Kaupsamningur. Eyvindur Árnason og Haraldur Guðjónsson selja Jóhanni Indriðasyni sumarbústað við Grafarholt í Mosfellssveit, 31. ágúst 1942.
Borgarstjórinn í Reykjavík. Jóhanni Indriðasyni synjað um byggingaleyfi til að reisa íbúðarhús við Elliðaárvog, en getur fengið leyfi til að reisa hús á Bústaðaholti, 5. júní 1943.
Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. Tilkynning til Jóhanns Indriðasonar um að búið sé að mæla fyrir lóð hans við Sogaveg, 6. júlí 1943.
Borgarstjórinn í Reykjavík. Bæjarráð gerir samning við Jóhann Indriðason um lóðina að Sogavegi 158, sem Jóhann hefur þegar reist íbúðarhús á, 30. október 1943.
Yfirlýsing. Jóhannes Jónsson staðfestir að hann muni greiða Jóhanni Indriðasyni eftirstöðvar skuldabréfs með 2. veðrétti í Hitaveitutorgi 1, 11. apríl 1944.
Húsaleigusamningur. Jóhann Indriðason tekur húsnæði á leigu að Sogavegi 176, 1. ágúst 1954, líklega uppkast.
Rafmagnsveita Reykjavíkur. Jóhann Indriðason greiðir rafmagn af Sogavegi 176, 4. júní 1958.
Rafmagnsveita Reykjavíkur. Jóhann Indriðason greiðir heimtaugargjald af Sogavegi 176, 20. október 1959.
Borgarfógeti Reykjavíkur. Veðbókarvottorð fyrir Sogaveg 176, án dagsetningar og árs.
Afsalsbréf. Jóhann Indriðason seldur Sigurjóni Símonarsyni og Kristjáni Jóhanni Ólafssyni fasteignina
Sogaveg 176, 9. júní 1962, afrit.
Bréf til L. M. F. Í. (Lögmannafélag Íslands) frá Jóhanni Indriðasyni þar sem hann biður um aðstoð vegna skuldabréfs sem hann er eigandi að, 3. apríl 1968, afrit, 2 bréf.
Laugavegur 69, brunavirðing, frá 9. apríl 1901 til 1916.