Ljósmyndir 1945-1995.
Kassi
Árshátíð SVG?, myndir teknar á Hótel Sögu, án árs.
Umslag 1
Sveinspróf á Þingvöllum 19. september 1945.
Mynd merkt 74
Undirbúin hefur verið veisla í stóra salnum á Hótel Valhöll á Þingvöllum í tilefni af merkum atburði í sögu íslenskrar veitingastarfsemi. Haldið hefur verið fyrsta sveinsprófið í framreiðslu og matreiðslu þann 19. september 1945.
Mynd merkt 75
Nýbakaðir matreiðslu- og framreiðslumenn ásamt dómnefnd og gestum. Við borðið sitja, talið frá vinstri: Eingar Gíslason iðnráðsfulltrúi, Margrét Árnadóttir, Ragnar Guðlaugsson, Guðrún Eiríksdóttir, Jón Guðmundsson á Brúsastöðum og Friðsteinn Jónsson.
Mynd merkt 76
Fyrstu framreiðslumennirnir sem luku sveinsprófi voru: Árni Guðjón Jónasson, Stefán Þorvaldsson, Trausti Magnússon, Tryggvi Steingrímsson og Theódór Ólafsson. Í prófnefnd voru: Steingrímur Jóhannesson, Helgi Rosenberg og Edmund Eriksen.
Mynd merkt 77
Fyrstu matreiðslumennirnir sem luku sveinsprófi voru: Hólmfríður María Jensdóttir, Sveinsína Guðmundsdóttir, Þorgeir Pétursson, Kristján Ásgeirsson, Þórður Sumarliði Arason, Böðvar Steinþórsson og Kjartan Guðjónsson. Í prófnefnd voru: Þórir Jónsson, Alfred Rosenberg og Lúðvík Petersen.
Mynd úr salnum, með henni fylgja tveir miðar með nöfnum.
(Heimild: Gylfi Gröndal. Gestir og gestgjafar, bls. 129-130).
Mynd. Hádegisverðurinn í sveinsprófinu. Á miða sem fylgir myndinni er ritað: Frá vinstri: Ragnar á Hressingaskálanum, Friðsteinn, Jón Guðmundsson, Axel Sigurðsson Gullfossi standa kringum borðið.
Hópmynd. Á miða sem fylgir myndinni er ritað: Fyrsta sveinspróf í matreiðslu og framreiðslu. Haldið á Þingvöllum og sagt frá því í tímaritinu Gestgjafinn 1951 (samkvæmt Lóu).
Umslag 2
Myndir frá fundi STEFS og SVG, fyrsti samningurinn, líklega 1954. Lúðvík Hjálmtýsson og Jón Leifs fóru fyrir samninganefndum.
Umslag 3
Ferðalag SVG til Kaupmannahafnar, hópmyndir, 1959. Sigursæll Magnússon gaf myndirnar í október 1996.
Umslag 4
Stjórn SVG 1960. Standandi frá vinstri: Ragnar Guðlaugsson, Halldór Gröndal, Friðsteinn Jónsson. Sitjandi frá vinstri: Pjetur Daníelsson, Lúðvíg Hjálmtýsson formaður og Þorvaldur Guðmundsson.
Umslag 5
Ársfundur NHR í Þjóðleikhúsinu, 3.-4. júlí 1961.
Umslag 6
Stjórn SVG ásamt framkvæmdastjórn 1961-1963. Frá vinstri: Sigursæll Magnússon, Ragnar Guðlaugsson, Þorvaldur Guðmundsson, Lúðvík Hjálmtýsson formaður, Jón Magnússon framkvæmdastjóri, Halldór Gröndal og Pjetur Daníelsson.
Umslag 7
Árshátíð SVG á Hótel Sögu, 1966.
Umslag 8
Stjórn SVG 1966-1967. Standandi frá vinstri: Friðsteinn Jónsson, Óli J. Ólason, Konráð Guðmundsson, Sigursæll Magnússon. Sitjandi: Pjetur Daníelsson, Lúðvík Hjálmtýsson formaður og Þorvaldur Guðmundsson.
Umslag 9
Líklega 25 ára afmæli SVG, í Leikhúskjallaranum, 1970.
Umslag 10
Stjórn SVG 1977-1980. Sitjandi frá vinstri: Steinunn Hafstað, Bjarni Ingvar Árnason formaður og Jón Hjaltason. Standandi frá vinstri: Skúli Þorvaldsson, Arnþór Björnsson, Einar Olgeirsson, Steindór Ólafsson, Tómas Guðnason og Emil Guðmundsson. Aftan á myndirnar er stimplað 12. desember 1979.
Umslag 11
Aðalfundur SVG á Höfn í Hornafirði, 1988.
Umslag 12
Skrifað undir samstarfssamning um bókanamiðstöð gistingar vegna HM?, 1995.
Umslag 13
Líklega myndir frá 50 ára afmæli SVG, 1995.
Umslag 14
Líklega stjórnir SVG og framkvæmdastjórnir. Á tveim fremstu myndunum, standandi talið frá vinstri: Friðsteinn Jónsson, Óli J. Ólason, Jón Magnússon, Konráð Guðmundsson, Sigursæll Magnússon. Sitjandi: Pjetur Daníelsson, Lúðvík Hjálmtýsson formaður og Þorvaldur Guðmundsson, án árs.
Á hinum myndanna talið frá vinstri: Sigursæll Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson, Friðsteinn Jónsson, Lúðvík Hjálmtýsson formaður, Jón Magnússon framkvæmdastjóri, ?, Ragnar Guðlaugsson og Pjetur Daníelsson, án árs.
Umslag 15
Stjórn og varastjórn SVG 1988-1994. Talið frá vinstri: Árni Stefánsson, Birgir Jónsson, Bjarni Ingvar Árnason, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri, Wilhelm Wessmann formaður, Hans Indriðason, Guðvarður Gíslason, Gunnlaugur Hreiðarsson, Tryggvi Guðmundsson og Ólafur Laufdal.
Stjórnar- og skrifstofumyndir frá SVG, án árs.
Umslag 16
Stjórn SVG 1968-1970. Sitjandi talið frá vinstri: Pétur Daníelsson, Konráð Guðmundsson formaður og Þorvaldur Guðmundsson. Standandi talið frá vinstri: Geir Björnsson, Óli J. Ólafsson, Sigurjón Ragnarsson og Stefán Ólafsson.
Umslag 17
Myndir, líklega stjórn, framkvæmdastjórn og starfsfólk á skrifstofu. Formaður Áslaug Alfreðsdóttir (1980-1982 og 1994-). Líklega eru þetta fleiri en ein stjórn, án árs.
Umslag 18
Stjórnarmyndir, skrifstofa o.fl., gæti verið stjórn Einars Olgeirssonar (1986-1988) og Erna Hauksdóttir (1984-) framkvæmdastjóri, án árs.
Umslag 19
Mynd af húsi SVG, án árs.