Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Bréfa- og málasafn 1963-1980.

Skjöl tengd Viðskiptaráðuneytinu, bréf send af K.Í. til ráðuneytisins, ráðherrum á hverjum tíma, þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, Lúðvík Jósefssyni,Ólafi Jóhannessyni og Svavari Gestssyni eða ráðuneytisstjórum og skrifleg svör þeirra og ýmis fleiri gögn sem tengjast ráðuneytinu og K.Í. á einhvern hátt. Einnig ýmis erindi send af ráðuneytinu til K.Í. til umsagnar, m.a. varðandi einstök mál og reglugerðir sem áformað er að taka upp á Íslandi og ráðuneytið hefur viljað fá umsögn Kaupmannasamtakanna t.d. á viðskiptasamningum og fríverslunarsamningi við Evrópulönd, EFTA, ennfremur erindum varðandi tollamál. Ennfremur eru ræður ráðherranna á aðalfundum Kaupmannasamtakanna og Verslunarráðs Íslands (texti ÓSB).

Bréfa- og málasafn 1947-1982.

Skjöl frá Félagi Matvörukaupmanna og Félagi kjötverslana.

Tvö frumvörp til laga. um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanks Íslands um nýtt gengi krónunnar 1968. Um verslunaratvinnu frá 1967/1968.

Bréf frá Mats Vibe lund, ljósmyndara til K.Í. 1981 varðandi afgreiðslu- og bókunargjald.

Reglugerð um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík frá 1971, staðfest samþykkt um hana o.fl.

Yfirlýsingar, fyrirvarar, sérálit, sérstakar greinargerðir ýmissa nefndarmanna í

Nefnd til að semja lög og að löggjöf um eftirlit með einokun, hringamyndum og verðalagi.

Nafnalisti að tilnefningu 20 nefndarmanna fyrir hverja þeir mættu.

Kauptaxtar. Afrit bréfs frá KÍ. 1969 til Kaupmannasamtakanna í Danmörku og Noregi varðandi verðlagsmál og svar frá Danmörku.

Bréf til KÍ. frá eiturefnanefnd til upplýsingar um eiturefni og hættuleg efni og frágang þeirra.

Ýmsar ályktanir bornum fram og samþykktar á fundum félaganna um margskonar mál t.d.: Dómur í máli um of háa álagningu og mótmæli yfir dómnum.

Listar yfir fundarmenn á fundi 1947, þar sem samþykkt var að hætta allri lánsverslun.

Undirrituð samþykkt fjölda kaupmann þar sem samþykkt var að loka verslunum í verkfalli VR félaga o.fl. (texti ÓSB, litið breyttur).

Óskar Jóhannesson, grein Kærður fyrir okur á gosdrykkjum, 1963.