Ljósmyndir
Umslag nr. 1. A-E.
Ljósmynd A. Hópmynd. Aftan á myndinni stendur: Myndin er tekin í Norðtungu, 1915.
F.v.: Helga Thorsteinsson kona Árna ljósmyndara. Björn Þórðarson sýslumaður í Borgarnesi síðar forsætisráðherra. Ingibjörg Ólafsdóttir kona Björns. Sverrir Sigurðsson síðar forstjóri Sjóklæðagerðar Íslands (sonarsonur Runólfs). Runólfur Runólfsson bóndi í Norðtungu. Guðrún systurdóttir Ingibjargar húsfreyju. Jóhanna Rögnvaldsdóttir tengdadóttir Runólfs (móðir Sverris. Inga Hansen kona Jörgens Hansen í Reykjavík. Margrét Runólfsdóttir kona Frímanns Frímannssonar Reykjavík. Ingibjörg Skúladóttir húsfrú í Norðtungu. Myndina tók Árni Thorsteinsson ljósmyndari.
Ljósmynd B. Við myndina er skrifað: Húsaleigunefnd Reykjavíkur 1918-1925-1926, Björn Þórðarson formaður, Vilhjálmur Briem, Ólafur Rósenkranz ritari, Ágúst Jósefsson og Vigfús Einarsson, varaformaður, 2 myndir.
Ljósmynd C. Aftan á myndinni stendur: Með kærri kveðju og þökk fyrir síðast, Reykjavík. 17- VIII- 1915 Ágúst Björnsson. 1. Sigurður Þórðarson fv. sýslumaður. 2 Björn Þórðarson cand. sýslumaður.
3. Ingibjörg kona hans. 4. frú Margrét Þórðardóttir. Myndin er tekin á tröppunum í Arnarholti.
Ljósmynd D. Íslenzki stúdentakórinn í Kaupmannahöfn 1903. Nafnalisti er neðan við myndina en Björn Þórðarson er lengst til hægri. Ljósrit úr bók.
Ljósmynd E. Hópmynd, sumargleði stúdenta 1912.
Umslag nr. 2
Ljósmyndir. Fjölskyldumyndir úr för til Hrafnseyrar 1949, 7 myndir.
Umslag nr. 3
Ljósmynd A. Hópmynd. Aftan á myndinni stendur: Á myndina vantar stúdentana Sigurð Guðmundsson og Jón Benedix Jónsson, myndin er tekin 1902.
Ljósmynd B. Hópmynd. Aftan á myndinni stendur: Í Danmörku (1902-1908) útskrift?. Björn Þórðarson yst til hægri í 2. röð.
Umslag nr. 4
Ljósmynd. Við myndina er skrifað: Unnur Ragna Benediktsdóttir fædd 1922. Dóttir Unu Pétursdóttur og manns hennar Benedikts?, án árs.
Ljósmynd. Við myndina er skrifað: Hulda Benediktsdóttir fædd 6. september 1916, dáin 19. apríl 1998. Dóttir Unu Pétursdóttur og manns hennar Benedikts?, án árs.
Una og Hulda voru leiksystir Dóru Björnsdóttur á Spítalastíg.
Umslag nr. 5
Ljósmynd A. Fremst er skrifað: Guðrún Jónsdóttir í verslun Manchester í Aðalstræti, án árs.
Ljósmynd B. Fremst er skrifað: Guðrún Jónsdóttir til hægri, vann í versluninni Manchester í Aðalstræti, hin konan óþekkt, án árs.
Ljósmynd C. Guðrún vinkona Ingibjargar Þórðarson, vann í versluninni Manchester, án árs, 2 myndir.
Ljósmynd D. Aftan á myndinni stendur: Kær kveðja frá þinni gömlu vinkonu Guðrúnu, án árs.
Umslag nr. 6
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Dóra Björnsdóttir fædd 4. nóvember 1917. Myndin er tekin 1927.
