Ýmis einkaskjöl
Ýmis einkaskjöl - Askja 1
1
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Tilgangur með stofnun félagsins var að sjá til þess að félagskonur fengju sem bestar útlendar matvörur á sem lægstu verði. Félagafjöldi mátti ekki fara yfir 60. Samkvæmt félagslögumvar félagið pöntunarfélag og áttu félagskonur kost á því að fá vörur fjórum sinnum á ári.
·Fundargerðarbók Húsmæðrafélags Reykjavíkur 4. febrúar 1915 - 3. maí 1919.
·Lög Húsmæðrafélags Reykjavíkur.
·Félagalisti 1915.
·Vélritaðar ársskýrslur Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1925, 1927 og 1932.
Söngfélag verslunarmanna í Reykjavík, Iðunn
Söngfélag verslunarmanna í Reykjavíkvar stofnað 3. nóv. 1879. Á fyrsta fundi var búið að útvega söngkennara, húsnæði og hljóðfæri. Söngæfingarfundir áttu að vera tvisvar sinnum í viku á mánudögum og föstudögum frá 9.00-10.30. Félagsmenn þurftu m.a. að borga 25 aura sektir ef þeir komu meira en 10 mínútum of seint á fundi og ef þeir gengu af fundi áður en honum lauk.
·Fundarbók Söngfélags verslunarmanna í Reykjavík sem nú heitir Iðunn, 3. nóvember 1879-17.desember 1880.
Söngfélagið Harpa
Kaupfélag verkamanna í Reykjavík
Kaupfélag verkamanna var stofnað 29. ágúst 1915. Tilgangur félagsins var að alþýða manna yrði sjálfstæð í verslunarefnum. Þessu átti m.a. að ná með því að sporna við skuldaverslun, versla sameiginlega fyrir félagsmenn, bæta innlenda vöru og fá innflutta gagnlega og vandaða vöru og stuðla að samvinnu allra kaupfélaga í landinu.
Lög Kaupfjelags Verkamanna í Reykjavík.
Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur
Alþýðulestarfélag Reykjavíkur var líklega stofnað 1886.
Í einkaskjalasafni 30 er að finna reiknisbók Alþýðulestrarfélagsins 1902-1923, yfirlit yfir þá
félaga sem greiddu félagsgjöld 1907-1910, bankabók 1901-1902 og skilagrein fyrir árið 1910.
·Gjörðabók Alþýðulestrarfélags Reykjavíkur 1909-1923.
·Skrá ársfélaga 1919
·Reglugjörð fyrir Alþýðulestrarfélag. Reykjavíkur.
·Skrá yfir félaga 1902.
·Skýrsla um starfsemi og hag félagsins 1921.
·Skýrsla um starfsemi og hag félagsins 1922 – 30. apríl 1923.
·Fundarboð og listi yfir ársfélaga.
·Bókalisti.
Lestrarfélag Reykjavíkur
Lestrarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. apríl 1869 og lagt niður 28. apríl 1933. Félagið var stofnað til þess að útvega bækur. Það sá félagsmönnum sínum fyrir bókum sem síðar voru seldar á uppboði meðal félagsmanna eftir að þær höfðu gengið manna á milli. Fjöldi félagsmanna var takmarkaður; í fyrstu gátu einir 36 manns verið félagsmenn en síðar var því breytt í 52 félaga.
·Gjörðabók Lestrarfélags Reykjavíkur 2. apríl 1901-28. apríl 1933.
Ótölusett, aðeins ca. 35. bls. skrifaðar.Bókinni fylgja “Lög lestrarfélags Reykjavíkur, endurskoðuð og
samþykkt áaðalfundi félagsins 19. febrúar 1916, og 4 kvittanaeyðublöð fyrir árstillagi til Lestrarfélagsins.
Sigríður Jónsdóttir, námsmeyja
Guðmundur Sigurðsson, til heimilis að Laugavegi 10, var klæðskeri í Reykjavík. Hann hélt námskeið í fatasaumi fyrir ungar stúlkur.Hópurinn sem er á myndinni útskrifaðist vorið 1917.
Jón Aðalstein Jónsson sonur Sigríðar Jónsdóttur, ein nemendanna, gaf safninu í ágúst 1998.
Ljósmynd af útskrifuðum námsmeyjum vorið 1917.
Jón K. Sigfússon og
Sigríður K. Kolbeinsdóttir
Jón Kristinn Sigfússon var bakari. Hann bjó ásamt konu sinni Sigríði K. Kolbeinsdóttur
á Laugavegi 46B í Reykjavík.
Halldóra Sigríður, dóttir hjónanna, gaf eftirfarandi safninu 18. mars 1998.
Hjónavígslubréf 15. desember 1922.
Fermingarvottorð Jóns K. Sigfússonar.
Kaupfélag Reykjavíkur
Pöntunarskrá Kaupfélags Reykjavíkur árið 1902.
Mánaðarmenn Kaupfélagsins.
Ýmis einkaskjöl - Askja 2
2
Knattspyrnufélagið Þrándur
Stofnað 11. júní 1920. Tilgangur félagsins var að iðka knattspyrnu og aðra útileiki félagsmönnum til líkamlegrar og andlegrar hressingar. Félagið stóð fyrir því að byggja eigin völl á Melunum og var hann vígður 29. maí 1921. Mikill áhugi var fyrir því að stofna unglingalið félagsins en ekkert varð af því.
Ásgeir Ásgeirsson, einn stofnenda félagsins, afhenti safninu skjölin í maí 1977.
Gjörðabók 11. júní 1920-30. apríl 1923.
Fundagerðir stjórnarfunda 5. maí 1923-2. desember 1923.
·Lög félagsins.Fundarboð o.fl.
Rithöfundafélag Íslands
Samningur Rithöfundafélags Íslands við Ríkisútvarpið 1951.
·Bréf o.fl. tengd ofangreindu máli.
·Fundargerðir.
Unglingastúkan Unnur
nr. 38 í Reykjavík
·Fundargjörðir:63. fundur 6. október 1906 - 208. fundur 29. janúar 1911.
