Frístundamiðstöðin Kringlumýri - Askja C-5
Frostheimar; Fjósið 2006-2018
Frostheimar; Fjósið 2006-2018
Eldflaugin, (áður Hlíðaskjól) 2006-2018
Draumaland, Dalheimar 2006-2018.
Brosbær, Bakkasel (og Perlan) 2006-2018.
Álfheimar, Álftabær 2006-2018.
Starfsmannahópurinn samanstendur af einstaklingum með fjölbreytta menntun, ólíkan bakgrunn og viðamikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. Verkefni starfshópsins eru fjölbreytt og mörg krefjast sérhæfingar og sérþekkingar.
Í öllu starfi Kringlumýrar er lögð áhersla á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Þessi ár eru mikilvægt mótunarskeið og því er áhersla lögð á að efla þætti eins og félagsfærni, sjálfsmynd og virka þátttöku með skipulögðum hætti. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa stuðning vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Kringlumýri starfar eftir hugmyndafræði „jákvæðrar nálgunar“ og reynslunáms ásamt lýðræðislegra vinnuaðferða.
Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra. Í þekkingarmiðstöðinni starfa þrír starfsmenn, verkefnisstjóri á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra og tveir ráðgjafarþroskaþjálfar. Þekkingarmiðstöðin er í fararbroddi varðandi vinnu og hugmyndafræði í málefnum fatlaðra. Hún miðlar reynslu og þekkingu til allra frístundamiðstöðva og upplýsir um alla þróun sem á sér stað í málaflokknum sem skiptir starfsemina máli. Þekkingarmiðstöðin heldur utan um veittan stuðning á frístundaheimilum borgarinnar og veitir ráðgjöf inn í starf sértækra jafnt sem almennra félagsmiðstöðva eftir því sem við á. Á frístundaheimilum borgarinnar er veittur sértækur stuðningur til handa þeim börnum sem þess þurfa að áður uppfylltum skilyrðum. Megináhersla er lögð á að hinn sértæki stuðningur efli börnin félagslega og geri þeim kleift að taka þátt í almenna starfinu á eigin forsendum. Sem þekkingarmiðstöð frítímastarf fatlaðra barna og unglinga er það hlutverk Kringlumýrar að vera leiðandi í frítímastarfi fyrir þennan hóp.
Kringlumýri leggur metnað sinn í að veita öfluga og umfangsmikla þjónustu á vettvangi frítímans og býður íbúa hverfisins velkomna til samstarfs.
(af heimsíðu Kringlumýrar)
Afhending skjalasafns: Sigríður Rut Hilmarsdóttir afhenti skjöl Kringlumýrar og starfsstöðva Kringlumýrar
Innihald: Einstaklingsmál, persónumöppur. Áætlanir og umsóknir um stuðning
Tímabil:.2006-2018
Magn:23 öskjur
Skjalaskrá
Flokkur C- Persónumöppur, einstaklingsmál, greiningar, stuðningsskýrslur, einstaklingsáætlanir, áætlanir og umsóknir um stuðning, slysaskráningarblöð o.fl. Trúnaðarmál
Skjölum er raðað að mestu í stafrófsröð starfsstaða og í tímaröð innan hverrar starfsstöðvar.
Skyggnur, slildes frá leikskólastarfinu á ýmsum tímum.
Níu segulbönd (8 mm films) með myndum frá Walt Disney m.a.: Aristocats, Robin Hood, Peter Pan meets Captain Hook, Zorro, Prince and the Dragon, Lion Around, The Dapper Dalmatian o.fl.
Skráð í janúar 2019, GI
Ljósmyndaalbúm og ljósmyndir af leikskólastarfinu frá ýmsum tímum, einnig CD diskar frá 2007 og
án árs.
Vídeospólur, myndbönd frá leikskólastarfinu, hátíðum o.fl.
Ljósmyndir frá leikskólunum frá ýmsum tímum, einnig af starfsmönnum, ferðalögum, hátíðum o.fl.