Hinn 4. febrúar 1953 var samþykkt á Alþingi svohljóðandi ályktun: Alþing ályktar að fela ríkistjórninni að hefja nú þegar undirbúning að heildaráætlun um framkvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfiðasta aðstöðu búa sökum erfiðra samgangna og skorts á raforku og atvinnutækjum.
Að slíkum undirbúningi loknum skal ríkistjórnin leggja fyrir alþingi tillögur sínar um nauðsynlegar framkvæmdir. Skulu þær stefna að því að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð landsins og tryggja sem mest framleiðsluafköst þjóðarinnar. Fiskifélag Íslands, Búnaðarfélag Íslands og Landssamband iðnaðarmanna skulu vera ríkisstjórninni til aðstoðar við starf þetta. Sumarið 1954 fól ríkisstjórnin þeim alþingismönnum Gísla Guðmundssyni og Gísla Jónssyni að vinna verk þetta fyrir sína hönd með bréfi dagsettu 29. júní 1954.
Gögn sem tekin voru saman fyrir nefnd sem samþykkt var af Alþingi 4. febrúar 1953.
Heildaráætlun um jafnvægi í byggð landsins bréf dagsett 15. júní 1955.
Viðfangsefni sem bíða betri tíma, einnig handskrifað.
Lánveitingar, einnig handskrifað.
Hafnir, einnig handskrifað.
Vegamál.
Símamál.
Rafmagnsmál, einnig handskrifað.
Sveitirnar.
Blöð númeruð frá 40 til 76. Úttekt úr þjóðlífinu 1941-1944.