Vilhelmína Böðvarsdóttir var nemandi í H.Í.K. veturna 1952-1954 og nam þar meðal annars heimilisfræði hjá fröken Stefaníu Árnadóttir. Bókin sem hér um ræðir er uppskrift af námsefni er bar heitið Þvottur og ræsting. Farið er ítarlega í gegnum allt sem snýr að þrifum á heimilum hvort sem um er að ræða leirtau eða snyrtiáhöld, gólfþvottur eða fatnaður, og allt þar á milli.
Einnig fylgir safninu mynd af tveimur húsasmiðum tekin á fyrri hluta 20. aldar. Það voru þeir Atli Eiríksson og Ármann Guðmundsson, en hann var frændi Vilhelmínu. Byggingarfyrirtækið Ármannsfell er kennt við hann. Myndin kemur úr búi foreldra Vilhelmínu, þeirra Böðvars S. Bjarnasonar og konu hans, Ragnhildar.
Skrifbók 1952-1953, Þvottur og ræsting, kennt af frk. Stefaníu Árnadóttir.
Ljósmynd: Ármann og Atli. Tekin af Lofti, konunglegum sænskum hirðljósmyndara.