Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Bréfa- og málasafn Ægis 1992–2007. Gögn ritara og fleiri. M.a. minningartónleikar um Sigfús Halldórsson 1997.

Arkir 1-7

Bréfa- og málasafn 1992–1994. Úr fórum Einars Bjarnasonar / Einar Bjarnason. M.a. innlend og erlend bréf, samfundarfréttir frá apríl 1993, stöku dagskrár funda og yfirlit yfir nefndir Ægis o.fl.

Bréfa- og málasafn 1996–1997. M.a. skeyti og gjafabréf í tilefni 40 ára afmælis Ægis, mætingaskrár, ritaragögn Lionsþings 1997 og heftið „Höldum þeim inni – Að halda í nýliðana“ eftir Jón Gröndal.

Bréfa- og málasafn 1997–1998. M.a. yfirlit yfir mætingar Ægisfélaga, ljóð, fjáraflanir o.fl.

Minningartónleikar um Sigfús Halldórsson 19. október 1997. Ýmis skjöl varðandi undirbúning og framkvæmd tónleikanna, m.a. nótur, reikningar og tvær spólur með upptökum af tónleikunum.

Bréfa- og málasafn 1998–2002. Mest úr fórum Arthur R. Moon, innlent og erlent. Hér m.a. um Rauðu fjöðrina, nefndarstörf, mætingarskrár o.fl.

Bréfa- og málasafn 2004–2007. M.a. um Færeyjaferð 2004 og Sólheima.

Fáein ódagsett bréf og skjöl. M.a. skjal þar sem Jóhann Sverrisson flugstjóri er boðinn velkominn í Ægi.