Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Sigurður Sófus var pípulagningarmeistari. Hann var í stjórn Sveinafélags pípulagningarmanna og seinna virkur í meistarafélagi sínu. Kona hans Ingibjörg starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Fjölskyldan bjó framanaf á Bolungarvík en flutti til Reykjavíkur þegar Karl var um það bil sex mánaða.

Námssamningur Sigurjón Fjelsted, lærimeistari og Sigurður Sófus Karlsson nemandi. Nám hefst 1. mars 1935 og lýkur 1. mars 1936.

Námssamningur: Karl Sigurðsson, pípulagningameistari, nemandi Sverrir Kjartansson, nám hefst 1. janúar 1958,lýkur 1. október 1959

Námssamningur: Meistari Karl Sigurðsson, nemenda Sigurður H. Sveinbjörnsson. Nám hefst 15. júní 1961 og lýkur 15. júní 1965 (tveir samningar).

Sveinsbréf handa Sigurði Sófus Karlssyni, hitalagningamaður, lærði hitalagningar hjá Sigurjóni Fjeldsted í alls 4 ½ ár, Reykjavík 8. nóvember 1936.

Meistarabréf handa Sigurði Sófus Karlssyni sem veitir honum nafnbótina meistari í pípulögnum, útgefið 18. apríl 1942.

Bréf frá borgarstjóra um að bæjarráð hefir samþykkt að löggilda Sigurð til að hafa með höndum framkvæmd vatns- og hitalagna í Reykjavík. 6. nóvember 1946.

Bráðabirgðareglur um löggildingu pípulagningarmeistara samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 2. mái 1946.

Ágrip af ævi og störfum Karls Sigurðssonar. Gert í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli hans, 22. nóvember 1994. Úr dánarbúi Önnu Óskar Sigurðardóttur ( 8. ágúst 1921-1971), eiginkonu Karls Sigurðarsonar.

Skráð í nóvember 2012, GI