·Undirskriftabók, 1922-1930 (nöfn innsækjenda, úrsagnir, dánir).
·Nafnaskrá árið 1. febrúar 1914 - 1. nóvember 1920.
·Ræða Einars H. Kvarans, flutt í Templarahúsinu við jarðaför Oddrúnar Jónsdóttur 19. janúar 1926.
·Höfuðbók jólasparisjóðs 1927.
Sjóðbók framkvæmdasjóða, stofnaður 16. júlí 1922.
Höfuðbók framkvæmdasjóðs ca. 1922-1925.
·Höfuðbók, ca. 1923-1925, með stimpli Magnúsar V. Jóhannssonar, fyrsta gæslumann stúkunnar.
Laus blöð, fáein prentuð og fjölrituð, s.s. dagskrá afmælishátíða, dreifibréf.
Ýmis einkaskjöl - Askja 3
3
Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavík
Jónas Bergmann Jónsson var fæddur8. apríl 1908 á Torfalæk í A.-Húnavatnssýslu.
Kona hans var Guðrún Ögmundsdóttir Stephensen, f. 30. október 1914.
Ýmis skjöl.
·Ýmis póstkort og jólakort.með ljósmyndum, 5. og 6. áratugur 20. aldar.
·Kveðjuspjöld Ríkisútgáfu námsbóka.
·Kveðjuspjald Skóla Ísaks Jónssonar.
·Umslög, tvö, dags. 1956.
Ljósmyndir, tvær.
Sjá einnig skjöl Jónasar í safni Skólaskrifstofunnar öskjur:429, 770, 777 og víðar.
Menningarfélag Íslands
Plagg þetta fannst milli þilja í húsinu Brunnstígur 5 í Reykjavík er því var breytt
og það endurnýjað 1993.
Meðlimir Menningarfélags Íslands 1913.
Bókaverslun M.F.A h/f
Bókaverslun M.F.A. h/f var á Hverfisgötu 8-10.
Reksturs- og Efnahagsreikningur pr. 31. desember 1955.
Einnig eitthvað af reikningum.
Filippus Þorvarðarson
Filippus Þorvarðarson bjó að Vindási, Rangárvöllum.
Kort, m.a. frá 1933.
Jón Axel Pétursson
Jón Axel Pétursson bjó að Hringbraut 75 í Reykjavík.
Bréfið kom frá Sjóminjasafni Íslands, Hafnafirði, í desember 1996.
Sendibréf frá 1955, sendandi Hildur Sivertsen.
Ragna Becker
Bréfið lýsir jarðaför Amelíu Sigurðardóttur, móður Rögnu Becker. Amelía var dóttir Sigurðar Jónssonar fangavarðar. Hún var einn að stofnfélögum Kristilegs félags ungra kvenna (KFUK) og virk í góðtemplarareglunni. Maður hennar var Sigurður Þorsteinsson skrifstofustjóri og bókhaldari hjá Zimsen.
Petra Pétursdóttir var fædd í Reykjavík en varð síðar bóndakona í Lundareykjadal.
-Afhent af Emmy Becker dóttur Rögnu í desember 1996.
-Sendibréf frá 1947, sendandi Petra Pétursdóttir.
Snorri Jónsson
Afhent af Emmy Becker í desember 1996 og sagðist hún hafa fengið það hjá dóttur Snorra. Snorri Jónsson bjó að Baugsvegi 3.
·Sendibréf og skuldabréf frá Sigurjóni Jónssyni, 1947.
Anna Sigríður Johnsen
Afhent af Önnu Sigríði Johnsen í mars 1997.
Lýsing Önnu á sprengjuárás sem gerð var á Kaupmannahöfn 21. mars 1945 og lýsinga
á því þegar stríðinu lauk.
Fuglavinafélagið Fönix
Afmælisfagnaður Fuglavinafélagsins Fönix 7. mars 1938.
Ljóð eftir Marius Ólafsson: Til Fuglavinafélagsins Fönix (F.F.F.) Reykjavík.
U.M.F. Velvakandi
Ungmennafélagið Velvakandi var stofnað 12. maí 1925 og voru stofnfélagar 18 talsins. Markmið félagsins var að vernda íslenskt þjóðerni, vekja þjóðrækni Íslendinga og efla andlegan og líkamlegan þroska þeirra.
Lög og fundarsköp fyrir U.M.F. Velvakandi.
Vilhelmína Böðvarsdóttir
Vilhelmína Böðvarsdóttir var nemandi í H.Í.K. veturna 1952-1954 og nam þar meðal annars heimilisfræði hjá fröken Stefaníu Árnadóttir. Bókin sem hér um ræðir er uppskrift af námsefni er bar heitið Þvottur og ræsting. Farið er ítarlega í gegnum allt sem snýr að þrifum á heimilum hvort sem um er að ræða leirtau eða snyrtiáhöld, gólfþvottur eða fatnaður, og allt þar á milli.
Einnig fylgir safninu mynd af tveimur húsasmiðum tekin á fyrri hluta 20. aldar. Það voru þeir Atli Eiríksson og Ármann Guðmundsson, en hann var frændi Vilhelmínu. Byggingarfyrirtækið Ármannsfell er kennt við hann. Myndin kemur úr búi foreldra Vilhelmínu, þeirra Böðvars S. Bjarnasonar og konu hans, Ragnhildar.
Skrifbók 1952-1953, Þvottur og ræsting, kennt af frk. Stefaníu Árnadóttir.
Ljósmynd: Ármann og Atli. Tekin af Lofti, konunglegum sænskum hirðljósmyndara.
Björn Guðmundsson
kaupmaður
·Útskrift úr veðmálabók, Litra M, Reykjavíkurkaupstaðar. 323. Kaupsamningur Björns Guðmundssonar á kalkofni og kalkhúsi á Arnarhólslóð ásamt lóðaleigu 21.5.1887-30.4.1926. 23. maí 1889. Dönsk þýðing á fyrrgreindu skjali.
