Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Þorleifur Guðmundsson Repp var fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi 6. júlí 1974 og látinn í Kaupamannahöfn 4. desember 1857. Þorleifur lærði í Kaupmannahafnarháskóla heimspeki og fagurfræði ásamt málfræði. 1826 samdi hann ritið „De sermone tentamen“ sem hann varði svo við heimspekideild Kaupmannahafnarháskóla til magistersnafnbótar. En vegna meintrar óvildar og árása annars andmælandans prófessors Jens Möllers, var honum synjað um nafnbótina. Hann réðist þá til Edinborgar í Advocate’s Library en vegna misklíðar við yfirbókavörðinn þar missti Þorleifur stöðu sína og fluttist aftur til Kaupmannahafnar árið 1837 þar sem hann dvaldist til dauðadags. Þorleifur reit margar greinar og bækur um málfræði og tungumál, á ensku og dönsku, svo og margar greinar á íslensku. Þá sat Þorleifur sem fulltrúi Árnesþings á þjóðfundinum 1851.

Bréf þetta barst frá Tove Vestbrik frá Lincolnshire í Englandi með bréfi dags. 1. ágúst 2003. Bréfið hafði hún fengið á fornmunasölu í Lincolnshire en fornmunasalinn hafði látið hana fá bréfið því hann vissi að hún væri dönsk en bréfið er ritað á dönsku.

Bréfið er að öllum líkindum skrifað á 19. öld og líklega af Þorleifi Repp sjálfum. Bréfritari þekkir vel til ævi Þorleifs og ritar þar að auki íslensku mjög vel sem sést af vísukorni sem er í bréfinu. Hins vegar er bréfið skrifað í þriðju persónu. Aftan á bréfinu stendur ritað „My Fathers Account of his Early Youth and College Days (written in Danish). Kann þetta að hafa skrifað dóttir Þorleifs, Hill Repp, sem giftist til Englands enskum liðsforingja af aðalsættum.

Lýsing á ævi Þorleifs Guðmundssonar Repp, málfræðings, án dags.

Skráð NS