Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Kort.

Skíðasamband Íslands

Skíðasamband Íslands, SKÍ, var stofnað 23. júní 1946. „Er því ætlað að vera æðsti aðili hér á landi sem fer með sérgreinarmálefni skíðaíþróttarinnar innan vébanda Íþróttasambands Íslands“. Bráðabirgðastjórn Skíðasambandsins var þannig skipuð: Formaður: Steinþór Sigurðsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Hermann Stefánsson Akureyri, Einar Kristjánsson Siglufirði, Ólafur Þorsteinsson Reykjavík, Einar B. Pálsson Reykjavík.