Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943)
Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943) - Askja 1
Sveinsbréf Jóns Halldórssonar 30. apríl 1897.
Heiðursfélagi Iðnaðarmannafélagsins 12. mars 1936.
Ættartafla Jóns Halldórssonar.
Skrár um Vestfirðingamót.
Umslag með gögnum, merkt: Saga Iðnaðarmannsins.
Hugsjónir Jóns Halldórssonar.
Minningarkort um Jón Halldórsson.
Hlutabréf Menningarfélags Íslands, nr. 47.
Víxlar, reikningar og eitt frímerki.
Nafnalisti yfir teikninemendur veturinn 1907.
Kvittanir fyrir eignarhluta Bjarna Jónssonar í Skólavörðustíg 6B.
Sendibréf.
Nokkir bréfspjöld frá Danmörku og Þýskalandi með engri mynd, 1902-1904, eitt þeirra er áritað snedkersv. J. Halldórsson og hefur fundarboð um „dansfund” í Wittmacks Lokaler, Holmens Kanal, Íslendingafélagsins áprentað, 1904; eitt slíkt bréfspjald er innlent 1912, og hefur áprentað fundarboð Trésmíðafélags Reykjavíkur í Bárubúð; annað bréfspjald er gefið út af Finsen og Johnson og er sent frá Ísafirði 1906 og sýnir Laugarnar við Reykjavík og er skrifað framan á kortið.
Póstkort, 1904-1940, flest send Jóni frá útlöndum Þau elstu hafa óskipta bakhlið og er skrifað á myndahliðina, póstkortabæklingur frá Kanada með 30 “Souvenir Views”, kort af barni og annað af Gunnhildi kóngamóður að rugga vöggu verðandi konungs, þau eru óárituð; einnig nokkur innlend, s.s. Sauðárkrókur, sent 1907 og Múlafoss, sent 1906, og kort frá Reykjavík, Kirkjustræti og fiskþurrkun.
Danskort áritað Jóni Halldórssyni: Dansleikur „upp á gamla móðinn” 12. janúar 1921. Fylgir blýantur með í bandi.
Minningarkort um Jón, 1943, sum einungis lítil spjöld með hluttekningarorðum, mörg önnur með skrautletri og teiknuðum myndum. Eru það hinir ýmsu styrktarsjóðir sem gefa kortin út, s.s. Jarðafarasjóður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, tvær tegundir, minningargjafasjóður Landspítala Íslands, Sálarrannsóknarfélags Íslands, Byggingasjóður K.F.U.M. og K. Minningarsjóður Sigurðar Eiríkssonar, skrautlegasta kortið gefur Styrktarsjóður Skipstjórafélagsins Öldunnar út, Ekknasjóður Reykjavík gaf einnig út skrautlegt kort og Slysavarnafélag Íslands, kort þau eru einnig handskrautrituð.
Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943) - Askja 2
Bekkjarbók: “...zum Abschieds Commers der Tischler Tages Klasse Handwerkschule.” Berlin 1901-1902.
Leiðarvísir. Bók um flatateikningu og rúmteikningu handa Iðnskólanemendum.
Bók með vísum og fyrirlestrum eftir Jón, frá árum hans í Berlín 1901-1902.
Tvær viðskiptabækur.
Þrjár dagbækur, 1897-1902, 1902-1905 og 1929.
Sex bækur með teikningum Jóns, m.a. af húsgögnum og mynstri (frá t.a.m. námsárum hans í Berlín).
Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943) - Askja 3
Heillaóskaskeyti í tilefni af 65 ára og 70 ára afmælis Jóns.
Ein stílabók: Athugasemdir Jóns um sýningu í Árósum 28. ágúst 1909 skrifuð af Jóni, einkum lýsing á skápi.
Prentað mál, bæði innlent og erlent:
Skipulagsskrá Styrktarsjóðs iðnaðarmanna í Reykjavík 1921.
Lög fyrir Landssamband iðnaðarmanna 1939.
Lög KFUM 1921.
Söngför Karlakórsins Vísis 1937.
Lýsing á Þingvallaför Kr. A. Kristjánssonar og Jóns 1928, skrifuð af Kr.
Kristjánssyni, 6 bls.
Skrá yfir muni á Iðnaðarsýningunni í Reykjavík er opnuð var 2. ágúst 1883.
Hálspeningur merktur: „Iðnsýningin í Reykjavík 17. júní 1911. Verkið lofar meistarann”.
Ljósmyndir:
Myndir af kennurum og nemendum Iðnskólans veturinn 1925-1926.
Myndir af kennurum og nemendum Iðnskólans í Reykjavík 1925-1937.
