Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Jón Sigtryggsson var fæddur á Syðri- Brekku í Blönduhlíð í Skagafirði 8. mars 1893.

Foreldrar hans voru þau Sigurlaug Jóhannesdóttir (-1939) húsfreyja og Sigtryggur Jónatansson

(-1916) bóndi á Syðri- Brekkum. Þau eignuðust tólf börn, sjö komust til fullorðinsára, en fimm dóu ung.

Jón fluttist með foreldrum sínum að Framnesi í Blönduhlíð 1895 og dvaldi þar í 25 ár. Hann lauk búfræðiprófi frá bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal. Var bóndi í Framnesi frá 1913-1920 og var jafnframt barnakennari í Akrahreppi 1915-1917. Jón fór utan til náms í lýðháskólann í Askov í Danmörku og dvaldi þar veturna 1921-1923. Kom svo til Íslands og var í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1923-1924.

Jón kvæntist, 17. maí 1925, Ragnhildi Pálsdóttur Leví frá Heggstöðum í Húnaþingi. Þau áttu fimm börn en tvö þeirra dóu ung. Dætur þeirra er upp komust eru Ingibjörg Pála (1926-), Sigurlaug (1927-) og Sigrún Tryggvina (1931-).

Jón var bústjóri að Hjarðarholti í Dölum 1924-1925 og eftir það gerðist hann forstöðumaður og kennari við unglingaskólann á Hofsósi 1925-1926 og bjó um tíma á Sauðárkróki. 1. júlí 1929 var Jón skipaður fangavörður við fangahúsið í Reykjavík og vann þar til 31. desember 1947. Þá gerðist hann dóm- og skjalavörður í Hæstarétti og stundaði það starf til 1. júlí 1959 er hann sagði því lausu. Hafði hann þá jafnframt verið varastefnuvottur Reykjavíkur frá 1945 og aðalstefnuvottur frá 1957. Auk þessa var hann í stjórn Fasteigendafélags Reykjavíkur frá 1952 og varamaður 1952-1957. Sat í stjórnskipaðri nefnd 1957 við að semja reglur um fangelsi landsins og fangahjálp.

Jón Sigtryggsson andaðist 3. desember 1974.

(Heimild: Íslendingaþættir Tímans, 8. apríl 1970 og Íslendingþættir Tímans, 15. mars 1975).

Afhending: Kristín H. Pétursdóttir sendi Svanhildi Bogadóttur í Borgarskjalasafni Reykjavíkur bréfið í pósti í október 2014. Hún segir bréfið vera úr skjalasafni foreldra sinna og hafi líklega komið til landsins með ömmubróður hennar Jóni Pálssyni á Betel.

Tími: 1941.

Innihald: Sendibréf.

Skjalaskrá

Örk 1

Bréf frá Jóni Sigtryggssyni til Þorbergs Halldórssonar frænda hans, 8. ágúst 1941.

Í bréfinu segir Jón deili á sér og sinni fjölskyldu og segir frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi á þeim tíma. Viðtakandi bréfsins var Þórbergur Halldórsson, þá til heimilis á elliheimilinu Betel í Gimli, Manitoba, í Kanada, en líklega hefur bréfið ekki komist til hans.

Bréf frá Kristínu H. Pétursdóttur og minningargreinar um Jón Sigtryggsson og Ragnhildi Leví Pálsdóttur eru aftast í örkinni.

Skrá í nóvember 2015

Gréta Björg Sörensdóttir

Einkaskjalasafn nr. 1b - Ýmis minni söfn - frá öskju nr. 28 - - Askja 32 - Örk 1

Content paragraphs

Bréf frá Jóni Sigtryggssyni til Þorbergs Halldórssonar frænda hans, 8. ágúst 1941.

Í bréfinu segir Jón deili á sér og sinni fjölskyldu og segir frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi á þeim tíma. Viðtakandi bréfsins var Þórbergur Halldórsson, þá til heimilis á elliheimilinu Betel í Gimli, Manitoba, í Kanada, en líklega hefur bréfið ekki komist til hans.

Bréf frá Kristínu H. Pétursdóttur og minningargreinar um Jón Sigtryggsson og Ragnhildi Leví Pálsdóttur eru aftast í örkinni.

Skrá í nóvember 2015

Gréta Björg Sörensdóttir