Ljósmynd. Aftan á myndunum stendur: Dóra Björnsdóttir fædd 4. nóvember 1917. Myndirnar eru teknar 1932, 5 myndir.
Umslag nr. 7
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Karitas dóttir Matthíasar Þórðarsonar ritstjóra frá Móum. Myndin er líklega tekin árið 1931.
Umslag nr. 8
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Ástríður Jochumsdóttir í Móum, fædd 25. ágúst 1851, skírð 31. ágúst 1851, gift 13. júní 1870, dáin 3. maí 1887.
Prentuð mynd af Ástríði Jochumsdóttur og manni, án árs.
Umslag nr. 9
Ljósmynd. Frá vinstri Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937), í miðið Kirstin Valgerður dóttir séra Þorsteins Briem. Til hægri frú Emelía. Myndin er tekin fyrir framan „Kirkjuhvol“ heimili séra Þorsteins Briem á Akranesi, líklega árið 1925.
Umslag nr. 10
Ljósmynd. Ýmsar myndir þar sem vantar bæði nöfn og ár (7 myndir).
Umslag nr. 11
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Halldóra Pétursdóttir frá Álfgeirsvöllum, fædd 26. desember 1853.
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Halldóra Pétursdóttir Briem (situr) líklega dætur hennar frá fyrra hjónabandi?, án árs.
Umslag nr. 12
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Diljá Tómasdóttir gift Jochum Þórðarsyni frá Móum, án árs.
Umslag nr. 13
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Jóhanna Briem fædd 5. janúar 1894 á Álfgeirsvöllum, Lýtingsstaðahrepp, Skagafirði, dáin 27. mars 1932, verslunarmaður í Reykjavík. Jóhanna var dóttir Ólafs Briem á Álfgeirsvöllum og konu hans Halldóru Pétursdóttur Briem.
Umslag nr. 14
Ljósmynd. Hópmynd. Á vegg fyrir aftan fólkið er skrifað: Hvítárbakka og aftan á myndina er skrifað Áhrifsmynd.
Umslag nr. 15
Ljósmynd. Björn Þórðarson o.fl. við Landspítalann í Reykjavík, 4 myndir.
Vasabók frá 1957
Umslag nr. 16
Ljósmynd. Sam. (Samúel) Eggertsson.
Ljósmynd. Aftan á myndinni stendur: Ástríður Jochumsdóttir frá Skógum, fædd 25. ágúst 1851, giftist 13. júní 1870, dáin 3. maí 1887, grafin 14. maí sama ár. Eignmaður Þórður Runólfsson frá Saurbæ, hreppstjóri og bóndi í Móum fæddur 26. júlí 1839, dáinn 1906. Börn er upp komust: Karitas fædd 17. mars 1871, dáin 1895. Matthías fæddur 1. júlí 1872. Runólfur fæddur 24. ágúst 1874. Jochum fæddur 26. febrúar 1876, dáinn 1914. Björn fæddur 28. janúar (6. febrúar) 1879.
Kort til Björns Þórðarsonar. Á það er skrifað: Kæri vinur og frændi! Gleðilegt sumar og páska! Beztu þakkir fyrir myndarlánið og fyrirgefðu dráttinn á skilseminni. Allra frændsamlegast þinn Sam. Eggertsson, 25. apríl 1943.
Umslag nr. 17
Heimilisblaðið Vikan, á forsíðu eru myndir af Birni Þórðarson og öðrum í ríkisstjórn hans um áramótin 1942-1943.
Bréf, blaðaúrklippur o.fl., úr innlendum og erlendum blöðum, 1943-1947 og 1977.
Umslag nr. 18
Filmur og plötur.
Umslag nr. 19
Ljósmynd. Á myndinni stendur: Gamalt og nýtt, Sambandshúsið (og bærinn Sölfhóll).
Ljósmynd. Á myndinni stendur: Hjálp í Þjórsárdal.
The League of Nations in Pictures, Geneva, upplýsingabók, 1927.
Internationella Arbetsbyrån Nationernas forbund 1919-1929, bók, 1930.