·Útskrift af veðmálabók Reykjavíkurkaupstaðar Ltrm (litra) S. No. 2. Uppboð á fiskgeymsluhúsi nyrst á Arnarhólslóð með lóð úr þrotabúi Eyþórs Felixssonar kaupmanns 12. júní 1899. Hæstbjóðandi var Björn Guðmundsson fyrir hönd C. Fredriksen og Co. í Mandal. 10. febrúar 1900. Dönsk þýðing á fyrrgreindu skjali.
·Lóðarleiguafsal Björns Guðmundssonar kaupmanns á lóð í útnorðurjaðri Arnarhólstúns til C. Fredriksen og Co. í Mandal, 6. febrúar 1909. Dönsk þýðing.
Dagbók
Dagbók. Lýsing á póstferð til Búða 20-16. nóvember 1911.
Útgerðakostnaður 1912.
·Kostnaður vegna ferðar.
·Listi yfir menn og sendingar.
·Listi yfir ár.
Þorsteinn Þorsteinsson
fiskmatsmaður
Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 1867, og lést 1947. Hann var bóndi í Fagradalstungu og í Saurbæ, Dalasýslu 1894-1897. Flutti að Fögrubrekku á Sandi og var þar fiskmatsmaður. Faðir Þorsteins var Þorsteinn Sigurðsson og Sesselja Erlendsdóttir frá Neðri-Hundadal.
Börn hans eru: Guðrún, Ingibjörg, Þorsteinn, Jóhanna og Aðalheiður.
·Endurminningar.
·Rímur.
·Lóðaleigubréf.
·Skipunarbréf.
Ýmis einkaskjöl - Askja 4
4
Tóbaksverzlun Íslands
Póstkvittunarbók Tóbaksverslunar Íslands hf., 1929.
Leigusamningur í febrúar 1936 Á. Einarsson & Funkog Tóbaksverzlunar Íslands.
Fóstrufélag Íslands
Fundargerðabók Starfsmenntunarsjóðs Fóstrufélags Íslands 1990-1996A: 24652.
Hæringur hf.
Fundagerðabók hlutafélagsins Hærings 7.2.1948 - 1.9.1954.
Hlutafélagið V. Sigurðsson & Snæbjörnsson
Stofnað 21. maí 1938
Lögmaðurinn í Reykjavík kunngjörir veitingu leyfis fyrir ofannefnt hlutafélag til
að reka stórsöluverslu í Reykjavík. Leyfisbréf í 22. janúar 1941.
Ýmis einkaskjöl - Askja 5
5
Kristín Samúelsdóttir
Kristín Samúelsdóttir er fædd 11. mars 1955.
Kjartan Viðarson, eiginmaður hennar, fæddur 15. október 1955, afhenti safninu
þann 24. febrúar 2000 vinnubækur Kristínar úr barnaskóla.
Vinnubækur, Álftamýrarskóla, 5.-6. R.
Matthías Þórðarson
Matthías Þórðarson var aðalumboðsmaður á Íslandi þessarar tegundar mótóra;
hann var einnig útgefandi tímaritsins Ægis.
Mótorverðlistar og auglýsingar 1903-1906.
Reikningar; nóta.
Víxill 1910.
Faktura 1906.
Bréf frá Island Færö Kompagniet dags. 7. ágúst 1908.
Kveldúlfshúsin
áður við Skúlagötu
Thor Jensen og synir hans stofnuðu togaraútgerðarfélagið Kveldúlf hf. árið 1912.
Það var stærsta útgerðarfyrirtæki á Íslandi fram i seinni heimsstyrjöld og gerði út sjö togara, þ.á. m. Skallgrím. Útgerðarstöðin stóð á Kveldúlfshöfða við Skúlagötu í Reykjavík, á svokallaðri Móakotslóð í Skuggahverfinu. Sumarið 1913 var hafin vinna á Móakotslóðinni. Smíði Kveldúlfshöfða en svo nefndust þessar samfelldu byggingar lauk 1914. Húsin skiptustí skrifstofur, fiskgeymslur, þurrkhús og annað sem laut að útgerð.Eftir styrjöldina dró úr umsvifum Kveldúlfs.
Elín Pálmadóttir færði safninu þessi skjöl í janúar 2000.
Einar Vilhjálmsson: Sjóminjasafn.
·Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík: Fyrstu steyptu húsin í Reykjavík.
Ljósrit úr Minningum Thors Jensen, skrásettar af Valtý Stefánssyni, 1955.
Elín Pálmadóttir: Heimildir um Kveldúlfshúsin við Skúlagötu: Úrklippur o.fl. 1984-1985.
·Teikningar af Kveldúlfshúsunum.
Orator
Félag laganema
Hátíðisdagur Orators 6. febrúar 1957. Kveldfagnaður í Silfurtúnglinu. Borðhald. Ræður: Gunnar Thoroddsen, Barði Friðriksson. Danz.
Angela Baldvins
Angela Baldvins er fædd 7. maí 1931. Hún var nemandi í Miðbæjarskólanum
í Reykjavík. Maður hennar er Stefán Valur Pálsson, fæddur 1. júlí 1929.
Skjölin voru gefin 13. mars 2002, höfðu áður verið lánuð á sýninguna Mundu mig, ég man þig.
Prófeinkunnir Angelu G. Baldvinsdóttur 1939 úr Miðbæjarskóla.
Vinnubók í dýrafræði: Fuglarnir.
Reykjavíkur Apótek
Umslag með teikningu af Reykavíkur Apóteki.
Umslag merkt Gerpúlver í 1/2 kíló af mjöli.
Merkimiði.
Læknaresept stimplað af Reykjavíkur Apóteki.
+
Ágústa Pétursdóttir Snæland
Ágústa Pétursdóttir Snæland er fædd9. febrúar 1915. Hún er dóttir Péturs Halldórssonar, bóksala, alþingismanns og borgarstjóra sem fæddur var 26. apríl 1887 og lést 26. nóvember 1940, og konu hans Ólafar Björnsdóttur húsfreyju. Ágústa átti fyrst Henrik Pay Larsen blaðamann í Kaupmannahöfn, síðar Pétur Valdimar Pétursson
Snæland forstjóra i Reykjavík.
