Bréfa- og málasafn 1925-1938.
Örk 1
Bréf, skeyti, blaðaúrklippur o.fl., til Björns Þórðarsonar frá Matthíasi Þórðarsyni bróður hans, 1925-1938.
Örk 2
Bréf frá Dóru Björnsdóttur til föður og móður, 1937.
Örk 3
Bréf, kort o.fl. til Björns Þórðarsonar, 1935-1936.
Örk 4
Boðskort, móttökur, tónleikar, ljósmyndasýningar o.fl., 1930-1938.
Örk 5
Bæklingar og grafskriftir, 1930-1938.
Skráð í júlí 2016,
Gréta Björg Sörensdóttir
BORGARSKJALASAFN
REYKJAVÍKUR
Einkaskjalasafn nr. 470
Dr. juris Björn Þórðarson
(1879-1963)
lögmaður og fv. forsætisráðherra
Skjalaskrá
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
www.borgarskjalasafn.is/borgarskjalasafn@reykjavik.is
Einkaskjalasafn nr. 470
Björn Þórðarson
Formáli
Björn Þórðarson var fæddur 6. febrúar 1879 í Móum á Kjalarnesi, Kjósarsýslu. Foreldrar hans voru Þórður Runólfsson (1839-1906) bóndi og hreppstjóri í Móum á Kjalarnesi og Ástríður Jochumsdóttir (1851-1887) húsfreyja.
Björn kvæntist hinn 20. ágúst 1914, Ingibjörgu Ólafsdóttur Briem, fædd 9. júlí 1886, dáin 1. maí 1953, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Ólafur Eggertsson Briem (1851-1925) alþingismaður og Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937), húsfreyja.
Börn Björns og Ingibjargar voru Þórður (1916-1933) og Dóra (1917-2013).
Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1902 með I. einkunn 96 stig, cand juris frá Hafnarháskóla 14. febrúar 1908 með I. einkunn 166 stig, yfirréttarmálflutningsmaður 31. október 1908 og doktor í lögum 26. mars 1927.
Störf:
Sveitakennari í Kjalarneshreppi1894-1895. Fulltrúi hjá bæjar- og héraðsfógetanum í Bogense- og Skovbyumdæmi á Fjóni í Danmörku frá 1. júlí til 31. ágúst 1908. Settist þá að í Reykjavík við málflutningsstörf. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 13. mars 1909, frá 20. mars til 15. febrúar 1910. Stundaði því næst málflutning og var jafnframt aðstoðarmaður á fjármálaskrifstofu Stjórnarráðsins frá 1. mars til 31. mars 1910, frá 6. febrúar til 30. maí 1911 og frá byrjun maí til 12. júlí 1912. Hafði á hendi setudómarastörf í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1910 og í Reykjavík 1910 og 1911. Settur sýslumaður í Húnavatnssýslu frá 12. júlí 1912 til 15. júlí 1914 og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 31. júlí 1914 til 4. október 1915. Aðstoðarmaður á dómsmálaskrifstofu Stjórnarráðsins og síðar fulltrúi þar frá 4. október 1915 til ársloka 1919. Gegndi dómarastörfum í forföllum bæjarfógetans í Reykjavík nokkra mánuði hvort árið 1916 og 1917 og embætti skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumáladeild Stjórnarráðsins frá 23. júní 1918 til 1. júlí 1919. Hafði á hendi úrskurðun sveitarstjórnar- og fátæktarmála fyrir atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins og síðar atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 1916-1928. Skipaður hæstaréttarritari 1. desember 1919 frá 1. janúar 1920 og þar til það embætti féll niður 2. júlí 1926, en gegndi því starfi þó til ársloka 1928. Jafnfram útgefandi hæstaréttardóma. Skipaður lögmaður í Reykjavík 21. desember 1928 frá 1. janúar 1929 til 16. desember 1942. Forsætisráðherra frá 16. desember 1942 og fór með félagsmálin frá 19. apríl 1943, en heilbrigðis- og kirkjumál og enn fremur dóms- og menntamál frá 21. september til 21. október 1944, er hann lét af embætti, en ráðuneytið fékk lausn 16. september sama ár. Bráðabirgðastarfsmaður hjá Þjóðabandalaginu í boði þess sumarið 1928 í Genf. Skipaður prófdómari við lagapróf frá 27. apríl 1945 og gegndi því starfi til vors 1957.
