Umslag með mynd af Jóhannesi Kr. Jóhannssyni - Friðar-Frelsis-Flokkurinn, til úthlutunarnefndar Skrifstofu Alþingis. Á umslaginu eru upplýsingar um prentað mál:
Friðarboðinn og Vinarkveðjur, útg. Heiðursdoktor Jóh. Kr. Jóhannsson, Sólvallagötu 20, Reykjavík.
Fegurðar-verðlaunamynd af Dr. hon. causa Jóh. Kr. Jóhs. Roosevelt, kjörsyni forsetahjóna Bandaríkjanna, Kong of Lyberti og fegurðarkóngi U.S.A. frá 12. des.1943, Dr. Lord Raleigh, Jóh. Kr. Jóhannesson. Samþykkt á þingráðstefnu í Casablanca 1943. Samkvæmt bréfi frá íslensku sendisveitinni í London dags. 13. mars 1943. Til heiðursborgara og réttkjörins væntanlegs 1. forseta íslenska lýðræðisríkisins, Jóhannesar Kr. Jóhannessonar, nú ættleiddur og arfleiddur af Roosevelts-hjónunum í U.S.A., og sem sæmdur hefir verið yfir 60 heiðursmerkjum, þar á meðal mestu, sem til eru í heiminum, frá báðum ófriðar-aðiljum og friðarvinum, og sem þagað hefir verið um í íslenskum blöðum eða útvarpi. ( Texti af umslagi).
Opið bréf til háttvirtra kjósenda um hugsanlegt forsetaframboð Jóhannesar Kr.Jóhannessonar, vegna kjörs forseta Íslands á Alþingi 1944 og meðmælalisti, ritað 25. janúar 1944, ásamt eyðublaði fyrir meðmælendur.
Á sama blaði er yfirlýsing um að hann hafi fengið c.a. 1400 meðmælendur á meðmælalista til lýðræðis-forsetakjörs Íslands, ritað 3. apríl 1945, til raunverulegra lýðræðiskosninga sem fram áttu að fara í júní mánuði 1945.
Bréf til forseta sameinaðs þings Gísla Sveinsonar og allra alþingismanna Íslendinga, um aðstoð við að stofna lýðveldi á Íslandi, skipa nýja ríkisstjórn og bjóða sig fram til kjörs fyrsta forseta Íslands, ritað 9. júní 1944.
Útboð á hlutabréfum til byggingu Friðasamkomuhöll Friðar-Frelsis-Flokksins í Reykjavík. Hlutabréfin voru að upphæð kr. 100,oo, 500,oo, 5000,oo og 10,000, 23. júní 1944.
Vottorð um að kraftaskáldið J.Kr.J. sé aflæst á innri skrifstofu Shell-tank við Vesturgötu.
Jóhannes aflæsti hurðinni, 26. júní 1938. Kraftaverkaríma mælt af munni fram vegna ofanskráðs atviks.
Kraftaverkavísur Kyngi-þrung-hugsaðar. Kveðnar í júlímánuði 1938. Þær höfðu þau áhrif að mok-síldarafli barst að landi.
Ljósrit af manntalsspjöldum Jóhannesar Kr. Jóhannessonar og eiginkonu hans Elísabetar Davíðsdóttur. Á þeim koma m.a. fram heimilisföng þeirra í Reykjavík.
Skráð GI, febrúar 2013.