Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur (leikið aukalega). Ljósrit úr bók yfir hvar M.H.R. hljómsveitin hafi spilað opinberlega 1944.

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur og Briem kvartettinn. Listi yfir hverjir eru í hljómsveitinni og kvartettinum, hvaða hljóðfæri þau spila á, verkefni hljómsveitarinnar o.fl., 1944-1949, afrit.

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur. 1. hljómleikar í Austurbæjarbíó, tónleikaskrá og aðgöngumiði,1948.

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur 30 ára, aðgöngumiðar á hóf í Átthagasal Hótel Sögu, 17. febrúar 1976.

Umslag.

Ljósmynd af Briem- kvartettinum talið frá vinstri: Guðmundur Á. Bjarnason, Sverrir Kjartansson og Páll H. Pálsson. Fyrir framan þá situr Ragnheiður Þórólfsdóttir. Ljósmynd af Briem- kvartettinum talið frá vinstri: Sverrir Kjartansson, Páll H. Pálsson, Ragnheiður Þórólfsdóttir og Guðmundur Á Bjarnason. Aftan á myndina er ritað: „Briem- kvartettinn. Við kenndum kvartettinn við kennara okkar Sigurð H. Briem“.

Forsíða Heimilisblaðsins Vikunnar, nr. 10, 7. marz 1946. Ljósmynd af Briemkvartettinum. Frá vinstri: Sverrir Kjartansson, Páll H. Pálsson, Ragnheiður Þórólfsdóttir og Guðmundur Á Bjarnason og ljósmynd af Mandólín- hljómsveit Reykjavíkur. Sitjandi talið frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, Aðalheiður Knudsen, Ragnheiður Þórólfsdóttir, Haraldur K. Guðmundsson hljómsveitarstjóri, María Magnúsdóttir, Guðrún Rafnsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Standandi frá vinstri: Ólafur Þorsteinsson, Sverrir Kjartansson, Páll H. Pálsson, Karl Sigurðsson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Á. Bjarnason, Ólafur Jóhannesson, Nói Bergmann, Jón K. Jónsson og Halldór Magnússon. Á myndina vantar Axel Kristjánsson, Hafstein Ásbjörnsson og Tage Ammendrup, myndin er líklega tekin 1944-1946.

Ljósmynd. Mandólínhljómsveit Reykjavíkur með stjórnandanum Haraldi. Undir myndinni stendur: „Haraldur situr fyrir miðju og er eini sem ekki hefur hljóðfæri en hann ar stjórnandi hljómsveitarinnar. Hvorki fyrr né síðar hefur sambærileg hljómsveit starfað á Íslandi“, útprentun.

Ljósmynd. Mandólínhljómsveit Reykjavíkur á hljómleikum í Tjarnarbíó árið 1945, útprentun.

Nótur og textar.

Sigurður H. Briem. Mandolin- kennslubók, 1. hefti, án árs.

Oluf A. T. Brøndberg. Mandolin Skole, án árs.

G. Munier. Scuola del Mandolino, án árs.