Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 1
Póstkort systranna Guðrúnar og Þorgerðar, frá ca 1925-1956.
·Mynd af ungri stúlku, sporöskjulagað. Aftan á því stendur m.a.: Elsku systur. Mig lángar til að gefa ikkur eitthvað en jeg hef ekkert nema þessa líti fjörlegu stulku jeg vona að þið geti hengt hana ifir rumið ikkar.
·Jólakort 1931. Aftan á því er þessi vísa: Sæt er heit og saklaus ást / sárt er hana að dylja / eins og það er sælt að sjást / sárt er líka að skilja.
·Jólakort og nýárskort, af þeim eru nokkur glanskort, sum íslensk, önnur erlend, sum árituð, önnur ekki.
·Tækifæriskort. Aftan á einu þeirra er þessi vísa: Stír minni tungu að tala gott. / Og tignar þinnar minnas. / Lát aldrei bagtal agg nje spott í orðum mín finnas.
·Nokkur kortanna eru leikaramyndir, kort eftir frægum málverkum, kort af landslagi í útlöndum, fegurðardísaramyndir, s.n. kelerískort, ljósmyndir, þ.e. landslagskort og sveitabæir í lit; eitt þeirra er ljósmynd af saumaðri mynd á teppi sem sýnir sveitabæ og fólk við vinnu sína á kvöldvöku, teppi þetta er eftir Þórdísi Egilsdóttur og var á sýningu í Reykjavík árið 1930 og prýddi síðar forsetabústaðinn[1], annað kort er af víkingaskipi á Reykjavíkurtjörn, danskt kort af En Bondegaard paa Island, Hvanneyri 1912, Hús Sigv. Thorsteinssonars, Akureyri, skip á rúmsjó, Gullfoss, Ísafjörður, Útsjón yfir höfnina í Stykkisholmi, Solarlag á Breidafjörd, kort af styttu eftir Ásmund Sveinsson áritað af listamanninum með eigin hendi, Þingvellir, Vestmannaeyjar, Heklugosið 1947, kort með ljósmyndum af Reykjavík.
·Kort gefið út af Kjartani Guðmundssyni af kirkjuturni, framan á það er skrifað: Hrafnshreiður á óvenjul.stað. (Gaulverjabæ).
·Kort með upphleyptri mynd af engli í gylltum ramma, frá París, 1922.
·Blómakort úr silki, opnast í miðju og birtast þá upphleyptar myndir af handarbandi karls og konu og blóm á milli.
·Sumarkort, eitt þeirra upphleypt með blúnduverki.
·Minningarkort, 1920.
·Sálmabók með gotnesku letri, gömul og slitin, án kápu.
·HeimilisTíminn 1 1978; 7. árg. 2. nóv., 23. nóv. 1980; 8. árg. 1. marz og 8. marz 1981.
·Íslendingaþættir Tímans, 8. árg. 3. maí 1975.
·Sunnudagsblað. Tíminn, iv. ár, 14. nóv. 1965, 21. maí 1967, , 13. júlí 1971, 13. febr. 1972, 9. apríl 1972, 12. marz 1972, 23. apríl 1972, 2. júní 1972, 23. sept. 1972, 23. jan. 1972, 27. maí 1972, 14. maí 1972, 20. marz 1972, 7. okt. 1972, 25. nóv. 1972.
·Herópið, jólin 1968.
·Æskan. Barnablað með myndum, 49. árg. maí 1948.
·Hræðileg meðferð á barni: Níu ára drengur finnst úti í haga nær dauða en lífi. Hlýtur ævilöng örkuml vegna vanhirðu og ills aðbúnaðar. Ljósrit úr Öldinni okkar, 1924 (sennilega).
·Mannskaðinn á Skúla fógeta 10. apríl 1933, ljóð eftir Ágúst Jónsson, Njálsgötu
52 B, úrklippa úr dagblaði.
Kort úr eigu Sólrúnar, ca. 1921-1966?
·Jólakort, s.n. glanskort.
·Afmæliskort, án árs.
·Minningarkort, 1920.
·Kelerískort; Ísland, kona í skautbúningi; Íslensk baðstofa; Íslenskur reiðhestur; Vestmannaeyjar; Laugarnar (í Reykjavík); Konungs-heimsóknin 1907. Konungur stígur á land á Seyðisfirði; Konungs-heimsóknin 1907. Álfaskeið; Alþingisgarðurinn í Reykjavík; Matreiðsluskólinn „Caroline Rest”, Akureyri;
Heylest; s/s Gullfoss; Gullfoss; Þingvellir; Birtingaholti.
