Bréfa- og málasafn, Sigríður Þóra Árnadóttir og Einar Guðmundsson, 1914-2000.
Handskrifað bréf/miði, ritaður af Önnu R Einarsdóttur, á honum stendur:
Ættir langömmu og langafa frá Álftanesi (Báruhaugseyri/ Bárekseyri) og langömmu og langafa frá Seltjarnarnesi tvinnast saman en hér eru tvær bækur og Ráðagerðisættin er með öllum en Báruhaugsættin (Bárekseyri) er bara með fólkið á Álftanesi (föðurfólk pabba). Anna R. Einarsdóttir.
Mappa I
Gömul skjöl.
Hjónavígslubréf Sigríðar Þ. Árnadóttur og Einars Guðmundssonar, 11. október 1934.
Fæðingarvottorð Einars Guðmundssonar, dagsett 23. ágúst 1934.
Lögreglustjórinn í Reykjavík. Einar Guðmundsson fær heimild til að stýra leigubifreið til mannflutninga 15. júlí 1929, dagsett 28. mars 1951. Með er sakavottorð dagsett 28. mars 1951.
Aldurs- og bólusetningarvottorð Sigríðar Þóru Árnadóttur, dagsett 6. september 1960.
Afsal. Jón Jónsson selur Einari Guðmundssyni neðri hæð húseignarinnar nr. 35a við Ránargötu í Reykjavík, 17. október 1961, frumrit og afrit. Með því er skuldabréf dagsett 1. nóvember 1961, frumrit og afrit.
Fæðingarvottorð Einars Guðmundssonar, dagsett 20. maí 1970.
Hjónavígsluvottorð Einars Guðmundssonar og Sigríðar Þóru Árnadóttur, dagsett 24. júlí 1984.
Hagstofa Íslands. Staðfesting á dánardegi Einars Guðmundssonar, dagsett 2. júní 1984.
Borgarfógetaembættið Reykjavík. Sigríður Þóra Árnadóttir fær leyfi til að sitja í óskiptu félagsbúi 25. júlí 1984.
Vegabréf, Sigríður Þóra Árnadóttir, 20. janúar 1942.
Vegabréf, Sigríður Þóra Árnadóttir, 7. júní 1984.
Bifreiðastjórafélagið Hreyfill, félagsskírteini Einars Guðmundssonar, 1946-1958.
Vegabréf, Einar Guðmundsson, 8. september 1972.
Kort til Sigríðar Þ. Árnadóttur, án árs.
Pakki. Nafnplata: Á hana er grafið Einar Guðmundsson bifreiðastjóri. Þar er einnig þríhyrnt merki sem á er grafið 1295, sem var bílnúmer Einars og seinna varð númerið 599. Framan á pakkanum er miði sem á er ritað: Einar Guðmundsson var leigubílstjóri á Hreyfli, einn af stofnendum. Númer hans á Hreyfli var 81.
Grafskrift, Einar Guðmundsson, í júní 1984. Inni í grafskriftinni er uppgjör vegna útfarar Einars o.fl.
Grafskrif, Sigríður Þóra Árnadóttir, 4. september 2000.
Grafskrift, Árni Þórðarson, í mars 1942. Inni í grafskriftinni er reikningur vegna útfarar Árna.
Umslag: Á það er ritað: Ungfrú Sigríður Árnadóttir, Barónstíg 14 Reykjavík. Í umslaginu er löggilding frá Dómsmálaráðherra til Einars Guðmundssonar til að kenna bifreiðaakstur fyrir hið minna próf bifreiðastjóra, 31 mars 1951.
Búnaðarbanki Íslands. Þrjár bankabækur merktar Sigríði Þ. Árnadóttur, 1977, 1982 og 1983 og ein frá Verslunarbanka Íslands h.f., 1984.
Bókhald. Reikningar frá 1942, 1955, 1984 og 1994.
Mappa II
Á henni stendur: Heillaóskir á afmælisdaginn: Sigríður Þóra Árnadóttir 80 ára,1. september 1984,
Vegabréf, Sigríður Þóra Árnadóttir, 30. maí 1953.
Vegabréf, Sigríður Þóra Árnadóttir, 27. júní 1986.
Vegabréf, Einar Guðmundsson, 30. maí 1953.
Gestabók, 1. september 1994 og aldarminning Einars Guðmundssonar.
Afmæliskort, 1. september 1994.
Heillaóskaskeyti til Sigríðar Þóru Árnadóttur, 1. september 1977 og 1994.
Heillaskeyti og kort til Einars Guðmundssonar og Sigríðar Þóru Árnadóttur á brúðkaupsdegi þeirra,
13. október 1934
Afmælisskeyti til Sigríðar 1928-1977.
Fermingarskeyti til Sigríðar, en hún fermdist 4. nóvember 1928.
Ljósrit úr Morgunblaðinu, 1. september 1914, en það var fæðingardagur Sigríðar Þóru Árnadóttur.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal, minningarsýning 1975 á Kjarvalsstöðum, sýningarskrá.
Mappa III
Gesta- og skeytabók.
Samúðarkort og skeyti vegna andláts Einars Guðmundssonar 1984 og Sigríðar Þóru Árnadóttur, 2000.
Grafskriftir Sigurlínu Magneu Einarsdóttur 1861-1926, Soffíu Emilíu Einarsdóttur 1866-1939 og Margrétar Zoëga 1853-1937.