Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Leyfisbréf, opinber störf, heiðursskjöl o.fl. 1921-1957, bæði frumrit og afrit.

Stjórnarráð Íslands. Björn Þórðarson beðinn að vera viðstaddur hlutkesti er forseti Landsdómsins lætur fram fara, 11. mars 1921.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Björn Þórðarson skipaður til að taka sæti í landskjörstjórn, 29. apríl 1922.

Fjármálaráðuneytið. Björn Þórðarson skipaður formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur, 9. júlí 1922 og

15. maí 1928, leystur frá störfum 16. febrúar 1929.

Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið. Björn Þórðarson skipaður í stjórnarnefnd Styrktarsjóðs Hjálmars kaupmanns Jónssonar, 22. nóvember 1923 og bréf frá Birni þar sem hann biður um að vera leystur frá störfum, 16. september 1947.

Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. Björn Þórðarson skipaður sáttasemjari í vinnudeilum o.fl.,

25. ágúst 1926, framlengt 19. desember 1928, 8. október 1938 (vantar skipunarbréf frá 1932) og

10. nóvember 1941 til 1942.

Lagadeild Háskóla Íslands. Staðfesting frá Lagadeild á að Björn Þórðarson sé doktor í lögum,

26. mars 1927.

Kristján konungur tíundi skipar Björn Þórðarson lögmann í Reykjavík, 21. desember 1928, veitingarbréf sent 19. janúar 1929.

Société des Nations. Bréf til Björns Þórðarsonar, 2. maí 1928.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Björn Þórðarson fær greidda þóknun og útlagðan kosnað vegna Brunabótafélags Íslands, 19. nóvember 1928.

Dóms- og kirkjumálaráðherra. Björn Þórðarson skipaður í nefnd um endurskoðun hegningalaga,

1. maí 1928, bréf hans um úrsögn úr nefndinni, 30. október 1932 o.fl.

Skrá yfir skjöl, bækur og muni tilheyrandi skrifstofu hæstaréttar, sem Björn afhendir Sigfúsi M. Johnsen viðtakandi hæstarjettarritara, 2. janúar og/eða 7. mars 1929.

Kristján konungur tíundi. Leyfisbréf um að Karl Guðmundsson og Þórunn Jónsdóttir megi ganga í hjónaband, 27. maí 1929.

Þórunn Jónsdóttir var í vist hjá Birni og Ingibjörgu og var brúðkaupsveislan haldin þar.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Björn Þórðarson settur dómari í málinu: „Réttvísi og valdstjórnin gegn Hans A. Svane o.fl.“, 23. maí 1938.

Ríkisstjóri Íslands. Björn Þórðarson skipaður forsætisráðherra í ráðuneyti Íslands, 16. desember 1942.

Forseti Íslands. Björn Þórðarson sæmdur heiðursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins, 8. júlí 1944, með því eru fleiri bréf um sama mál, 1944-1945.

Fjármálráðuneyti. Bréf vegna lífeyrismála, 30. nóvember og 23. desember 1944.

Forsætisráðherra. Björn Þórðarson beðinn um að taka sæti í nefnd um ritum sögu Alþingis og verður jafnframt ritstjóri, 18. desember 1944.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Björn Þórðarson skipaður í nefnd um framtíð Skálholtsstaðar, 15. júní 1948.

Menntamálaráðuneyti. Björn Þórðarson skipaður prófdómari við próf í lögfræði við Háskóla Íslands,

27. apríl 1945, 4. maí 1951 og 12. apríl 1957.

Menntamálaráðuneyti. Björn Þórðarson taki sæti í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um prófessorsembætti við laga- og hagfræðideild Háskóla Íslands, 7. ágúst 1948.

British Legation Reykjavík. Björn Þórðarson sæmdur orðunni „The King´s Medal for Service in the Cause of Freedom“, 10. september 1948 og bréf um að Björn fái orðuna sjálfa, 21. febrúar 1949.

Forseti Íslands. Björn Þórðarson sæmdur stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, 1. ágúst 1949. Leiðbeiningar um fálkaorðuna og úrklippur úr blöðum.

Menntamálaráðuneyti. Björn Þórðarson meti hæfni umsækjenda um prófessorsembætti við laga- og hagfræðideild Háskóla Íslands, 5. maí 1950.

The American- Scandinavian Foundation. Björn Þórðarson taki sæti sem „Honorary Trustee of the Foundation“, 7. desember 1950 og svarbréf frá Birni, 25. janúar 1951.

Forseti Íslands. Björn Þórðarson skipaður formaður nefndar sem geri tillögur um veitingar afreksmerkis hins íslenzka lýðveldis, 25. nóvember 1950 og bréf um að hann sé leystur frá störfum, 20. febrúar 1958.

Forseti Íslands. Björn Þórðarson sæmdur heiðurspeningi til minningar um Svein Björnsson forseta,

27. febrúar 1953, með því eru fleiri bréf um sama mál.

Menntamálaráðuneyti. Björn Þórðarson er skipaður einn af útgáfustjórum „Nordisk kulturleksikon“,

10. apríl 1953, svarbréf Björns, 18. október 1953 o.fl.

Menntamálaráðuneyti. Björn Þórðarson skipaður til að vera prófdómari við embættispróf í lögfræði,

12. apríl 1957.