Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Í þessu skjalasafni eru tvö bréf til hjónanna Kristins Valdimarssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider og Antoni Schneider.

Kristinn Valdimarsson fæddist 7. október 1899 í Reykjavík og lést 18. júlí 1967. Kona hans Valgerður Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1906 og lést 21. apríl 1991. Þau áttu einn son Valdimar, fæddan 3. febrúar 1929.

Guðrún Lilja Ingólfs Schneider fæddist 7. nóvember 1907 og lést 9. janúar 1991.

Eiginmaður hennar var þýskur og hét Anton Schneider fæddur 23. október 1898 en hann lést 7. nóvember 1985. Nokkru fyrir síðari heimsstyrjöld fluttu Guðrún og Anton í lítinn bæ við landamæri Þýskalands og Póllands. Móður Antons fannst þau hins vegar ekki nægilega örugg þar og fluttu þau því til borgarinnar Breslau sem þá tilheyrði Þýskalandi en tilheyrir Póllandi í dag og heitir Wroclaw. Eftir styrjöldina fluttu Guðrún og Anton til Íslands þar sem þau eyddu ævinni. Anton vann við sápugerð hjá Frigg alla sína tíð á Íslandi.

Bréfin voru afhent af Valdimari Kristinssyni, syni viðtakenda bréfanna, 22. mars 2004.

Skjalaskrá

Bréf til Valgerðar Guðmundsdóttur (Völu) frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider dagssett 21. nóvember 1939 í Breslau í Þýskalandi.

Bréf til Kristins Valdimarssonar frá Anton Schneider dagssett 5. október 1939 í Breslau í Þýskalandi.

Skráð N