Has been reviewed?
Nei
Has inline images?
Off
Svala Nielsen, söngkona
Svala Nielsen, söngkona
Excerpt and/or content of the file

Svala Nielsen, söngkona

Svala Nielsen, söngkona - Askja 1

Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

·Fæðingarvottorð Svölu Sigríðar Nielsen.

·Skólareglubók úr Landakotsskóla 1942-1946, svonefnd Svarta bókin. Í bókinni er að finna, fremst og aftast, prentaðar reglur skólans; handskrifaðar fjarvistir eru þarna skráðar sem og skýringar foreldris á því hvers vegna barnið kom of seint.

·Einkunnabók merkt Svölu úr 10. ára deild Landakotsskóla 1942-1943.

·Spjald með mynd af Maríu guðsmóður. Aftan á því stendur skrifað: Geymdu trygð og trú í hjarta / treystu drottni alla tíð. / Guðdóms ástarbirtan bjarta / brosi við þér ár og síð. Systir M. Clementia 30/3.-46.

·Skírteini um fullnaðarpróf Svölu úr Landakotsskóla vorið 1940. G. Boots skólastjóri ritar undir prófið, Aðalbjörg Sigurðardóttir er prófdómari.

·Grafskrift ekkjufrúar Sigríðar Blöndal, f. 1. desember 1835, dáin 10. september 1913. Sigríður var amma Hjartar Nielsen, langamma Svölu, dóttur hans.

·Mat- og vínseðill frá veitingahúsinu The Midnight Sun Restaurant í Montréal í Kanada. Það var snæddur kvöldverður á Scandinavian Pavilion í tengslum við Expo 67 – heims­sýninguna í Montréal árið 1967. Matseðillinn er áritaður C.C. Thorup. Utan um mat- og vínseðilinn er slegið umslagi með landabréfi að innan;

kortið er ljósrit í lit af landabréfi anno 1539 af Norðurlöndunum ogsvæðinu þar um kring.Á framanverðri kápu er stimplað í bláu heiti Norðurlandanna fimm á þremur málum.

·Kynningarbæklingur: Album Souvenir Book frá Expo 67 í Montréal í Kanada. Ísland er þátttakandi í heimssýningunni.

·Kynningarbæklingur frá Sápu- og kertagerð Hreins; verksmiðjan var staðsett í Skjaldborg við Skúlagötu í Reykjavík og var stofnuð 1922 í þeim tilgangi að framleiða sápur, kerti, skóáburð og aðrar kemískar vörur. Bæklingurinn er prentaður vegna á Iðnsýningarinnar í Reykjavík árið 1924.

·Myndaalbúm með ljósmyndum af leiðmörkum úr Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu. Fært safninu 29. janúar 2002:

·Almanak um árið 1925, 1926, 1932, 1935, 1936, 1938, 1947, 1950; sum hver illa farin.

·Ljósmynd af Hirti Nielsen bryta hjá Eimskipafélagi Íslands 1920-1932.

·Ljósmyndir teknar um borð í Gullfossi?, Lagarfossi, Willemoes 1921; Blankenes 1928, Hjörtur Nielsen á þeirri mynd og sennilega fleirum. Í Fuji Film-umslagi.

·Hörpuljóð. 100 íslenzkir söngtextar. Jón frá Ljárskógum safnaði og gaf út. Ísafjörður 1942. Árituð: Svala Sigríður Nielsen Með beztu óskum um gleðileg jól og gott nýtt ár frá Valgarði. Jól 1943. Inn á kápu bókarinnar eru límdar tvær myndir, við aðra er ritað af Svölu: Valgarður, við hina er skrifað: móðir hans Fanney var hálfsystir móður minnar.

·Jakobína Johnson: Kertaljós. Úrvalsljóð. Reykjavík 1939. Á forsíðu er áritað: Frk. Svala Sigríður Nielsen Með beztu óskum um gleðileg jól og gott nýtt ár frá Ingu, Bjartmar og Valgarði.

·Stefán Júlíusson: Kári litli og Lappi. Saga fyrir lítil börn. Með myndum eftir Óskar Lárus. Reykjavík 1938. Áritun á saurblaði hljóðar svo: Til Lailu frá Eggert og Völlu Jólin 1939. Tvær ljósmyndir eru þarna af Valborgu og Eggerti með Lailu (Svölu) á milli sín. Ein glansmynd er límd innan á kápu.

