Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Fæddur á Melanesi, Rauðasandi í Vestur Barðastandasýslu.

Ingibjörg Bergsveinsdóttir (kt.040833-4209) afhenti skjöl Samúels Eggertssonar

Innihald:

Móðurkvæði eftir skáldin: Valdimar Hólm Hallstað, Markús Bjarnason, Sumarliða Halldórsson, Einar H. Kvaran, Matthías Jochumsson, Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson, Örn Arnarson, Þorstein Gíslason, H. E. Magnússon og Dr. Jón Þorkelsson yngri.

Sumargjöf, uppeldismálatímarit V. Útgefandi: Barnavinafjelagið Sumargjöf 1929.

Nýtt kaupkröfufélag og ríkisstjórinn eftir Jónas Jónsson.( Nokkrir af þeim mönnum, sem fást við skáldskap, ritstörf og myndgerð héldu nýlega fund í Reykjavík undir nafninu Listamannaþingið 1942.)

Stílabók merkt Samúel Eggertsson 13. október 1943.

Skráð í janúar 2011, BA

Borgarskjalasafni barst ritið Saga Íslands eftir Samúel Eggertsson sem gefið var út árið 1930. Saga Íslands inniheldur línurit með hliðstæðum annálum og kortum. Á þriðju blaðsíðu stendur

„Þetta litla rit er með ást og virðingu fyrst og fremst tileinkað elskulegri eiginkonu minni, Mörtu Elísabetu Stefánsdóttur, en þar næst öllum sögu og ættjaðravinum. Höfundurinn”

Einnig er með útprentun úr gagnasafni Morgunblaðsins um kortagerðarmanninn Samúel Eggertsson frá 1. júlí 2000 og afrituð ljósmyndmynd af fjölskyldu Samúels sem geymd er í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Sjá einnig ættarskrá Björns Þórðarsonar (E-470, A-30), sem Samúel skráði 1929.

Skráð í maí 2011, BA