Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Hilmar Daníelsson var fæddur 6. desember 1931. Hann fórst í flugslysi við Snæfellsnes 24. maí 1959. Foreldrar hans voru Daníel Markússon, slökkviliðsmaður í Reykjavík, fæddur 29. ágúst 1950, dáinn 1. janúar 1971, og Hrefna Ásgeirsdóttir, húsfreyja, fædd 5. október 1906, dáin 5. júlí 1997. Hilmar lauk prófi úr Samvinnuskólanum 1951. Hann hóf flugnám 1956 og öðlaðist atvinnuflugmannsskírteini 1958. Hilmar starfaði í fyrstu sem verslunarmaður, síðar varð hann kaupmaður; hann var þó jafnframt flugmaður hjá Birni Pálssyni. Árið 1957 kvæntist Hilmar Láru Vigfúsdóttur innanhússarkitekt, hún er fædd 25. ágúst 1929. Sonur Hilmars og Jóhönnu Pálsdóttur er Páll Björgvin, fæddur 13. apríl 1951.

Lára Vigfúsdóttir afhenti Ljósmyndasafni Íslands skjöl þessi 22. október 1998.

Starfsmaður Ljósmyndasafns Íslands afhenti Borgarskjalasafni skjölin 5. febrúar 2002.

Bréf, handskrifað af Láru Vigfúsdóttur til Kötlu Ólafsdóttur, dagsett 24. september 1986, vegna stéttatals flugmanna, ásamt tölvuútprenti með ættfræðiupplýsingum.

Nafnskírteini Hilmars Daníelssonar, 11. desember 1947.

Vegabréf Hilmars, 1956.

Skírteini Hilmars sem heimilar að stýra leigubifreið til mannflutninga, 22. desember 1951.

Einkunnabækur Hilmars úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík skólaárin 1947-1948, 1949, 1950; einkunnaskírteini úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1950.

Minningabók Hilmars.

Félagsskírteini Hilmars í Alþýðusambandi Íslands, Dagsbrún, 28. júní 1949; í hulstri.

Vegavinnumenn 31. júlí 1948, prentað kvæði áritað Hilmari eftir Friðrik Hansen.

Fermingarskeyti Hilmars 27. maí 1945, 33 að tölu; tvö þeirra skrautrituð.

Fermingarkort, níu að tölu, sjö þeirra tvöföld með ljósmynd, eitt þeirra handgert (skrautritað).

Ljósmynd, sporöskjulaga, í heimagerðum ramma með gleri; myndin er af Hilmari, föður hans Daníel Markússyni og afa Markúsi Pétri Daníelssyni. Merkt á bakhlið.

Ljósmyndir, tíu að tölu, flestar af Hilmari á ýmsum aldri, allar merktar að aftanverðu. Ein mynd er af Hilmari ungum uppi á stuðara pallbíls, myndin er tekin á Hvammstanga; önnur er af Hilmari u.þ.b. 12-13 ára gömlum ásamt systur sinni Svanborgu, myndin er tekin á Hvammstanga; tvær myndir sýna Hilmar og konu hans Láru, önnur er brúðkaupsmynd 5. júlí 1957; ein mynd sýnir hús á Hvammstanga, hugsanlega heimili Hilmars.

Blekpenni, silfurskreyttur, með ígreyptu nafni: Hilmar Daníelsson.

Skráð RB