Þingholtsstræti 24 ásamt lóð var eign málaranna Jóns Reykdals og Kristjáns
Á. Möllers. Hún var seld 1916 og seldi þá Pétur Gunnarsson. Reinhold Andersson klæðskeri keypti húsið. Bengta Kristín Grímsson, síðar börn hennar Reinhold Kristjánsson og Birna Gróa Ryste voru eigendur hússins frá 1969 til ársins 1977 en Reinhold Andersson var afi þeirra.
Sveinn Þórisson fyrrum eigandi Þingholtsstrætis 24 færði safninu skjöl þessi að gjöf 15. ágúst 2001. Sveinn er fluttur til útlanda.
Ljósrit skjala þessara eru geymd með B- skjölum Þingholtsstrætis 24 undir nr. 1580.
Bréf frá Reinhold Kristjánssyni til Sveins Þórissonar, dagsett 29. júní 1998.
Bréf frá Reinhold Kristjánssyni til Sveins Þórissonar með frumritum skjala er varða fasteignina Þingholtsstræti 24, dagsett 28. desember 1999.
Virðingargjörðir fyrir Þingholtsstræti 24, 1905 og 1935.
Tryggingaskírteini vegna Þingholtsstrætis 24, 1905: Kjöbstædernes Almindelige Brandforsikring - Police.
Ljósrit úr byggingarmáladagbók borgarstjóra, nr. 46 um Þingholtsstræti 24.
Ljósrit úr grein í Morgunblaðinu 28. október 1997 um Þingholtsstræti.