Ágústa er sú fyrsta hér á landi sem lýkur námi í auglýsingateiknun, en hún fór til Kaupmannahafnar til að nema hana. Ágústa hefur m.a. teiknað mörg jólamerkja Thorvaldsensfélagsins.
Ljóðin bárust safninu í tilefni ástardagsins 10. nóvember 2001. Ágústa afhenti fleira 7. maí 2002.
Ljóð:Móðir mín, Þinn vinur P.H.; Andvaka; Fossinn minn; Minning; Sagan gamla; Steinhjartað; Til Péturs.
·Ljósrit úr stílabók með ljóðum, þulu, hugleiðingum, draumum og útleggingu þeirra, ásamt myndum teiknuðum af Ágústu. Ljóðið Pétur og Ólöf er um móður Ágústu og tengdason hennar Pétur, eiginmann Ágústu.
·Ljóð: Ólöf Björnsdóttir 1887-1963 og Þinn vinur PH, ort 1998 og 1999. Ágústa er höfundur ljóðanna. Ljósritaðar myndir af foreldrum Ágústu, Ólöfu Björnsdóttur og Pétri Halldórssyni fylgja ljóðunum.
Ýmis einkaskjöl - Askja 6
6
Ásta Magnúsdóttir
Ásta Magnúsdóttir er fædd 30. janúar 1921.
·Fjögur nýárskort 1932-1935.
·Fermingarkort 12. maí 1935.
·Ljósmynd úr Austurbæjarskóla, 8. bekk A, 1934-1935; kennari: Gunnar M. Magnúss.
·Íslenskar landslagsmyndir, lausar og í albúmi, merktu Íslenskar eimskipamyndir.
·Tvær grafskriftir (útfararskrár), 1939,1988.
Sigríður Ásgeirsdóttir
Sigríður Ásgeirsdóttir færir Borgarskjalasafni skjöl þessi að gjöf26. janúar 2000.
·Þrjár jólabækur 1950, 1951, 1954.
·Vinnubók.
·Teiknuð afmæliskort í vindlakassa.+
Ýmis einkaskjöl - Askja 7
7
Þóra Þorleifsdóttir
Þóra Þorleifsdóttir er fædd 23. apríl 1927.
Sjö vinnubækur í náttúrufræði og landafræði gerðar í 10-12 ára bekk, 1937-1939.
Trausti Friðfinnsson
Trausti Friðfinnsson færir Borgarskjalasafni skjöl þessi að gjöf 16. nóvember 1999.
Trausti gefur safninu fleiri skjöl, í maí 2003 og21. júlí 2003.
·Sonarfórn, ljóð; höf. Þorsteinn Björnsson, útg. 1925.
·Tvö drottningarkvæði eftir Evu Hjálmarsdóttur, útg. 1936.
frá ca. 1954-1960:
·Leikskrár.
·Tónleikaskrár.
·Söngskemmtun.
·Sýningaskrár.
·Dagskrár: Revíur, kabarett, Rússneskur ballett, Circus kabarettinn, Circus Zoo.
·Auglýsingabæklingar (Vinnufatagerð Íslands (VÍR).
·Auglýsing: Ég á ánægðan mann – Ég á hyggna konu!
·Leyst úr fjötrum Satans. Eitt af „vitnum Jehóva” segir frá (sérprent).
Lög Félags sýningarmanna við kvikmyndahús, 1953.
·Vörufréttir frá SÍS.
·Lögreglukór Reykjavíkur: Samsöngur, 1952.
·Bridgesamband Íslands: Íslandsmót í bridge, 1960.
·Sænskir síldarréttir, bæklingar.
·Leiðarvísir (saumavél).
·Samningur milli Félags íslenskra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks, 1958.
·Myndir af starfsfólki Rafmagnseftirlits ríkisins, 1933-1958.
Fært safninu 7. desember 2000:
Samningar Verkakvennafélagsins Framsóknar við Vinnuveitendasamband Íslands og Reykjavíkurborg, 1962.
·Skírteini styrktarfélaga Lúðrasveitar verkalýðsins, 1977.
·Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar: Innritunarskírteini.
·Boðskort.
Leikflokkur Þorsteins Ö. Stephensen: Tveir í skógi, gamanleikur eftir Axel Ivers, leikför sumarið 1960.
Harry Dawson, Swing-píanótónleikar, 1946.
Auglýsing: Renault bifreiðarnar.
Aðgöngumiðar í Borgarbíó og Tjarnarborgar-bíó.
Fært safninu vorið (í maí) 2003:
·Bíó-prógram.
·Tónleikaskrár, söngskemmtanir, óperutónleikar.
·Alexander Púskín, 1799-1949, myndasýning.
·Bláa stjarnan, kvöldsýningar í Sjálfstæðishúsinu á miðvikudögum og sunnudögum
kl. 81/2.
·Kynning Stúdentaráðs á verkum: Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
·Samband íslenskra karlakóra: Söngmót í Reykjavík 1930.
·Sigfús Elíasson: Minningarljóð um forseta Íslands herra Svein Björnsson,
prentað sem handrit.
·Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. september. Ávarp frá stuðningsmönnum Harðar Einarssonar.
·Auglýsingar: Flugfélag Íslands, Vátryggingafélagið h.f., Friðrik Bertelsen (Dunlop hjólbarðar),
·Skipsvátryggingarskírteini, eyðublað.
Trausti færir safninu eftirfarandi 21. júlí 2003:
Sona-fórn, eður um mannskaðana miklu á afliðnum vetri.
Tileinkað íslenskum sjómönnum. Höfundur: Þorsteinn Björnsson úr Bæ.
Útfararskrár: Axel Jónsson, f. 29. júlí 1893, dáinn 12. júlí 1961.
Breiðfirðingafélagið: Þorrablót, 1961, 4 eintök.
Söngskrár, 1950-1956.
The Gateway presents: The Golden Gate. An Icelandic Play by David Stefansson, 1951.
Kjarvalssýning í júní 1968.
Í.S.Í.: Íslandsmót í Badminton í K.R. húsinu við Kaplaskjólsveg 6. og 7. maí 1961. Kreppendaskrá.
