Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Ágústa Pétursdóttir Snæland er fædd 9. febrúar 1915. Hún er dóttir Péturs Halldórssonar, bóksala, alþingismanns og borgarstjóra sem fæddur var 26. apríl 1887 og lést 26. nóvember 1940, og konu hans Ólafar Björnsdóttur húsfreyju. Ágústa átti fyrst Henrik Pay Larsen blaðamann í Kaupmannahöfn, síðar Pétur Valdimar Pétursson Snæland forstjóra i Reykjavík.

Ágústa er sú fyrsta hér á landi sem lýkur námi í auglýsingateiknun, en hún fór til Kaupmannahafnar til að nema hana. Ágústa hefur m.a. teiknað mörg jólamerkja Thorvaldsensfélagsins.

Ljóðin bárust safninu í tilefni ástardagsins 10. nóvember 2001. Ágústa afhenti fleira 7. maí 2002.

Ljóð: Móðir mín, Þinn vinur P.H.; Andvaka; Fossinn minn; Minning; Sagan gamla; Steinhjartað; Til Péturs.

Ljósrit úr stílabók með ljóðum, þulu, hugleiðingum, draumum og útleggingu þeirra, ásamt myndum teiknuðum af Ágústu. Ljóðið Pétur og Ólöf er um móður Ágústu og tengdason hennar Pétur, eiginmann Ágústu.

Ljóð: Ólöf Björnsdóttir 1887-1963 og Þinn vinur PH, ort 1998 og 1999. Ágústa er höfundur ljóðanna. Ljósritaðar myndir af foreldrum Ágústu, Ólöfu Björnsdóttur og Pétri Halldórssyni fylgja ljóðunum.