·Johanne Grieg Cederbla: Æfintýri Péturs og Grétu. Barnasaga. Sigurður Skúlason íslenzkaði. Reykja­vík 1940. Áritun á saurblaði hljóðar: Ungfr. Svala Sigríður Neilsen (svo) Til hamingju með afmælið, 1940. Axel. Innan á kápu er merkt ljósmynd af Axel Helgasyni F. 12 apríl 1913.D 17 júlí 1959.

Svala Nielsen, söngkona - Askja 2 - Trúnaðarmál

Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

·Bók með eiginhandaráritunum; innan á kápu er bókin merkt: Hjörtur Níelsen. Hjörtur var bryti á Hótel Borg; bókin mun þó síðar hafa verið í eigu sonar hans, Sophusar Jörgens Nielsen. Eftirtaldir hafa ritað nöfn sín í bókina:

Áletrun á dönsku, 18.11.1946. Llíklega Wandy Tworek, fiðluleikari

Árni Pálsson (prófessor, 1878-1952 )

?

Hans He?, Vedel, K. v. Howzow

Vilhjálmur Stefánsson 26. 7. 1949 (mannfræðingur og landkönnuður,1879-1962)

M.D. Barley ???

Erling Blöndal Bengtsson; Valdimar Bengtsson, 23.5.1940 (Erling (1932) sellóleikari og prófessor).

Tyrone Power 23.11. 1947 (kvikmyndaleikari 1914-1958)

Stefán Íslandi 13.9. 19­45 (tenórsöngvari, 1907-1994)

Else Brems 28.6. 1946 (mezzósópransöngkona, 1908-?)

Adolf Busch; Hermann Busch 26. 6. 1947 (Adolf var fiðluleikari og tónskáld, 1891-1952; Hermann var sellóleikari, 1897-1975; þeir ásamt bræðrum sínum spiluðu saman í kvartett.

María Markan Östlund; Georg Östlund 27.11. 1946 (María var sópransöngkona, 1905-1995).

Jóhannes S. Kjarval (spjald límt í bókina) (listmálari, 1885-1972)

Jóhann K. Pétursson; Valur Norðdahl (Jóhann Svarfdælingur, einnig títt nefndur “risi” sökum hæðar sinnar, var fjölleikahúsmaður, 1913-1984)

Isman Fnach 22. 6. 1950.

? 29. 6. 1950.

George S. Howard (U.S. Air Force Symphony).

Jerome Kearn??

Bill Du Pree?

Bill Jones?

Isaac Stern 1955 (fiðluleikari, 1920-2001).

Róbert A. Ottósson 9. 1. 1955 (hljómsveitar- og söngstjóri, 1912-1974)

SatchmoLouis Armstrong (jazzleikari og söngvari, 1900-1971).

Daniel Barenboim og Jacquline de Pré (Barenboim er píanóleikari og hljómsveitarstjóri, 1942- ; du Pré var sellóleikari, 1943-1987). Hjónin munu hafa komið hingað 1970.

·Tveir minnispeningar úr málmi, húðaðir með gyllingu og skreyttir lárviðarsveigum og nótum; öðru megin er áletrun: Söngurinn göfgar. Söngför til Ameriku 1946; hinu megin: Karlakór Reykjavíkur tuttugu ára 1926-1946.

·Samningur milli Þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rosinkranz og Svölu 22. apríl 1963 til að syngja hlutverkið Inez í óperunni Il trovatore eftir Verdi.

·Samningur milli Þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rósinkranz og Svölu 5. maí 1965 um hlutverk Suzuki í óperunni Madam Butterfly eftir Puzzini.

·Samningur milli þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rósinkranz og Svölu 22. apríl 1966 um hlutverkið Antonia í óperunni Ævintýri Hoffmanns eftir J. Offenbach.

·Samningur milli Guðlaugs Rosinkranz og Svölu 30. nóv. 1966 um hlutverkið Lady Harriet í óperunni Martha eftir Flotow.

·Samningur milli Þjóðleikhússins og Félags íslenzkra leikara dags. 31. ágúst 1973 um ráðningarkjör í einstök hlutverk.

·Samningar milli Svölu Nielsen og Þjóðleikhússtjóra Sveins Einarssonar um ráðningu í einstök hlutverk í söngleikjum: Rosalinda í Leðurblökunni eftir Johann Strauss, 28. sept. 1973 og Mercedes í Carmen eftir Bizet, 13. mars 1975.