Félags- og trúnaðarstörf:
Skipaður varaformaður húsaleigunefndar Reykjavíkur 4. desember 1918 og næsta ár formaður og var það þar til nefndin var lögð niður 15. júní 1926. Skipaður formaður í merkjadómi Reykjavíkur 19. desember 1919. Í yfirkjörstjórn við prestskosningar frá 10. mars 1920 til 1928. Skipaður formaður verðlagsnefndar 21. september 1920 og gegndi því starfi þar til nefndin var lögð niður 23. apríl 1921. Skipaður í landskjörstjórn 1922. Skipaður formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur frá 9. júní 1922 til 1928. Skipaður sáttasemjari í vinnudeilum 25. ágúst 1926 og ríkissáttasemjari frá 8. október 1938 til 29. desember 1942. Í stjórn Hins íslenska fornritafélags. Forseti nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík frá stofnun þess 1946 til 1956. Skipaður ritstjóri Alþingissögunnar 18. desember 1944 og formaður Alþingissögunefndar. Skipaður formaður í nefnd til þess að gera tillögur um veitingu afreksmerkis hins íslenska lýðveldis 25. nóvember 1950, lausn úr henni samkvæmt eigin ósk 19. febrúar 1958. Skipaður í útgáfustjórn Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 10. apríl 1953, lausn úr henni samkvæmt eigin ósk 6. nóvember sama ár.
Ritstörf:
Refsivist á Íslandi 1761-1925 (doktorsritgerð), 1926. Um dómstörf í landsyfirréttinum 1811-1832; Studia Islandica V, 1939. Alþingi og konungsvaldið; Lagasynjanir 1875-1904 XI, 1949. Iceland Past and Present, 1941, 1945 og endurskoðuð og aukin 1953. Landsyfirdómurinn 1800-1919 sögulegt yfirlit, 1947 (verðlaunaritgerð). Gyðingar koma heim, 1950. Síðasti goðinn, 1950. Alþingi og frelsisbaráttan, 1951. Íslenzkir fálkar, 1957.
Ritgerðir og greinar:
Konsúlar og erindrekar, 1910. Þjóðabandalagið og Ísland, 1929. Herútboð á Íslandi og landvarnir Íslendinga, 1954. Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup, 1955. Þjóðhátíð, 1923. Sjálfstæðismálið er ævarandi, 1942. Dýr í festi, 1943. Íslenzkir fálkar og fálkaveiðar fyrrum , 1923-1924. Öndvegissúlur Ingólfs, 1942, Móðir Jóru biskupsdóttur, 1949-1953. Þjóðabandalagið, 1928. Þjóðhátíð, 1925. Alþingi árin 1798-1800, 1930. Eiríks saga rauða, nokkrar athuganir, 1939. Brezka þjóðasamfélagið, 1942. Eiríks saga rauða, nýjar athuganir, 1946. Afstaða framfærslusveitar barnsföður til óskilgetins barns…. Dómendafækkunin, 1924. Tvö hundruð ára afmæli Magnúsar dómstjóra Stephensens, 1954. Lítið spjall um erfðaréttindi, 1948. Fangelsismál landsins 1927, 1954. Dagar yfir Skálholtsstað, 1950. Forseti hins konunglega íslenzka landsyfirréttar , 1940. Þórður Runólfsson í Móum; Faðir minn, 1950. Réttur konungs til fálkatekju, 1955. Saga Alþingis V, 1956. The Icelandic Falcon, 1924.
Viðurkenningar:
Dr. juris við Háskóla Íslands 26. mars 1927 fyrir ritgerðina Refsivist á Íslandi 1761-1925. Fékk verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar fyrir ritgerðina Landsyfirdómurinn 1800-1919, sögulegt yfirlit. Meðlimur í Vísindafélagi Íslendinga frá 1927. Kjörinn „Honorary Trustee“ af Íslands hálfu í The American Scandinavian Foundation, 4. nóvember 1950. Heiðursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins, 8. júlí 1944. British Legation. The King´s Medal for Service in the Cause of Freedom, 6. október 1948. Sæmdur stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, 1. ágúst 1949. Heiðurspeningur Sveins Björnssonar, 27. febrúar 1953.
Björn Þórðarson andaðist þann 25. október 1963.
(Heimild: Lögfræðingatal 1736-1992, A-F, bls. 317-319).
Takmarkanir á aðgengi, sjá skrá.
Afhending: Guðfinna Guðmundsdóttir afhenti safnið 1. febrúar 2012. Viðbót við safnið kom 2014 og síðar.
Tímabil: 1903-2013.
Innihald safns: Sendibréf, leyfisbréf, skjöl vegna opinberra starfa og nefnda, ljósmyndir, munir o.fl.
Skjalaskrá
Bréfa- og málasafn
Björn Þórðarson 1879-1963 - Askja 34 - Örk 1
Bréf, skeyti, blaðaúrklippur o.fl., til Björns Þórðarsonar frá Matthíasi Þórðarsyni bróður hans, 1925-1938.