·Ljósmynd af Sólrúnu Eiríksdóttur. (Kom í júní 2001).
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 2
·Jólakort, fjölmörg, 1940-1999. Mörg eru teiknuð af íslenskum listamönnum, t.d. Halldóri Péturssyni og Þórdísi Tryggvadóttur og önnur gerð eftir málverkum Guðmundar Þorsteinssonar, enn önnur eru með ljósmyndum eða teiknuð af börnum, ein glansmynd notuð sem jólakort, einnig glanskort, og kort með glimmer.
Afmælisþakkarkort, ca 1979 í umslagi.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 3
3
Kom í febrúar 2001
·Minningargrein, æviágrip. Blaðaúrklippa, ljósrituð: Þorgerður Jónsdóttir.
·Tryggingarbréf, 1943.
·Matseðlar, tveir. Brúðkaup Elísabetar Jóhannsdóttur og Friðjóns Ástráðssonar, 1949.
·Samningar milli Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils og Bifreiðaeigenda í Reykjavík.
·Félagsskírteini í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, 1939.
·Handbók fyrir bifreiðastjóra og afgreiðslumenn bifreiðastöðva. Útg. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill, 1940.
·Nýliðaprófið. Bandalag íslenzkra skáta, eftir HÁS, þriðja útg., aukin og breytt, Reykjavík 1957.
·Leikskrá. Skugga-Sveinn. Sjónleikur í fimm þáttum, 8 atriðum, eftir Matthías Jochumsson, Reykjavík 1933. Inn í skránni er úrklippa: Jóhanna Jóhannsdóttir, söngkona.
·Bók, um náttúrufræði, vantar kápu, illa farin.
·Danskt-íslenskt orðabókarkver. Samið hafa Jón Ófeigsson og Jóhannes Sigfússon. Reykjavík 1922.
·Landafræði. Kennslubók handa framhaldsskólum, eftir Guðmund Þorláksson, IV Almenn landafræði. Reykjavík 1959.
·Landabréf, Jón Hróbjartsson teiknaði kortin. Reykjavík 1957.
·Íslenskar landslagsmyndir. Albúm með myndum úr sígarettupökkum.
·Nokkrar síður úr Morgunblaðinu, föstudaginn 23. júní 2000, þ.á.m. viðtal við Ragnheiði Viggósdóttur: „Boðið til veislu á bréfspjaldi”. Fróðleikur um íslensk og erlend póstkort 1990-1950.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 4
4
Kom í apríl og júní 2001.
·Einkunnarbréf Guðrúnar Jónsdóttur.
·Bólusetningarvottorð og bólusetningarskírteini Þorgerðar Jónsdóttur.
·Ljósmynd á bréfspjaldi.Aftan á henni stendur: Guðrún Jónsdóttir um tvitugt.
·Ljósmynd af fiskverkakonu með kaffibolla og sígarettu.
·Nýja útsaumsbókin. 28 útsaumsteikningar eftir Arndísi Björnsdóttur og
Ragnheiði O. Björnsson. Akureyri án árs.
·Vinaspegill og Tólfsona-kvæði. Söguljóð ort af Guðmundi Bergþórssyni. Útg. Benedikt Ásgrímsson. Reykjavík 1904. Þrjár glansmyndir eru límdar inn í bókina.
·Helga Sigurðardóttir: 150 jurtaréttir. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík1934.
·Upplýsingabæklingur: Royal, úrval af kökuuppskriftum. Auglýsingaspjöld..
·Ljóð.
·Bréf, 1931; brot úr bréfi.
·Símareikningur, 1976.
·Fermingarkort, nýárskort, jólakort ca 1914-1940, þ.m.t. jólakort með áprentaðrivísu eftir Ó.Þ., Ólaf Þorsteinsson, móðurbróður systranna,1925.
·Jólakort 1940-1950.
·Jólakort ca 1950-1970.
·Jólakort ca 1990-1995; útsaumað jólakort (jólatré); fjögur afmæliskort; tvö óárituð jólakort.
·Minningarkort og póstkort ca 1950-1995.
