árunum 1915 – 1918. Kristín giftist Karli Bjarnasyni fæddum 1895, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík og eignuðust þau 3 börn. Karl lést árið 1960.

Kristín sat í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937, ritari fyrstu ellefu árin, hún sat í áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði frá stofnun 1945, var formaður fyrstu þrjú árin, hún var formaður framkvæmdanefndar Hallveigarstaða 1950–1966, sat í stjórn Kvenréttindafélags Íslands.

Þá sat hún í miðstjórn og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1956 -1971, var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1956–1965, sat í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1961–1966 og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1962–1966. Hún var landskjörinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1949–1953, varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1953, október–desember 1954, febrúar–mars og mars–maí 1955 og febrúar–mars 1956. Hún sat samtals á sjö þingum.

Afhending: Ljósmyndasafn Reykjavíkur 22. desember 2016

Tími: 1946-1971

Innihald: Æviágrip, útvarpserindi o.fl.

Skjalaskrá

Örk 1

Æviskrá og endurminningar Kristínar.

Útvarpserindi, sennilega flutt 1969.

Líkræða 9. nóvember 1971. Stílabók.

Skráð í janúar 2017,

Jakobína Sveinsdóttir