Sólarrennibrautir fyrir Ameríska uppsetningu.
Ýmis einkaskjöl - Askja 8
8
Arnfinnur U. Jónsson
Arnfinnur U. Jónsson er fæddur 16. mars 1942 og er skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur.
Arnfinnur afhendir Borgarskjalasafni dagbók til eignar með bréfi dags. 20. janúar 2000.
·Dagbók úr Austurbæjarskóla fyrir heimalærdóm 1950-1951, merkt á kápu:
Arnfinnur J. Skólakompa þessier unnin fyrir tilstilli Valgerðar Guðmundsdóttur kennara.
Hildur Friðriksdóttir
Hildur Friðriksdóttir er fædd12. febrúar 1953.
Hildur færir í ágústmánuði 2000 Borgarskjalasafni skjöl og muni þessa að gjöf.
Hún lánaði skjölin og munina á sýninguna „Mundu mig, ég man þig”, sem haldin var árið 2000.
·Handavinnubók 1965.
·Glansmyndabók.
·Fermingarhyrna, fermingarhanskar og blúnduvasaklútur.
·Fermingarskeyti og –kort, dags. 2. apríl 1967.
Ýmis einkaskjöl - Askja 9
9
Jóhanna Jóhannesdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir er fædd 28. nóvember 1937.
Skjölin voru sýnd á sýningunni „Mundu mig, ég man þig” á vordögum 2000.
Jóhanna færði Borgarskjalasafni skjölin að gjöf9. febrúar 2000.
Einkunnaspjöld úr Austurbæjarskóla 1945-1953
Skírteini um barnapróf úr Austurbæjarskóla 1950.
Skírteini um unglingaskólapróf 1952.
Skírteini um miðskólapróf 1953.
·Sundskírteini, s.a.
·Einkunn úr miðsvetrarprófi 1949.
Bréfspjald frá Tónlistarskólanum, s.a.
·Vorpróf úr Tónlistarskólanum 1949.
·Prófskírteini úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1948.
·Vorboðinn, 1. tbl., 1. árg., útg. 10 ára bekkur D, Austurbæjarskólanum, sennilega 1947.
Þingholtsstræti 28
Guðrún Guðmundsdóttir færði Borgarskjalasafni ljósmyndir þessar til eignar sennilega 1999. Hún fann ljósmyndirnar uppi á háalofti og veit ekki nein deili á þeim. Bróðir hennar telur myndina af húsinu vera af Þingholtsstræti 26 í Reykjavík (ljósm. M. (Magnús Ólafsson)) en það hús hafði síðar brunnið.
Myndin reynist vera af húseigninni nr. 28 við Þingholtsstræti og var húsið reist 1902. Lagaskólinn var þar til húsa frá 1908 til 1911 en þá keypti Hólmfríður Gísladóttir ( f.10.7. 1857) húsið og flutti þangað hússtjórnarskólann sem hún ásamt Elínu Briem hafði stofnsett 1897 og rekið í Iðnó. Húsið var í daglegu tali kallað „Hússtjórn”. “Var matstofa hennar rómuð og fara enn þann dag í dag sögur af viðurgjörningi þar og sérstökum og virðulegum blæ á öllum hlutum. Matsalir voru tveir misstórir og daglegir matseðlar voru
einnig tvennskonar, dýrari og íborinn í minni salnum en ódýrari í þeim stærri.” Þegar Húsmæðraskóli Reykjavíkur tók til starfa 1942 að Sólvallagötu 12 ánafnaði Hólmfríður honum þessa húseign ásamt tilheyrandi lóð, einnig fylgdi borðbúnaður og ýmsir góðir og gagnlegir munir. Hólmfríður lést 1945.
Húsið brann 24. des. 1957. Sjá meðfylgjandi ljósrit úr B-skjölum Þingholtsstrætis 28 og riti Bjargar Einarsdóttur: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna III b., erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985, Reykjavík 1986 (Tilvitn. eru þaðan).
Ekki er vitað af hverjum mannamyndirnar eru; má vera að þeir séu af íbúum hússins á einhverjum tíma.
Þrjár stúlkumyndir; sennilega sama stúlkan. Á einni ljósmyndanna stendur: Mamma.
Fjölskylduljósmynd af hjónum ásamt tveimur piltum (synir?). Konan trúlega sú sama og á a.m.k. einni smámyndanna.
Stór ljósmynd af húsi. Aftan á mynd stendur: Þingholtsstræti 26. Brann.
Húsið er hins vegar Þingholtsstræti 28 í Reykjavík, sbr. að ofan. Ljósrit: B-skjalÞingholtsstrætis 24. Ljósrit: Björg Einarsdóttir: „Kvennafræðari. Elín Briem (1856-1937)”. Í: Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, III b. Erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985. Reykjavík 1986, s. 222.Ljósrit af ljósmynd úr ofannefndri grein. af Elínu Briem (böggull).
Skráð RB
Siguroddur Magnússon
Siguroddur Magnússon er fæddur 27. ágúst 1918. Hann býr í Brekkugerði 10, RVK.
Þórir Ragnarsson í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sendi safninu skjölin þ. 6.
mars 2001; þau fylgdu gögnum úr búi Sigurodds sem færð voru Landsbókasafni að gjöf.
Fermingarkort, kápa úr sellolíd, upphleypt með rósum og blúnduverki, 1932.
·Fermingarkort, með ljósmynd af ungum pilti í gylltum skrautdregnum ramma með glimmer og blómaskrúði, tvö kort, 1932.
·Fermingarkort, fjögur, íslensk, 1932.
·Fermingarkort, handgert, skrautritað og teiknað af Katrínu, 1932.
·Fermingarskeyti, ellefu að tölu, 1932.
·Fermingarskeyti, með litfögrum syngjandi þresti á grein og dönskum bóndabæ
í bakgrunni.
·Minningarkort um Pálínu Þorfinnsdóttur, 1977.
