Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Morten Jensen Rødgaard var danskur skipherra fæddur árið 1771. Hann lést 1829. Rødgaard var skipstjóri á eigin skipi við Ísland. Hann var borgari á Íslandi frá 1791. Jens Mortensen Rødgaard var sonur hans, fæddur 1745, látinn 1792. Rødgaard eldri lét, með félag nokkurra Faneyjarmanna að baki, reisa hús við Hafnarstræti og hóf þar rekstur verslunar. Nefnist hús þetta framan af „Józka húsið”, en seinna um fjölda ára „Möllershús”, nú er það hús nr. 16 við Hafnarstræti.

Skjöl þessi bárust hingað 4. mars 2002 frá skjalasafni Ráðhúss Reykjavikur.

Kort til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, frá Sif Ingólfsdóttur, dags. 19. nóvember 2001.

Bréf frá J. Rødgaard-Hansen til Kaj Rødgaard-Jessen, dags. 23. júní 2000.

Minnismiði úr skjalasafni ráðhússins.

Ættfræðiþjónustan: Morten Jensen Rødgaard, athugun um dvöl hans og umsvif á Íslandi eftir Jón Val Jensson, 31. maí 2000.

Ljósrit af ýmsum gömlum pappírum; ættartölur.

Ljósmynd af Jens Hansen Jessen, fæddur í Fanø í Danmörku 1882, dáinn 1910. Hann setti niður fyrstu bátavélina í sexæringinn Stanley, en sá atburður átti eftir að marka tímamót í sögu útgerðar og atvinnulífs hér á landi. Jessen gerðist einnig brautryðjandi á sviði kennslu í vélfræði hér á landi og setti á stofn fyrsta vélaverkstæði landsins í samvinnu við útgerðar- og skipstjórnarmenn á Ísafirði.

Ljósmyndir, tvær; önnur myndin af Sif Ingólfsdóttur og Otto Rødgaard Jessen, hin af Sif, Else, konu Otto Rødgaard Jessens og Ullu, dóttur Ottos.

Úrklippa úr Morgunblaðinu um Miðstöð myndlistar í aldagömlu húsi, 26. október 2001.

Skráð RB