Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

1.Ferðlög íslenskra, danskra og þýskra heyrnarlausra, án árs:

    • Ferðalag til Þýskalands: Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Gunnar Arnarsson, Þórdís Unnur Þórðardóttir, Unnur Dóra Norðfjörð og Anne Grethe Bak Pedersen og Rúnar Björgvinsson, túlkur, ásamt konu sinni Jóhönnu Höllu Þórðardóttur.
    • Hringferð um Ísland með Þjóðverja í heimsókn.

2.Ýmislegt:

    • Viðtal við heyrnarlausa um að tilheyra minnihlutahópi og vera fatlaðir.
    • Viðtal við heyrnarlausa sem fóru til Svíþjóðar á menningarhátíð heyrnarlausra í júlí 1990.
    • Viðtal við Berglindi Sigurðardóttur um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
    • Haukur Vilhjálmsson segir frá textasíma o.fl.
    • Berglind Sigurðardóttir segir frá heyrnarlausum sem minnihlutahópi og fötluðum.
    • Heimsókn í Gamla kompaníið og viðtal við Emil verkstjóra en fjórir heyrnarlausir unnu þar.
    • Æfing heyrnarlausra í keilu og viðtal við Gunnar.
    • Heimsókn til Hallgríms Guðjónssonar og ferð í réttir.
    • Sumarbústaður og gömul mynd, líklega frá 1936 eða 1946.

3.Dagur heyrnarlausra 1995: Tónlist augans í Listhúsi í Laugardal, ganga niður Laugarveg og opið hús hjá Félagi heyrnarlausra.

4.Klúbbur 37 fer í ferðalag að Þingvallavatni vorið 1990.

5.Ferð í Skorradal og gróðursetning trjáa 30. júní 1990.

6.Myndir frá október 1990:

    • Haukur Vilhjálmsson segir frá textasíma.
    • Berglind Sigurðardóttir talar um heyrnarlausa og minnihlutahópa.
    • Unnur Dóra Norðfjörð segir frá Svíþjóðarferð.
    • Haukur Vilhjálmsson heimsækir fyrirtækið GKS þar sem heyrnarlausir vinna.
    • Trausti Jóhannesson segir frá barnamóti, fótbolta, billjard og keilu.

7.Myndir frá júlí 1996:

    • Færeyjaferð
    • Viðtal við Gunnar Salvarsson, skólastjóra um heyrnleysingjaskóla.
    • Grískt kvöld þar sem Eyrún Ólafsdóttir syngur á táknmáli.
    • Sumarbústaður heyrnarlausra í Skorradal 5 ára.
    • Ágústa námsráðgjafi kynnir að Menntaskólinn við Hamrahlíð bjóði heyrnarlausum og heyrnarskertum inngöngu í skólann með túlk.
    • Skoðunarferð til Nesjavalla, Þingvalla og Stóra-Hraun á Eyrarbakka þar sem var heyrnleysingjaskóli 1893-1908.
    • Haukur Vilhjálmsson segir frá Stóra-Hrauni.
    • Háskóli íslands um túlka í námi.
    • Frá Norræna húsinu þar sem fjallað var um hlutfall heyrnarlausra í heiminum og fjölgun þeirra í vissum heimsálfum.
    • Frá Kaupmannahöfn til þess að skoða aðstæður vegna heimsleika heyrnarlausra í íþróttum 1997.
    • Anna Jóna segir frá starfsemi Félags heyrnarlausra og þakkar fyrir samstarfið og hættir sem formaður félagsins.
    • Haukur Vilhjálmsson með tilkynningar.