·Viðskiptamannabók ca 1868-1890, farin úr bandi, kjölur laus; á kili stendur gylltum stöfum Ledger. Aftast í bókinni má finna rifrildi úr skrifblokk með ýmsu blýantskroti, útreikningum og fl.
·Sjóðbók ca. 1892-1895, skuldir og inneign. Á fremstu síðu stendur: Folk fra Reykjavik og Seltjarnarnes. Á kili stendur: Cash Book.
·Viðskiptamannabók, kladdabók, ca 1896-1899. Framan á kápu er ill- eða ólæsilegur miði, sennilega: Clade Bog, eitthvað stendur þar fleira: Reykjavik? Fremst í bókinni er tómt umslag með ýmsu blýantskroti, á því stendur m.a. Hr. ? G. Olsen.
·Registur til Skbg 2. Skuldabók. Fremst er prentað: Standard Exercise Book.
·Tvö nafnaregistur með númerum við hvert nafn; annað vantar kápu á fremra spjaldið.
Skráð: Ragnhildur Bragadóttir
[1] Reikningur viðskiptamanna, debet og kredit, í stafrófsröð. Við bókina er heftur kladdi, sem er registur við hana.
[2] Reikningur viðskiptamanna í stafrófsröð.
[3] Reikningur viðskiptamanna, dedet og kredit, í stafrófsröð.