·Afmæliskort ca 1960-2000.
·Sumarkveðjukort, ljóð 1925; glansmynd með ósk um gleðilegt sumar; fermingarkort, upphleypt með blúnduverki og gyllingu, án árs.
·Ættarmót.
·Biblíusögurmyndir, ellefu talsins.
·Grafskriftir: Vilborg Jónsdóttir frá Hárlaugsstöðum, f. 15. október 1866, dáin 10. maí 1940?; Ingigerður Runólfsdóttir, Berustöðum, f. 27. maí 1858, d. 1. janúar 1934, Árni Runólfsson, f. 31. janúar 1864, d. 20. apríl 1943.
·Heillaóskaskeyti, 1926 (fermingardagur). (Kom í júní 2001).
·Mynsturteikning og leiðbeiningar; Álit og tillögur um fræðslu húsmæðra frá nefnd, er skipuð var af Búnaðarfélagi Íslands, 27. október 1927. Reykjavík 1929. Fylgir með xliii. árg. Búnaðarritsins; Náttúrulælningafélag Reykjavíkur: Mataræðissýning, 12. til 14. nóvember 1950, Borgartúni 7. (Kom í júní 2001).
Kom í lok apríl 2001:
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 5
5
·Jólakort ca 1950-1970.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 6
6
·Jólakort ca 1970-1980.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 7
7
·Jólakort ca 1980-1990.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 8
8
·Jólakort ca 1990-2000.
Kom 9. ágúst 2002:
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 9 (Guðrún Jónsdóttir)
9 (Guðrún Jónsdóttir)
·Bréf, 1921, 1937.
·Kaupsamningur, 1901.
·Veðmálabréf, 1905.
·Veðmálabréf (handskrifað), 1907.
·Byggingarbrjef, 1948; byggingarbrjef, 1948 (handskrifað).
·Kvittun fyrir erfðafjárgjald og skiptagjald, 1929.
·Ljóð og vísur, handskrifað, m.a. Sjómannasálmur, eftir H.H. Candberg major,þýddur úr norsku af V.V. Snævar, selt til ágóða fyrir starfsemi Hjálpræðishersins á Íslandi, Bollaparavísur, Gullbrúðkaupskvæði, Piparmeyju harmagrátur, saminn af Einari skálaglam 1929.
·Bíó-prógram: Síðasti bærinn í dalnum.
·Hátíðardagskrá við setningu XI norræna bindindisþingsins í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 31. júlí kl. 19.30.
·Vígsluhátíð Markarfljótsbrúar í Rangárþingi sunnudaginn 1. júlí 1934.
·Leikfélag Reykjavíkur: Skóli fyrir skattgreiðendur, gamanleikur í 3 þáttum, þýðandi Páll Skúlason, leikstjóri Gunnar R. Hansen.
·Sálmur úr Gullna hliðinu, nótur, síður úr tímariti.
·Ber þú mig þrá, eftir James Bland, Snæbjörn Einarsson
·Síður úr Úvarpstíðindum.
·O. Hallesby: Valið. Árni Jóhannsson íslenzkaði. Reykjavík 1926.
·Nýja útsaumsbókin II. Útsaumsteikningar eftir Arndísi Björnsdóttur. Finnbogi Jónsson hreinteiknaði fyrir myndamót. Akureyri.
·Námsbækur fyrir barnaskóla, ca 1950.
Söngskemmtanir:
·Guðmundur Jónsson bariton með aðstoð Fritz Weisshappel. Söngskemmtun í Gamla Bíó í nóvember 1944.
·Guðrún Á. Símonar með aðstoð Þórarins Guðmundssonar, Fritz Weisshappel og Þórhallar Árnasonar, í Gamla Bíó í marz 1945.
·Tónlistarfélagið: Jólaóratóríó. Samkór Tónlistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur, stjórnandi Victor Urbantschitsch, orgel Páll Ísólfsson, desember 1944.
·Tónlistarfélagið: Friður á jörðu. Óratóríó eftir Björgvin Guðmundsson, söntextinn er tekinn úr samnefndum ljóðaflokki eftir Guðmund Guðmundsson. Samkór Tónlistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur, stjórnandi Victor Urbantschitsch, orgel Páll Ísólfsson.
·Söngfélagið Harpa: Samsöngur, með aðstoð hljómsveitar útvarpsins í Tjarnarbúð, söngstjóri Robert Abraham, marz 1945.