Aðalsteinn Sigmundsson
1897-1943
Aðalsteinn Sigmundsson var fæddur 10. júlí 1897 í Árbót í Aðaldælahreppi,
S.-Þingeyjarsýslu. Hann féll útbyrðis og drukknaði af m/s Sæbjörgu 16. apríl 1943.
Aðalsteinn stundaði iðnskólanám á Akureyri 1911-13 og lauk prentnámi 1914. Kennaraprófi lauk hann í Reykjavík 1919. Aðalsteinn fór í námsferðir til Norðurlanda og Englands 1923, 1929 og 1935. Hann var skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka 1919-29. Hann varð kennari í Austurbæjarskólanum í Reykjavík frá 1931. Hann var í stjórn ungmennafjelaga 1913-1929, sambandsstjóri U.M.F.Í. 1930-38, varaformaður Sambands íslenskra barnakennara frá 1937, í milliþinganefnd í íþróttamálum 1938. Brautryðjandi var Aðalsteinn um notkun vinnubóka í skólum og hélt námsskeið fyrir kennara í því efni, m.a. í Færeyjum 1938. Hann var höfundur m.a. að Skátabókinni,
Rv. 1930, Leiðbeiningum um vinnubókargerð (aðalhöfundur), Rv. 1936, Lýsingu Íslands o.fl. Hann var einnig þýðandi. Hann var ritstjóri Sunnu með Gunnari M. Magnúss 1932-1933.
Ókvæntur og barnlaus.
Heimild: Hver er maðurinn I. Brynleifur Tobiasson hefir skrásett. Reykjavík 1944.
Elín Þórðardóttir afhenti skjölin Borgarskjalasafni í apríl 2001.
Aðalsteinn Sigmundsson: Borgarbörn. Reykjavík, 1939. Sérprent úr Tímanum.
Aðalsteinn Sigmundsson: Á að fræða börn og unglinga um kynferðisleg efni?
Fyrirlestur með teikningum úr vinnubók skóladrengs. Reykjavík, 1934.
Til Færeyja. Ferðasaga íslenzkra skóladrengja vorið 1933. Eftir drengina sjálfa. Reykjavík 1934; Aðalsteinn Sigmundsson er einn höfunda.
Skráð RB
Hans Madsen Kragh
1859-?
Sjóferðaskjöl Hans Madsen Kragh sem fæddur var 24. ágúst 1859 í Fridericia
á N.-Jótlandi (áður Þýskalandi).Skjölin koma úr búi Baldurs Erlendssonar sem lést
1. janúar 2001. Baldur er afkomandi Hans Madsen Kragh.
Birgir Óskarsson afhenti skjölin Borgarskjalasafni 11. júní 2001.
Vottorð skipstjóra 22. september 1881 þess efnis að H.M. Kragh hafi verið háseti
og siglt með skipinu Olive frá Hamburg 7. september 1881 til 20 september 1884.
Meðmæli skipstjóra gufuskipsins Lauru, rituð í Kaupmannahöfn 3. júní 1890,
til handa Hans Madsen Kragh.
·Taufschein. Skjal þess efnis að Hans Kragh hafi siglt um miðbaug með skipinu
Olivie 24. október, án árs.
Útprent úr tölvu: Einstaklingar sem bera ættarnafnið Kragh hér á landi og kennitölur þeirra.
Ýmis einkaskjöl - Askja 10
10
Sigfús Elíasson
Örk sem geymir tvo kvæðabálka eftir Sigfús Elíasson:
Sannleiksbjargið endurómar. Til forsætisráðherra Íslands Ólafs Thors 7. júní 1956 og 20. nóvember 1959. Reykjavík, Dulrænaútgáfan, 1959. Prentað sem handrit.
Sigfús Elíasson: Skólabjallan, Dulrænaútgáfan 1963, tvö eintök.
Bolli A. Ólafsson
Bolli A. Ólafsson er fæddur 12. september 1926.
Bolli færir Borgarskjalasafni kort sín að gjöf 4. janúar 2001.
Póstkort, frá 1902-1935 eða þar um bil, eitt kort frá áttunda áratug 20. aldar: Landslagskort, afmæliskort, jólakort, Goðafoss, Jón forseti, flugvél á Reykjavíkurhöfn, stúlka á upphlut, Íslands udvikling 1885-1902, Landnám Íslands 874-930 (Samúel Eggertsson teiknaði), Siglingar forfeðra vorra á þjóðveldistímanum (Samúel Eggertsson teiknaði), Landnámsferð Ingólfs 874 (Samúel Eggertsson teiknaði), Landspítalinn,
Landsbókasafnið og Þjóðleikhúsið, Hús Bjarna Sívertsen, 1974, Íslenskir söngvarar: Pétur Jónsson, Eggert Stefánsson, Sigurður Skagfeldt, Einar E. Markan, þrjú kort frá
Handavinnusýningu Kvennaskóla Reykjavíkur 1915.
Margrét Guðmundsdóttir
1887-1960
póesí-bók
Dagbjört Halldórsdóttir er fædd 12. apríl 1947. Lára Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1890,
d. 8. mars 1974, föðursystir Dagbjartar arfleiddi hana að neðangreindri poesie-bók. Lára var dóttir hjónanna Dagbjartar Brandsdóttur, f. 13. september 1863, d. 23. október 1941 og Guðmundar Einarssonar steinsmiðs, f. 23. ágúst 1857, d. 11. júlí 1938, en þau þurftu að setja Láru í fóstur sökum fátæktar. Fósturforeldrar Láru frá 2ggja ára til 8 ára aldurs voru hjónin á Gýgjarhóli, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu, þau Þórhildur Pálsdóttir og Guðmundur Guðnason. Dóttir þeirra var Margrét Guðmundsdóttir, f. 2. febrúar 1887, d. 3. ágúst 1960, sem Lára kallaði fóstursystur sína, en Margrét átti bókina.
Tvö systkina Margrétar hétu Guðni Guðmundsson, múrari, og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ingibjörg og maður hennar Jóhann Bjarnason, vélstjóri, bjuggu að Gljúfurholti (Gljúfurárholti?), Ölfushreppi, Árnessýslu í tvíbýli við Margréti og Guðna bróður Margrétar frá ca. 1931. Eftir að þau brugðu öll búi settu þau sig niður í Hveragerði.
