Thor Jensen og synir hans stofnuðu togaraútgerðarfélagið Kveldúlf hf. árið 1912.
Það var stærsta útgerðarfyrirtæki á Íslandi fram i seinni heimsstyrjöld og gerði út sjö togara, þ.á. m. Skallagrím. Útgerðarstöðin stóð á Kveldúlfshöfða við Skúlagötu í Reykjavík, á svokallaðri Móakotslóð í Skuggahverfinu. Sumarið 1913 var hafin vinna á Móakotslóðinni. Smíði Kveldúlfshöfða en svo nefndust þessar samfelldu byggingar lauk 1914. Húsin skiptust í skrifstofur, fiskgeymslur, þurrkhús og annað sem laut að útgerð. Eftir styrjöldina dró úr umsvifum Kveldúlfs.
Elín Pálmadóttir færði safninu þessi skjöl í janúar 2000.
Einar Vilhjálmsson: Sjóminjasafn.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík: Fyrstu steyptu húsin í Reykjavík.
Ljósrit úr Minningum Thors Jensen, skrásettar af Valtý Stefánssyni, 1955.
Elín Pálmadóttir: Heimildir um Kveldúlfshúsin við Skúlagötu: Úrklippur o.fl. 1984-1985.
Teikningar af Kveldúlfshúsunum.