Bréfa- og málasafn Ægis 1966–1997, mest tengt fjölumdæmi Lions nr. 109 á Íslandi (L–109). M.a. fréttabréf L–109 A, Lionsþing, félagatöl, handbækur o.fl.
Arkir 1-19
Bréfa- og málasafn 1966–1967. Einkum tengsl við umdæmisstjórn, m.a. nokkrar fundargerðir formannafunda og tilkynningar um heimsóknir Ægisfélaga í aðra klúbba.
Bréfa- og málasafn 1967–1968. M.a. félagatal Ægis o.fl.
Bréfa- og málasafn 1970–1972.
Bréfa- og málasafn 1974–1978. M.a. ýmislegt um félagsstarf Ægis, mætingaskýrslur og mætingareglur, félagatal, hjálparsjóð o.fl. Einnig skýrsla samfundar Lions frá 1977, reglugerð um klúbbfána, starfsreglur um Norræna samstarfsráðið, bæklingur um fjölumdæmi Íslands frá 1978, Lionsþing o.fl.
Bréfa- og málasafn 1983–1984. M.a. fundargerðir umdæmisstjórnar, skýrslur um mætingar o.fl.
Siðameistari – Námskeiðsgögn frá ca. 1984.
Ræðunámskeið 12. febrúar 1984. Námskeiðsgögn og handbók í ræðumennsku.
Bréfa- og málasafn 1984–1986. M.a. fundargerð umdæmisstjórnar frá ágúst 1984.
Lionsþing 1984 í Hafnarfirði. Dagskrá þingsins og skjöl, m.a. drög að framtíðaráætlun Lions.
Lionsþing 1985–1987 á Egilsstöðum, Kópavogi og Reykjavík. M.a. árituð dagskrá frá lokahófi í Valaskjálf 1. júní 1985, dagskrá frá 1986 og ávarp Þórhalls Arasonar umdæmisstjóra sama ár.
Lionsþing 1993 í Kópavogi. M.a. blað þingsins og þinggögn.
Lionsþing 1994 í Þorlákshöfn. M.a. dagskrá þingsins og auglýsing um þingið 1995 í Hafnarfirði.
Ritaraskóli á Lionsþingi á Akranesi 1996. Námskeiðsgögn.
Lionsþing 1996 á Akranesi. Kynningarbæklingar o.fl.
Lionsþing 1997 á Vestfjörðum. Kynningarbæklingar o.fl.
Fréttabréf L–109 A. 1983–1984 og 1992–1993, 4. tbl.
Útgefið efni fjölumdæmisins: Markmið og leiðir Lionsklúbbanna frá ca. 1964. Framtíðaráætlun Lions frá 1986. Handbók fyrir klúbbstjórnir og svæðisstjóra. mismunandi útgáfur frá 1986–1994 auk eldri draga.
Félagatöl fjölumdæmisins. 1976–1977, 1982, 1983–1984, 1994–1995.
Lioness Club og Leo: Kynningarefni um kvennastarf Lions og starf Lions fyrir 14–28 ára ungmenni.