Samningar um kaup og kjör ýmissa stétta/ verkalýðsfélaga; aðallega fyrir FF, FM (SMS),
við ÍSAL og SVG1969-1989, ýmsar sérkröfur og bréf Félags matreiðslumanna.
40 ára afmælisrit Félags framreiðslumanna og Félags matreiðslumanna 1927-1967
stofnað 12. febrúar 1927.
50 ára afmælisrit Félags matreiðslumanna og Félags framreiðslumanna 1927-1977
60 ára afmælisrit Félags framreiðslumanna og Félags matreiðslumanna 1927-1987.
Félag bryta
Formáli
Sextán brytar á farskipum stofnuðu með sér félagsskapinn í Reykjavík 16. febrúar 1955. Tilgangur félagsins var m.a. að efla samtök og samvinnu þeirra, sem lögskráðir eru sem brytar á íslensk farþega-, farm og varðskip.
Skjalaskrá
Fundargerðabók12.9.1962-8.6.1964.
Merki félagsins í bígerð.
Samningur um kaup og kjör bryta 1965 o.fl.
Bakarasveinafélag Íslands
Formáli
Félagið var stofnað þann 5. febrúar árið 1908 í Þingholtsstræti 9, á heimili Guðmundar Guðmundssonar bakarasveins. Stofnendur félagsins voru 16 talsins, 15 Íslendingar og einn Dani, P. O. Andersen.
Á stofnfundinum var lagt fram frumvarp til laga fyrir félagið og var það samþykkt breytingalaust. Í þeim kemur meðal annars fram nafn félagsins og tilgangur þess skv. 2 gr. laganna, en hann var sá, „að efla og vernda vellíðan og hagsmuni manna á Íslandi, er bakaraiðn stunda, halda uppi rétti þeirra gagnvart vinnuveitendum og öðrum stéttum að svo miklu leyti, sem unnt er að tryggja bökurum sæmilega lífsstöðum í framtíðinni. Ennfremur að styðja að megni af öllu því, sem lýtur að fullkomnun og framförum í bakaraiðn“.
Fyrsta stjórn félagsins var síðan kosin og í henni voru Sigurður Á Gunnlaugsson, formaður,
Kristján P. Á. Hall, ritari og Kristinn Þ. Guðmundsson, gjaldkeri.
Skjalaskrá