·Kvöldsöngur í Landakotskirkjunni, katólsk kirkjutónverk eftir J.S. Bach og G.F. Haendel, einsöngur, blandaður kór og hljómsveit undir stjórn Victor v. Urbantschitsch.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 10 (Guðrún Jónsdóttir)
10 (Guðrún Jónsdóttir)
·Heillaskeyti til Guðrúnar Jónsdóttur og fjölskyldu 1965, 1978, 1991,
·fermingarskeyti Sigtryggs Sigurðssonar 1960.
·Fermingarkort Sigtryggs Sigurðssonar 1960.
·Afmæliskort til Guðrúnar Jónsdóttur, frá ömmu hennar, í umslagi, úr sellólid.
·Jólakort og afmæliskort, m.a. frá ýmsum félagasamtökum, mörg listaverkakort, ca 1960-70.
·Kelerískort; póstkort með myndum af Kaupmannahöfn á harmonikkublöðum, 1954.
·Fermingarboðskort 2002; afmælisboðskort með ljósmynd: Hilmar Bjarnason
70 ára.
·Árelíus Níelsson: Leiðarljós við kristilegt uppeldi á heimilum, í skólum og til fermingarundirbúnings. Reykjavík 1957.
·Gullbrúðkaup Ingigerðar Runólfsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar, Berustöðum, 8. júlí 1931. Tvö eintök.
·Ljósmynd af Guðrúnu Jónsdóttur, ungri, póstkort; ljósmyndakort 1931.
·Sígarettupakkamyndir; súpupakkamyndir.
·Grafskriftir (sálmablöð), ca 1913, 1934-1954, 1976-2002.
Svala færði safninu eftirfarandi 4. september 2003:
·Hjónavígsluvottorð til handa Sigurði Sigtryggssyni og Guðrúnu Jónsdóttur.
·Vegabréf Guðrúnar Jónsdóttur, útg. 1988, 1998.
·Ökuskírteni Sigurðar Sigtryggssonar, Melhaga 9, útg. 1983.
·Bifreiðastöð Steindórs, 1964, meðmælabréf með Sigurði Sigtryggssyni.
·Afmælisljóð til Guðrúnar, 14. maí 2000, eftir Ól. Run.
·Ömmukökur. Kökuuppskriftir.
·Berjabókin, 2. útg., eftir dr. Gunnlaug Claessen og Kristbjörgu Þorbergsdóttur. Reykjavík 1942.
·72 krosssaumsbekkir.
·Kjarnar. Úrvals sögukjarnar o.fl., nr. 3.
·Rímur af Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni, eptir Símon Dalaskáld, reykjavík 1912.
·Revyan 1942: Nú er það svart, maður ! Reykjavík 1942.
·Samkór Reykjavíkur, Karlakórinn Ernir: Söngskrá yrir starfsárið 1943-1944. Söngstjóri: Jóhann Tryggvason. Við hljóðfærið: Ungfrú Anna Sigríður Björnsdóttir.
·Samkór Reykjavíkur: Söngskrá starfsárið 1944-45. Söngstjóri Jóhann Tryggvason. Við hljóðfærið: Anna Sigr. Björnsdóttir.
·Leiðsögn um Þingvelli. Guðmundur Davíðsson tók saman. Reykjavík 1944.
·Útilíf, handbók í ferðamennsku. Jón Oddgeir Jónsson bjó út. Reykjavík, 1943.
·Íslendingaþættir Tímans, 3. árg., 2. tbl., föstudagur 30. janúar, nr. 34.
·30. júní. Blað stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, 1. tbl. maí 1968.
·Myndir úr almanökum og póskortum.
·Jólakort og bréf, ca 2000-2002.
·Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita: Minningarkort
um Þorgerði Jónsdóttur, 2000.
·Minningarkort um Jónínu Þorsteinsdóttur, 1979.
Guðrún og Þorgerður Jónsdætur og Sólrún Eiríksdóttir - Askja 11 (Guðrún Jónsdóttir böggull)
11 (Guðrún Jónsdóttir böggull)
·Brúðkaupskort: Brúðhjónin Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Sigtryggsson,
26. sept. 1940, skrautritað af Jóni Theodórssyni, í umslagi.
Skráð: Ragnhildur Bragadóttir