Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Lestrarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. apríl 1869 og lagt niður 28. apríl 1933. Félagið var stofnað til þess að útvega bækur. Það sá félagsmönnum sínum fyrir bókum sem síðar voru seldar á uppboði meðal félagsmanna eftir að þær höfðu gengið manna á milli. Fjöldi félagsmanna var takmarkaður; í fyrstu gátu einir 36 manns verið félagsmenn en síðar var því breytt í 52 félaga.

Gjörðabók Lestrarfélags Reykjavíkur 2. apríl 1901-28. apríl 1933.

Ótölusett, aðeins ca. 35. bls. skrifaðar. Bókinni fylgja “Lög lestrarfélags Reykjavíkur, endurskoðuð og samþykkt áaðalfundi félagsins 19. febrúar 1916, og 4 kvittanaeyðublöð fyrir árstillagi til Lestrarfélagsins.