Fundargerðir 1962-1973.
Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík FLRR.
Fundargerðabók IV, Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík FLRR. Stjórnar- aðal- og félagsfundir,
10. maí 1962 til 28. nóvember 1966.
Fundargerðabók V, Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík FLRR. Stjórnar- aðal- og félagsfundir,
12. desember 1966 til 24. apríl 1972. Aftast í bókinni er blað með upplýsingum um hvar eldri fundargerðabækur eru geymdar og aftan á því er nafnalisti. Einnig er blað til skuldbindingar um að viðkomandi hlíti lögum Félags löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík, ein undirskrift er á blaðinu.
Fundargerðabók VI, Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík FLRR. Stjórnar- aðal- og félagsfundir,
3. maí 1972 til 19. nóvember 1973. Fremst í bókinni er afrit af bréfi til verðlagsstjóra frá Árna Brynjólfssyni, 21. janúar 1972.