Category
Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs
Söngfélag verslunarmanna í Reykjavík var stofnað 3. nóv. 1879. Á fyrsta fundi var búið að útvega söngkennara, húsnæði og hljóðfæri. Söngæfingarfundir áttu að vera tvisvar sinnum í viku á mánudögum og föstudögum frá 9.00-10.30. Félagsmenn þurftu m.a. að borga 25 aura sektir ef þeir komu meira en 10 mínútum of seint á fundi og ef þeir gengu af fundi áður en honum lauk.
Fundarbók Söngfjelags verslunarmanna í Reykjavík sem nú heitir Iðunn, 3. nóvember 1879 til 17. desember 1880.