Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Fundargerðir 1944-2005.

Ýmsar fundargerðabækur.

Fundargerðabók. Innkaupsamband rafvirkja, stofnfundur, stofnsamningur, samþykktir fyrir hlutafélagið, stjórnarfundir og hluthafafundir, 9. janúar 1944 til 28. janúar 1953. Aftast í bókinni eru listar yfir eigendur hlutabréfa í Innkaupasambandinu. Fremst í bókinni er fundarboð Innkaupasambands rafvirkja hf., 12. janúar 1954.

Fundargerðabók. Stofnun og slit hlutverkafélags til að annast tryggingar allskonar rafmagnstækja o.fl., 14. febrúar 1952 til 23. mars 1956. Aftan við fundargerðirnar er umboð til Jóns Magnússonar frá Jóhanni, 15. mars 1956.

Reikningar Menntunarsjóðs LÍR, 31. desember 1969 til 1. janúar 1982. Fremst í bókinni eru yfirlit frá 1981-1982 og 1975.

Gjörðabók Menntunarsjóðs LÍR, fræðslunefnd, 6. maí 1970 til 28. október 1983. Fremst í bókinni er afrit af bréfi til stjórnar Söluumboðs LÍR frá Siguroddi Magnússyni, 17. október 1974 og afrit af samþykkt frá aðalfundi 7. október 1977.

Fundargerðabók. Rafverktakafélag á Austurlandi (FRA Félag rafverktaka á Austfjörðum). Stofnfundur, aðal- og félagsfundir, 18. september 1971 til 18. nóvember 2005.