Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Sjóðbækur 1943-1949, 1956-1964.

Iðnskólinn í Reykjavík – gögn tengd bíliðnanámi

Iðnskólinn í Reykjavík tók til starfa 1. október 1904 og byggingu iðnskólahússins við Lækjargötu lauk haustið 1906.Heimsstyrjöldin síðari var vítamínsprauta á starf skólans, en árið 1942 - 43 eru nemendur orðnir 571 í 43 iðngreinum eða nær tvö hundruð fleiri en árið á undan.Er þetta mesta fjölgun nemenda milli ára sem um getur í sögu skólans. Árið 1946 hófust framkvæmdir við byggingu nýs iðnskóla á Skólavörðuholti.

Verkinu miðaði seint, en þegar ákveðið var að halda iðnsýninguna 1952 í húsakynnum skólans var byggingunni hraðað og var hægt að hefja kennslu í öllum bekkjum í hinum nýju húsakynnum í mars 1955 og þar hefur skólinn starfað fram á þennan dag.Á skólaárinu 1997-98 luku 329 iðnnemar burtfararprófi.

Skjalaskrá