Afhent: Jóna Jónsdóttir Wheeler
Tími: ca. 1930-1932
Innihald: Póst- og jólakort
Fjögur jólakort árituð ca. 1930-1931.
Sex póstkort, tvö árituð án dags.
Skráð í September 2017, GI
Kristín Jóhannesdóttir
prentmær,Vífilsgata 15 Reykjavík, fædd 4. júní 1922
Afhent: Sigurjón Gunnarsson, Karlagata 16, 105 R, 26. september 2017
Skjalaskrá
Vegabréf (nafnskírteini) K.J. til innanlandsnota 1942-? útgefið 1942.
Átta bíómiðar - aðgöngumiðar í Gamla bíó og Nýja bíó.
Skráð í október 2017, GI
Ýmis gögn frá ónefndum gefanda
Skjalaskrá
Bréf og kort til ýmissa viðtakenda ca. 1919-2011, m.a. Garðar Steinsen og Ásthildur Guðmundsdóttir Sóllvallagatu 55.
Tónlistarskólinn í Reykjavík: Námsbók, Sigurður A. Benediktsson nemi í píanóleik 1972-1973 hjá Jóni Nordal.
Skráð í október 2017, GI
Þórhalla Karlsdóttir og Jóhann Eymundsson
Formáli
Þórhalla Karlsdóttir var fædd 28. desember 1926 í Vitanum við Hverfisgötu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru þau Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir (1898-1970) og Karl Haraldur Óskar Þórhallason (1896-1974). (kemst ekki í minningargrein sem dagsett er 1. mars 2018).
Jóhann Eymundsson fæddist á Vatnseyri við Patreksfjörð 3. september 1927.
Foreldrar hans voru þau Margrét Jóhannsdóttir (1905-1988) og Eymundur Austmann Friðlaugsson
(1907-1988). Jóhann var elstur fjögurra bræðra, hinir eru: Alfreð (1929), Ingimundur, (1935) og Kristinn (1949).
Ungur að árum flutti Jóhann frá Patreksfirði suður til Reykjavíkur með foreldum sínum. Hann nam trésmíðar, útskrifaðist sem húsasmíðameistari og starfaði alla tíð við það að einhverju leyti.
Jóhann var tónlistarmenntaður og spilaði á harmonikku við hin ýmsu tilefni. Þar má nefna skemmtanahald í Breiðfirðingabúð, Gúttó í Hafnarfirði og Bjarkarlundi, ásamt mörgum öðrum stöðum. Honum til halds og trausts voru þeir Jenni Jóns og Ágúst Pétursson en saman mynduðu þeir hljómsveitina Hljómatríóið sem naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Eftir Jóhann liggja nokkur dægurlög og ber þar hæst lagið „Útþrá“.
Hinn 23. ágúst 1947 gengu Þórhalla og Jóhann í hjónaband. Börn þeirra eru: Margrét (1946-1974), Sigríður (1948), Helga (1952), Eymundur (1957), Viðar (1961), Elfa Dís (1964).
Jóhann og Dadda (Þórhalla) hófu ung sambúð. Árið 1954 fluttu þau í Kópavoginn og voru meðal þeirra fyrstu sem byggðu þar á Víghólastíg 16. Jóhann byggði það hús auk margra annarra.
Stóran hluta starfsævinnar störfuðu þau saman að verslunarrekstri og ráku þau meðal annars
Stjörnukaffi, Tjarnarbarinn, Verslunina Drífu, Matvöruhornið og Árbæjarkjör. Eftir að verslunarrekstri lauk snéru þau sér að áhugamálunum sem voru samverustundir með fjölskyldunni, dvöl í sumarbústaðnum í Systralundi og ferðalög til Spánar með ættingjum og vinum.
Jóhann lést 12. nóvember 2007 og Þórhalla 15. febrúar 2018.
(Heimild: Morgunblaðið, 20. nóvember 2007, bls. 26 og Morgunblaðið, 1. mars 2018 (sem ég kemst ekki í)).
Afhending: Kom til Borgarskjalasafns Reykjavíkur í pósti frá ónefndum gefanda.
Innihald: Bók
Tími: 1997.
Magn: 1 örk.
Útprentanir úr garður.is og útprentanir úr Morgunblaðinu eru settar með í örkina.
Skjalaskrá
Bók tileinkuð Gullbrúðkaupshjónunum Þórhöllu Karlsdóttur og Jóhanni Eymundssyni í tilefni af sjötugsafmælum þeirra 28. desember 1996 og 3. september 1997. Þeim fært á Gullbrúðkaupinu
23. ágúst 1997.
Börn, tengdabörn, barnabörn o.fl. skrifa í bókina.
Skráð í mars 2018
Gréta Björg Sörensdóttir
Ólafur Vilhjálmsson og María Jónsdóttir
Vantar formála.
Afhending: Sigurður Jón Ólafsson13. apríl 2018
Tími 1914-1977
Innihald: Brúðkaups- og heillaóskaskeyti.
Skjalaskrá
Vegabréf útg. 14. október 1944, Ólafur Vilhjálmsson, sjómaður, fæddur 12. september 1900.
Vegabréf útg. 12. september 1955, María Jónsdóttir, frú, fædd 15. nóvember 1907.
Brúðkaups- og heillaóskaskeyti til Maríu Jónsdóttur og Ólafs Vilhjálmssonar frá 1914 til 1977, en þó mest eftir 1931.
Skráð, apríl 2018, GI
Kristinn Tómasson
(1920-2016)
Vantar formála
Afhent: Áslaug Kristinsdóttir 8. júní 2018.
Tími: 1954-1991
Innihald: Kaupssamningar og önnur skjöl varðandi eignir Kristins Tómassonar
Skjalaskrá
Skjöl varðandi Hofteig 42, 1954-1976,
Langavatn í Reynisvatnslandi ofan Reykjavíkur, 1963-1979,
Hitaveitutorg 3, Smálöndum, 1971-1981,
Hraunbæ 102a, 1978-1991 og
Hverfisgötu 102a, 1981-1991.
Kaupsamningar, kvittanir, veðskuldabréf, skuldabréf, veðbókarvottorð, kauptilboð,
söluyfirlit, kvittanir og reikningar, afsöl, bréf o.fl.
Vegafélag landeigenda við Langavatn, sameignarsamningur eignenda og rekstrarreikningur.
Skráð í júní 2018, GI.