·Samningur milli Musica Nova, Sigurðar Markússonar og Svölu um hlutverk í Amahl og næturgestirnir eftir Gian-Carlo Menotti, 1962.

·Vegabréf Svölu Nielsen 1948, 1951, 1955, 1962, 1966 í plasthulstri merktu Icelandair, Flugfélag Íslands.

·Afmælisdagabók með nöfnum:The Tennyson Birthday Book. From the writings of Alfred Lord Tennyson. Þórunn Nielsen, f. 1868, virðist vera sú elsta sem ritar í hana.

·Ísafjörður aldarafmæli. Hátíðarrit. Dagskrá hátíðahaldanna 15. júlí til 17. júlí. Högni Torfason tók saman. Útg. Afmælishátíðarnefnd Ísafjarðarkaupstaðar.Ísafirði, Prentstofan Ísrún, 1966.

·What do you know about Iceland, 1941?

·Nýárskort 1948, með teikningu eftir Höskuld Björnsson.

·Söngbók yngstu deilda K.F.U.M. og K.F.U.K. Prentsmiðjan Edda h.f. 1940;

árituð Svala Nielsen (barnahönd).

·Bæklingur: Sinfóníuhljómsveitin 1950-53 með myndum af einleikurum og einsöngvurum, m.a.: Hermann Hildebrant hljómsveitarstjórnanda og Diana Eustrati óperusöngkonu; myndirnar eru báðar áritaðar með eigin hendi.

·Leikhúsmál, 1.-5. tbl., 1. árg. 1963; tvö eintök af fyrsta tölublaði.

·Leikrit: Júpíter hlær, sjónleikur í þremur þáttum, eftir A.J. Cronin; Ævar R. Kvaran þýddi. Leikritasafn Menningarsjóðs. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1955, Leikritasafn Menningarsjóðs, nr. 12.

·Tímarit: 19. júní, 18. árg. 1968.

·Rit um ameríska söng- og kvikmyndaleikkonu: Deanna Durbin. Æskuskeið hinnar ungu kvikmyndaleikkonu með myndum, eftir Gunhild Horne – Rasmussen; Sigurður Skúlason íslenzkaði, Reykjavík án árt.

·Sönglagatextar: Hljómsveit Svavars Gests og Lúdósextett og Stefán.

·Kvikmyndarprógram: Casanova den store Elsker.

·Prógröm: Tónlistarfélagið (Blanche Thebom, William Hughes, Isaac Stern, Alexander Zakin, Christian Ferras, Pierre Barbizet), Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (tónleikar og listdans, áritað listamönnunum), Karlakórinn Fóstbræður ásamt einsöngvurum, Söng- og óperuskólinn Vincenzo Maria Demetz, Félag íslenskra organleikara og Tónlistarfélagið (áritað af E. Power Biggs; Söngskemmtun í Gamla bíói (Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sópran), Sigurveig Hjaltested, alt), Kveðjutónleikar í Þjóðleikhúsinu (Tatjana Kravtsenko, Pavel Lísítsían (áritað af þeim)

·Breyting á leikendaskrá: Dora Lindgren (áritað af Doru 9.6. 1953)

·Söngkennslubók eftir Sigfús Einarsson, fyrra hefti, Reykjavík 1924, árituð:

Svala Nielsen 1968.

·Söngkennslubók fyrir byrjendur eftir Jónas Helgason, 6. hepti, Reykjavík 1896.

·Almenn söngfræði handa byrjendum í og utan skóla, eftir Sigfús Einarsson, 2. útg., Reykjavík 1916, merkt Svölu Nielsen á kápu og á bakhlið titilblaðs; á titilblaði merkt Vigdísi Bjarnadóttur frá Akureyjum.

Trúnaðarmál til ársins 2020: Póstkort, nítján að tölu, 1956. Fært safninu í nóvember 2001 í tilefni skjaladagsins 10. nóvember sem helgaður var ástinni.

Svala Nielsen, söngkona - Askja 3

Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

·Plaköt. Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins Sævangi föstudaginn 5. júlí 1974. Svala Nielsen, Jörundur Guðmundsson, Hljómsveit ÓIafs Gauks, Svanhildur og Ágúst Atlason annast fjölbreytt skemmtiatriði.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur létta klassíska tónlist í félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 22. sept. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Einsöngvari: Svala Nielsen, ca. 1979, tvö eintök, annað áritað hljómsveitarmeðlimum.

