Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Einar Gíslason

málarameistari, Bergstaðastræti 12.

Afhent: Ágústa Óskarsdóttir 27. mars 2017

Tími:1906-1931

Innihald: Fundargerðabækur, fundargerð

Skósmíðafjelagið Framtíðin var stofnað 21. október 1906.Síðasta fundargerðin er frá apríl 1907. Nýtt félag var svo stofnað 19. desember 1909 – Sveinafélag skósmiða. Áður en að stofnfundinn varð voru haldnir tveir fundir þar sem rætt var um stofnun félagsins og nauðsyn þess að koma slíku félagi á fót til að vernda atvinnugreinina en þá var komið í það horf að til vandræða horfði fyrir stéttina. Stofnfundur var haldinn 19. desember 1909.

Félagið Fróði var líklega málfundarfélag sem lét sér annt um ýmiss þjóðfélagsmál, svo sem málefni kirkjunnar, Framtíð Reykjavíkur, sjónleikir sem spillingarvaldur - einkum erlendir og myndasýningar, ættjarðarást, verkalýðsfélög, kvenfólkið og ungdómurinn, ellistyrkir, ritsímalagning, þilskip o.fl.

Skjalaskrá

Fundargjörðabók: Skósmíðafjelagið “Framtíðin” í Reykjavík 21. október 1906 til 21. apríl 1907 og

Sveinafélags skósmiða 19. desember 1909 til 18. janúar 1914.

Fundargerðabók Félagsins “Fróða” 30. janúar 1908 til 1. apríl 1908.Fróði var

Fundargerðir Iðnráðs Reykjavíkur: Fundir 10. ágúst, 15.og 27. október og 3. nóvember 1931.

Einnig laus blöð sem vantar á.

Skráð GI, í mars 2017