Fjölskyldumyndir, þar af tvær í ramma.
Fjórar ljósmyndir frá Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, ljósmyndari: Breiðdal.
Albúm með ljósmyndum úr ferðalögum.
Ljósmyndir úr ferðalögum, innanlands og utan.
Tvær ljósmyndir frá útför Jóns Magnússonar ráðherra, er gerð var frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943) - Askja 4
Ljósmyndir:
Fjölskyldumyndir.
Ferðamyndir frá Íslandi og útlöndum.
Myndir af Jóni á ýmsum aldri.
Gamalt albúm í útskornu leðurbandi með mannamyndum (fæstar merktar).
Hópmynd í fjöru merkt: „Iðnaðarmenn Bankans í Reykjavík, gjöf til meistarans
sumarið 1899, ágúst. Til Balds og Pedersens”.
Póstkort, flest útlend.
Tvö heillaóskakort í tilefni sjötugsafmælis Jóns 1941, handgerð, skrautrituð með glimmer af Jón Theodórssyni og syni hans Eggerti Th. Jónssyni sem víðfrægir voru fyrir kort sín.
Jóla- og nýárskort, handgerð, skrautrituð með glimmer, ca 1938-40, af feðgunum Jóni Theodórssyni og Eggerti Th. Jónssyni.
Ljósrit: Valtýr Stefánsson: Myndir úr þjóðlífinu. Fimmtíu viðtöl: „Maður er alltaf að læra. Fáeinar endurminningar frá námsárum Jóns Halldórssonar trésmíðameistara.” Reykjavík 1958, s. 151-158.
Ljósrit úr Tímariti Iðnaðarmanna, 5. árg. 3. hefti, júlí-september, 1931: Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari 60 ára.
Ljósrit af formála Jóns Halldórssonar sem jafnframt er útgefandi ritsins: C.C. Hornung: Ævisaga iðnaðarmanns. Rituð af honum sjálfum. Ísl. hefir Sigurður Skúlason. Reykjavík 1934.
Ljósrit af ljóði eftir Freystein Gunnarsson sem birtist í Kvæðum 1987: Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari.
Ljósrit úr Fálkanum, Alþingishátíðarblaði [júní], 1930: Jón Halldórsson & Co.
Þar er að finna m.a. teikningu af húsum Jóns að Skólavörðustíg 6B.
Barst 10. maí 2001 frá Jóni Fr. Jónssyni, ættingja Jóns Halldórssonar, Þórustöðum, Önundarfirði:
Peningaveski úr hömruðu leðri, svart að lit með gylltu letri: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er það merkt: Jón Halldórsson. Á bakhlið er þrykkt merki ásamt nafni Sparisjóðsins, vart þó sjáanlegt lengur. Inni í veskinu er barmmerki Iðnsýningarinnar í Reykjavík 1966: Iðnsýning 66. Merkið er prjónn með haus úr krómuðu járni.
Þann 23. október 2003 færði Þorsteinn Bernharðsson safninu eftirfarandi:
Kvæði ort til Jóns Halldórssonar. Kvæðið yrkir Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld að Kirkjubóli í Bjarnardal, Mosv.hr., V.-Ís., og er það prentað í ljóðmælum Guðmundar Inga.
Um sumarið 2004 barst safninu frá Þorsteini Ferðasaga frá ófriðarárum, ljósrit úr lesbók Morgunblaðsins frá 1. nóvember 1925. Lagt í öskju 4. (JH)
Jón Halldórsson, húsgagnasmiður (1871-1943) - Askja 5
treikningahólkur
Teikning af útskurði af blómi og festingu á húsgagn, án árs.
Teikning af skáp merkt J. Halldórsson, án árs.
Teikning af skáp merkt J. Halldórsson 04.11.04.
Teikning af snapsaskáp merkt Gestur Þórðar, án árs.
Teikningar af Iðnskóla í Reykjavík: Guðmundur H. Þorláksson, 1930:
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, hlið að Ingólfsstræti.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, hlið að Hallveigarstíg.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, kjallari.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, 1. hæð.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, 2. hæð, 2 teikningar.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, 3. hæð.
Teikning af Iðnskólanum í Reykjavík, þversk. um salina, langsk. um samkomusal.
Teikning af konu með epli og mönnum sem standa í kring- einskonar rammi, án árs. Efst á það er ritað: Minkist öll þannig að þetta verði full stærð(Myndin verður þá 17 ½ X 25.
Skráð Sigríður H. Jörundsdóttir/Ragnhildur Bragadóttir/
Gréta Björg Sörensdóttir