Björn Þórðarson 1879-1963 - Askja 34 - Örk 2
Bréf frá Dóru Björnsdóttur til föður og móður, 1937.
Björn Þórðarson 1879-1963 - Askja 34 - Örk 3
Bréf, kort o.fl. til Björns Þórðarsonar, 1935-1936.
Björn Þórðarson 1879-1963 - Askja 34 - Örk 4
Boðskort, móttökur, tónleikar, ljósmyndasýningar o.fl., 1930-1938.
Björn Þórðarson 1879-1963 - Askja 34 - Örk 5
Bæklingar og grafskriftir, 1930-1938.
Skráð í júlí 2016,
Gréta Björg Sörensdóttir
BORGARSKJALASAFN
REYKJAVÍKUR
Einkaskjalasafn nr. 470
Dr. juris Björn Þórðarson
(1879-1963)
lögmaður og fv. forsætisráðherra
Skjalaskrá
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
www.borgarskjalasafn.is/borgarskjalasafn@reykjavik.is
Einkaskjalasafn nr. 470
Björn Þórðarson
Formáli
Björn Þórðarson var fæddur 6. febrúar 1879 í Móum á Kjalarnesi, Kjósarsýslu. Foreldrar hans voru Þórður Runólfsson (1839-1906) bóndi og hreppstjóri í Móum á Kjalarnesi og Ástríður Jochumsdóttir (1851-1887) húsfreyja.
Björn kvæntist hinn 20. ágúst 1914, Ingibjörgu Ólafsdóttur Briem, fædd 9. júlí 1886, dáin 1. maí 1953, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Ólafur Eggertsson Briem (1851-1925) alþingismaður og Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937), húsfreyja.
Börn Björns og Ingibjargar voru Þórður (1916-1933) og Dóra (1917-2013).
Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1902 með I. einkunn 96 stig, cand juris frá Hafnarháskóla 14. febrúar 1908 með I. einkunn 166 stig, yfirréttarmálflutningsmaður 31. október 1908 og doktor í lögum 26. mars 1927.
Störf:
Sveitakennari í Kjalarneshreppi1894-1895. Fulltrúi hjá bæjar- og héraðsfógetanum í Bogense- og Skovbyumdæmi á Fjóni í Danmörku frá 1. júlí til 31. ágúst 1908. Settist þá að í Reykjavík við málflutningsstörf. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 13. mars 1909, frá 20. mars til 15. febrúar 1910. Stundaði því næst málflutning og var jafnframt aðstoðarmaður á fjármálaskrifstofu Stjórnarráðsins frá 1. mars til 31. mars 1910, frá 6. febrúar til 30. maí 1911 og frá byrjun maí til 12. júlí 1912. Hafði á hendi setudómarastörf í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1910 og í Reykjavík 1910 og 1911. Settur sýslumaður í Húnavatnssýslu frá 12. júlí 1912 til 15. júlí 1914 og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 31. júlí 1914 til 4. október 1915. Aðstoðarmaður á dómsmálaskrifstofu Stjórnarráðsins og síðar fulltrúi þar frá 4. október 1915 til ársloka 1919. Gegndi dómarastörfum í forföllum bæjarfógetans í Reykjavík nokkra mánuði hvort árið 1916 og 1917 og embætti skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumáladeild Stjórnarráðsins frá 23. júní 1918 til 1. júlí 1919. Hafði á hendi úrskurðun sveitarstjórnar- og fátæktarmála fyrir atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins og síðar atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 1916-1928. Skipaður hæstaréttarritari 1. desember 1919 frá 1. janúar 1920 og þar til það embætti féll niður 2. júlí 1926, en gegndi því starfi þó til ársloka 1928. Jafnfram útgefandi hæstaréttardóma. Skipaður lögmaður í Reykjavík 21. desember 1928 frá 1. janúar 1929 til 16. desember 1942. Forsætisráðherra frá 16. desember 1942 og fór með félagsmálin frá 19. apríl 1943, en heilbrigðis- og kirkjumál og enn fremur dóms- og menntamál frá 21. september til 21. október 1944, er hann lét af embætti, en ráðuneytið fékk lausn 16. september sama ár. Bráðabirgðastarfsmaður hjá Þjóðabandalaginu í boði þess sumarið 1928 í Genf. Skipaður prófdómari við lagapróf frá 27. apríl 1945 og gegndi því starfi til vors 1957.
