Formáli fyrir skjalasafninu frá Pálínu Sigurbergsdóttur.
Yfirlit yfir gögn sem komu með safninu.
Listi yfir nemendur sem hafa lokið sveinsprófi hjá Pálínu Sigurbergsdóttur og Sólveigu Halldórsdóttur, 1960-1971.
Listi yfir nemendur sem hafa lokið sveinsprófi hjá Pálínu Sigurbergsdóttur, 1969-1990.
Verslunarráð Íslands. Bréf þar sem umsókn hárgreiðslustofunnar Valhallar h.f. um inngöngu í Verslunarráð Íslands hefur verið samþykkt, 19. ágúst 1976.
Bréf þar sem eigendur húseignarinnar Óðinsgata 2 samþykkja að hárgreiðslustofa sé rekin í húsinu, 21. september 1976.
Borgarlæknir. Heilbrigðismálaráð samþykkir leyfi til að reka hárgreiðslustofu í húseigninni Óðinsgötu 2,
24. september 1976.
Menntamálaráðuneytið. Ráðuneytið skipar Pálínu Sigurbergsdóttur meðprófdómara í hárgreiðslu við Iðnskóla Reykjavíkur skólaárið 1980-1981, 4. desember 1980.
Iðnfræðsluráð skipar Pálínu Sigurbergsdóttur í sveinsprófsnefnd í hárgreiðslu, 31. mars 1981.
Afrit af skipunarbréfi sveinsprófsnefndar, 1. apríl 1981.
Valhöll hárgreiðslustofa. Bréf til viðskiptavina þar sem Pálína Sigurbergsdóttir segist hætta störfum og Kristín Sigurbjörnsdóttir taki við stofunni, líklega í ágúst 1990.
Vottorð á ensku um að Pálína hafi verið með eigin hárgreiðslustofu um margra ára skeið o.fl., án árs.
Ávarp, flutt af Pálínu Sigurbergsdóttur formanni Meistarafélagsins, á Galakvöldi eftir Norðurlanda-keppnina í Kaupmannahöfn 1973.
Erindi flutt af Pálínu Sigurbergsdóttur á fundi með starfsfólki hennar, eftir námskeið sem hún fór á til Kaupmannahafnar hjá fyrirtækinu Wella, 1973.
Ávarp flutt af Pálínu Sigurbergsdóttur á árshátíð hjá hárskerameisturum 1975. Þá var Pálína formaður Hárgreiðslumeistarafélagsins.
Erindi flutt af Pálínu Sigurbergsdóttur á fundi með félagskonum á Álftanesi, 1986.
Þakkarkort frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, án árs.
Náms- og verðlaunaskjöl 1983-1989 eru í örk 1 í öskju 3.