Fært safninu í nóvember 2001 í tilefni skjaladagsins 10. nóvember sem helgaður var ástinni: Grafskriftir: Ekkjufrú Sigríður Blöndal, fædd 1. desember 1835, dáin 10. september 1913; Þórunn Nielsen, fædd 28. janúar 1869, dáin 14. maí 1941.

·Jólakort, fimm að tölu, handgerð af Jóhönnu Svölu, sonardóttur Svölu.

·Minningarkort, þrjú, Krists konungs kirkja, Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins, Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa: Til minningar um Marzelinu Nielsen er andaðist í febrúar 1969.

·Matseðill: m/s Gullfoss, 1952. Áritaður.

·Teikningar eftir Svölu Nielsen, líklega úr Landakotsskóla, 1942.

·Ljóð: Frelsi, eftir (þýtt að hluta) Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur, sonardóttur Svölu Nielsen.

·Vinnubækur, tvær, A5, með ljóðum, merktar Jóhönnu Svölu. Þarna eru ljóð og teikningar við ljóðin.

·Vinnubók, A4, með ljóðum eftir kunn skáld sem og frumsamin, merkt Jóhönnu Svölu. Fjöldi teikninga við ljóðin. Aftast í bókinni stendur: „Þessi vinnubók er alveg frábær. Skrift, frágangur og allar teikningarnar, allt er þetta mjög vel gert. Síðast en ekki síst eru það svo ljóðin þín, sem er svo gaman að lesa. Geymdu þessa vinnubók vel og lengi.”

·Jólakort, tvö, handgerð af Jóhönnu Svölu, 1992, 1997.

·Plagat: Tobbi trúður.

·Veski úr leðri undir vegabréf, merkt Útvegsbanka Íslands.

Skráð: Ragnhildur Bragadóttir

Barst 1. mars 2002:

·Mappa með teikningum eftir Rafn Ragnarsson, einkason Svölu Nielsen, úr 1. bekk Hagaskóla, 1969, 1970.; tvö próf, annað í dýrafræði, hitt í ensku. Barst 1. mars 2002

·Teikniblokk. Teikningarnar eru eftir Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur, sonardóttur Svölu Nielsen; myndirnar eru teiknaðar 1993. Barst 7. maí 2002:

·Útfararskrár 1994-2002, 70 talsins; Svala Nielsen söng einsöng við flestar útfarirnar.

·Jólasöngvar í Dómkirkjunni, 1994. Fært safninu 5. september 2003:

·Útfararskrár 20.02.2003: Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, d. 2002, Gunnar R. Bjarnason, d. 2002, Jóhannes Eggertsson, d. 2002, Margrét Eggertsdóttir, d. 2003. Fært safninu 23. október 2003:

·Myndaalbúm með ljósmyndum af leiðmörkum úr Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu og minnismerkjum og gömlum húsum víðs vegar um Reykjavík, einkum þó miðbænum.

Hólkur

Plakat eftir Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur: Máluð mynd af unglingi fyrir og eftir vímuefnatöku. Myndina vann Jóhanna Svala í tengslum við skólaverkefni árið 1994 um varnir gegn vímuefnum. Jóhanna var þá 16 ára gömul.

Skráð Ragnhildur Bragadóttir

Skjöl afhent Borgarskjalasafni 24. ágúst 2006

·Félagsblað Íþróttafélags Reykjavíkur: 1. árg. 1926.1. 2. og 4 tbl. 2. árg. og3. tbl. 1927.

·Íþróttablaðið1. árg. 1935 1.-2. tbl. og 5.-6. tbl.

·Þróttur: 1. ár. 1918, 4.tbl.

·2. ár 1919, 2. tbl.

·3. ár 1920, 8. tbl.

·4. ár 1921,4. tbl.

·5. ár 1922,1. janúar, 1. sumardag, 17. júní, 20. des.

·Sundbók ÍSÍ II. hefti með 25 myndum, útg. 1921.

·Sóttvarnarbók. Almennar reglur um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma og Sótthreinsunarreglur 12.10.1912, útg. 1912 á landssjóðs kostnað.

·Efnisyfirlit yfir tónleika o.fl. 1967-1983 og án árs.

Skráð í febrúar 2007, Guðjón Indriðason