Félags- og trúnaðarstörf:
Skipaður varaformaður húsaleigunefndar Reykjavíkur 4. desember 1918 og næsta ár formaður og var það þar til nefndin var lögð niður 15. júní 1926. Skipaður formaður í merkjadómi Reykjavíkur 19. desember 1919. Í yfirkjörstjórn við prestskosningar frá 10. mars 1920 til 1928. Skipaður formaður verðlagsnefndar 21. september 1920 og gegndi því starfi þar til nefndin var lögð niður 23. apríl 1921. Skipaður í landskjörstjórn 1922. Skipaður formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur frá 9. júní 1922 til 1928. Skipaður sáttasemjari í vinnudeilum 25. ágúst 1926 og ríkissáttasemjari frá 8. október 1938 til 29. desember 1942. Í stjórn Hins íslenska fornritafélags. Forseti nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík frá stofnun þess 1946 til 1956. Skipaður ritstjóri Alþingissögunnar 18. desember 1944 og formaður Alþingissögunefndar. Skipaður formaður í nefnd til þess að gera tillögur um veitingu afreksmerkis hins íslenska lýðveldis 25. nóvember 1950, lausn úr henni samkvæmt eigin ósk 19. febrúar 1958. Skipaður í útgáfustjórn Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 10. apríl 1953, lausn úr henni samkvæmt eigin ósk 6. nóvember sama ár.
Ritstörf:
Refsivist á Íslandi 1761-1925 (doktorsritgerð), 1926. Um dómstörf í landsyfirréttinum 1811-1832; Studia Islandica V, 1939. Alþingi og konungsvaldið; Lagasynjanir 1875-1904 XI, 1949. Iceland Past and Present, 1941, 1945 og endurskoðuð og aukin 1953. Landsyfirdómurinn 1800-1919 sögulegt yfirlit, 1947 (verðlaunaritgerð). Gyðingar koma heim, 1950. Síðasti goðinn, 1950. Alþingi og frelsisbaráttan, 1951. Íslenzkir fálkar, 1957.
Ritgerðir og greinar:
Konsúlar og erindrekar, 1910. Þjóðabandalagið og Ísland, 1929. Herútboð á Íslandi og landvarnir Íslendinga, 1954. Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup, 1955. Þjóðhátíð, 1923. Sjálfstæðismálið er ævarandi, 1942. Dýr í festi, 1943. Íslenzkir fálkar og fálkaveiðar fyrrum , 1923-1924. Öndvegissúlur Ingólfs, 1942, Móðir Jóru biskupsdóttur, 1949-1953. Þjóðabandalagið, 1928. Þjóðhátíð, 1925. Alþingi árin 1798-1800, 1930. Eiríks saga rauða, nokkrar athuganir, 1939. Brezka þjóðasamfélagið, 1942. Eiríks saga rauða, nýjar athuganir, 1946. Afstaða framfærslusveitar barnsföður til óskilgetins barns…. Dómendafækkunin, 1924. Tvö hundruð ára afmæli Magnúsar dómstjóra Stephensens, 1954. Lítið spjall um erfðaréttindi, 1948. Fangelsismál landsins 1927, 1954. Dagar yfir Skálholtsstað, 1950. Forseti hins konunglega íslenzka landsyfirréttar , 1940. Þórður Runólfsson í Móum; Faðir minn, 1950. Réttur konungs til fálkatekju, 1955. Saga Alþingis V, 1956. The Icelandic Falcon, 1924.
Viðurkenningar:
Dr. juris við Háskóla Íslands 26. mars 1927 fyrir ritgerðina Refsivist á Íslandi 1761-1925. Fékk verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar fyrir ritgerðina Landsyfirdómurinn 1800-1919, sögulegt yfirlit. Meðlimur í Vísindafélagi Íslendinga frá 1927. Kjörinn „Honorary Trustee“ af Íslands hálfu í The American Scandinavian Foundation, 4. nóvember 1950. Heiðursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins, 8. júlí 1944. British Legation. The King´s Medal for Service in the Cause of Freedom, 6. október 1948. Sæmdur stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, 1. ágúst 1949. Heiðurspeningur Sveins Björnssonar, 27. febrúar 1953.
Björn Þórðarson andaðist þann 25. október 1963.
(Heimild: Lögfræðingatal 1736-1992, A-F, bls. 317-319).
Takmarkanir á aðgengi, sjá skrá.
Afhending: Guðfinna Guðmundsdóttir afhenti safnið 1. febrúar 2012. Viðbót við safnið kom 2014 og síðar.
Tímabil: 1903-2013.
Innihald safns: Sendibréf, leyfisbréf, skjöl vegna opinberra starfa og nefnda, ljósmyndir, munir o.fl.
Skjalaskrá
Bréfa- og málasafn