Síðustu ár Margrétar bjó hún á Grenimel 5, og síðast á Laugavegi 137 í Reykjavík, hvorttveggja í sambýli með Láru Guðmundsdóttur. Íbúðarhús Ingibjargar og Jóhanns að Gljúfurholti brann ca. 1975, en hús Margrétar og Guðna stendur enn.
Áður en Margrét flutti að Gljúfurholti bjó hún um tíma á Laugavegi 76. Margrét var trúlofuð ungum sjómanni, sem fórst á skútunni Ingvari á Viðeyjarsundi 1906 í augsýn Reykvíkinga. Hún giftist aldrei.
Margrét og Guðni tóku ungan dreng, Guðjón að nafni, í fóstur; hann lést um tvítugt og er jarðaður að Kotströnd. Ingibjörg og Jóhann ólu að nokkru leyti upp stúlku, Ásu Sæmundsdóttur, f. 21. ágúst 1924.
Póesí-bókin er gjöf Dagbjartar Halldórsdóttur til Borgarskjalasafns.
Póesíbók er eins konar minningabók. Oft eru orðin vísnabók og póesíbók notuð
nokkuð jöfnum höndum, flestir munu þó tengja póesíbók öðru fremur við rómantík
Í póesíbækur voru skráðar vísur og kvæði til árnaðar eiganda.
Halldór, fyrrverandi forstjóri Shellog Sigríður, frönskukennari í Menntaskólanum
í Reykjavík, börn Magnúsar Skaftfjeld, bifreiðarstjóra í Reykjavík, en Guðrún Halldórsdóttir, sú fyrsta sem skrifar í bókina, var systir hans, eru aðalheimildarmenn að ofangreindum upplýsingum, en Axel Sigurðsson, lyfjafræðingur, aflaði þeirra, og afhenti safninubókina 11. apríl 2001.
Poesie-bók, ca 1908-1912, merkt á saurblaði Margréti Guðmundsdóttur. Bókin er bundin í tréspjöld klædd skinni og skreytt upphleyptum fölrauðum rósum og grænlituðu laufskrúði.Bókin hefur að geyma spakmæli, heilræðavísur, stökur og
ljóð; eitt ljóð er á dönsku eftir H. Nyblom.Ljóðin eru flest eftir kunn íslensk skáld.
Eftirfarandi hafa ritað í bókina – sum ljóðanna eru þó nafnlaus:
Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Þorláksson, Guðm. Þorbjörnsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Álfdís H. Jónsdóttir, Þóra Petrína Jónsdóttir, Gunnhildur
Magnúsdóttir, G.H., Gudda, Guðríður, Hildur, Einar Halldórsson, Guðmundur Þorláksson,G. Bjarnason, Guðlaug Hafliðadóttir, Kr. Jónsson, M. Auðunsson, Tóta í Breiðholti, Guðbr. Guðmundsson frá Búðardal, Gunna, Steina (þ.e. Steinunn
Kristjánsdóttir, eiginkona Magnúsar Skaftfjeld, ævivinkona Láru Guðmundsdóttur).
Skráð RB
Sveinspróf í kvenhattasaumi
Umsókn um meistararéttindi í kvenhattaraiðn, 6. apríl 1966; vottorð frá Ísafold Jónsdóttur, meistara í kvenhattaraiðn, 4. apríl 1966.
·Iðnskólinn í Reykjavík, Kvöldskólinn: Burtfararvottorð fyrir Líney Sigurjónsdóttur,
29. apríl 1948, ljósrit.
·Sveinspróf í kvenhattasaumi, 1. maí 1928, ljósrit.
Meistarapróf handa Ísafold Jónsdóttur íkvenhattagerð, 1937.
·Jóhanna Hannesdóttir, 1883, teikning.
(
Ýmis einkaskjöl - Askja 10 - Örk sem geymir tvo kvæðabálka eftir Sigfús Elíasson:
sem geymir tvo kvæðabálka eftir Sigfús Elíasson:
Sannleiksbjargið endurómar. Til forsætisráðherra Íslands Ólafs Thors 7. júní 1956 og 20. nóvember 1959. Reykjavík, Dulrænaútgáfan, 1959. Prentað sem handrit.
Sigfús Elíasson: Skólabjallan, Dulrænaútgáfan 1963, tvö eintök.
Bolli A. Ólafsson
Bolli A. Ólafsson er fæddur 12. september 1926.
Bolli færir Borgarskjalasafni kort sín að gjöf 4. janúar 2001.
Póstkort, frá 1902-1935 eða þar um bil, eitt kort frá áttunda áratug 20. aldar: Landslagskort, afmæliskort, jólakort, Goðafoss, Jón forseti, flugvél á Reykjavíkurhöfn, stúlka á upphlut, Íslands udvikling 1885-1902, Landnám Íslands 874-930 (Samúel Eggertsson teiknaði), Siglingar forfeðra vorra á þjóðveldistímanum (Samúel Eggertsson teiknaði), Landnámsferð Ingólfs 874 (Samúel Eggertsson teiknaði), Landspítalinn,
Landsbókasafnið og Þjóðleikhúsið, Hús Bjarna Sívertsen, 1974, Íslenskir söngvarar: Pétur Jónsson, Eggert Stefánsson, Sigurður Skagfeldt, Einar E. Markan, þrjú kort frá
Handavinnusýningu Kvennaskóla Reykjavíkur 1915.
Margrét Guðmundsdóttir
1887-1960
póesí-bók
Dagbjört Halldórsdóttir er fædd 12. apríl 1947. Lára Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1890,
d. 8. mars 1974, föðursystir Dagbjartar arfleiddi hana að neðangreindri poesie-bók. Lára var dóttir hjónanna Dagbjartar Brandsdóttur, f. 13. september 1863, d. 23. október 1941 og Guðmundar Einarssonar steinsmiðs, f. 23. ágúst 1857, d. 11. júlí 1938, en þau þurftu að setja Láru í fóstur sökum fátæktar. Fósturforeldrar Láru frá 2ggja ára til 8 ára aldurs voru hjónin á Gýgjarhóli, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu, þau Þórhildur Pálsdóttir og Guðmundur Guðnason. Dóttir þeirra var Margrét Guðmundsdóttir, f. 2. febrúar 1887, d. 3. ágúst 1960, sem Lára kallaði fóstursystur sína, en Margrét átti bókina.
Tvö systkina Margrétar hétu Guðni Guðmundsson, múrari, og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ingibjörg og maður hennar Jóhann Bjarnason, vélstjóri, bjuggu að Gljúfurholti (Gljúfurárholti?), Ölfushreppi, Árnessýslu í tvíbýli við Margréti og Guðna bróður Margrétar frá ca. 1931. Eftir að þau brugðu öll búi settu þau sig niður í Hveragerði.
Síðustu ár Margrétar bjó hún á Grenimel 5, og síðast á Laugavegi 137 í Reykjavík, hvorttveggja í sambýli með Láru Guðmundsdóttur. Íbúðarhús Ingibjargar og Jóhanns að Gljúfurholti brann ca. 1975, en hús Margrétar og Guðna stendur enn.
Áður en Margrét flutti að Gljúfurholti bjó hún um tíma á Laugavegi 76. Margrét var trúlofuð ungum sjómanni, sem fórst á skútunni Ingvari á Viðeyjarsundi 1906 í augsýn Reykvíkinga. Hún giftist aldrei.
Margrét og Guðni tóku ungan dreng, Guðjón að nafni, í fóstur; hann lést um tvítugt og er jarðaður að Kotströnd. Ingibjörg og Jóhann ólu að nokkru leyti upp stúlku, Ásu Sæmundsdóttur, f. 21. ágúst 1924.
Póesí-bókin er gjöf Dagbjartar Halldórsdóttur til Borgarskjalasafns.
Póesíbók er eins konar minningabók. Oft eru orðin vísnabók og póesíbók notuð
nokkuð jöfnum höndum, flestir munu þó tengja póesíbók öðru fremur við rómantík
Í póesíbækur voru skráðar vísur og kvæði til árnaðar eiganda.
Halldór, fyrrverandi forstjóri Shellog Sigríður, frönskukennari í Menntaskólanum
í Reykjavík, börn Magnúsar Skaftfjeld, bifreiðarstjóra í Reykjavík, en Guðrún Halldórsdóttir, sú fyrsta sem skrifar í bókina, var systir hans, eru aðalheimildarmenn að ofangreindum upplýsingum, en Axel Sigurðsson, lyfjafræðingur, aflaði þeirra, og afhenti safninubókina 11. apríl 2001.
Poesie-bók, ca 1908-1912, merkt á saurblaði Margréti Guðmundsdóttur. Bókin er bundin í tréspjöld klædd skinni og skreytt upphleyptum fölrauðum rósum og grænlituðu laufskrúði.Bókin hefur að geyma spakmæli, heilræðavísur, stökur og
ljóð; eitt ljóð er á dönsku eftir H. Nyblom.Ljóðin eru flest eftir kunn íslensk skáld.
Eftirfarandi hafa ritað í bókina – sum ljóðanna eru þó nafnlaus:
Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Þorláksson, Guðm. Þorbjörnsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Álfdís H. Jónsdóttir, Þóra Petrína Jónsdóttir, Gunnhildur
Magnúsdóttir, G.H., Gudda, Guðríður, Hildur, Einar Halldórsson, Guðmundur Þorláksson,G. Bjarnason, Guðlaug Hafliðadóttir, Kr. Jónsson, M. Auðunsson, Tóta í Breiðholti, Guðbr. Guðmundsson frá Búðardal, Gunna, Steina (þ.e. Steinunn
Kristjánsdóttir, eiginkona Magnúsar Skaftfjeld, ævivinkona Láru Guðmundsdóttur).
Skráð RB
Sveinspróf í kvenhattasaumi
Umsókn um meistararéttindi í kvenhattaraiðn, 6. apríl 1966; vottorð frá Ísafold Jónsdóttur, meistara í kvenhattaraiðn, 4. apríl 1966.
·Iðnskólinn í Reykjavík, Kvöldskólinn: Burtfararvottorð fyrir Líney Sigurjónsdóttur,
29. apríl 1948, ljósrit.
·Sveinspróf í kvenhattasaumi, 1. maí 1928, ljósrit.
Meistarapróf handa Ísafold Jónsdóttur íkvenhattagerð, 1937.
·Jóhanna Hannesdóttir, 1883, teikning.
(
Ýmis einkaskjöl - Askja 10: Böggull)
10: Böggull)
Þingholtsstræti 24
Þingholtsstræti 24 ásamt lóð var eign málaranna Jóns Reykdals og Kristjáns
Á. Möllers. Hún var seld 1916 og seldi þá Pétur Gunnarsson. Reinhold Andersson klæðskeri keypti húsið. Bengta Kristín Grímsson, síðar börn hennar Reinhold Kristjánsson og Birna Gróa Ryste voru eigendur hússins frá 1969 til ársins 1977 en Reinhold Andersson var afi þeirra.
Sveinn Þórisson fyrrum eigandi Þingholtsstrætis 24 færði safninu skjöl þessi
að gjöf 15. ágúst 2001. Sveinn er fluttur til útlanda.
Ljósrit skjala þessara eru geymd með B-skjölum Þingholtsstrætis 24 undir nr. 1580.
Bréf frá Reinhold Kristjánssyni til Sveins Þórissonar, dagsett 29. júní 1998.
Bréf frá Reinhold Kristjánssyni til Sveins Þórissonar með frumritum skjala
er varða fasteignina Þingholtsstræti 24, dagsett 28. desember 1999.
Virðingargjörðir fyrir Þingholtsstræti 24, 1905 og 1935.
Tryggingaskírteini vegna Þingholtsstrætis 24, 1905: Kjöbstædernes Almindelige Brandforsikring Police.
Ljósrit úr byggingarmáladagbók borgarstjóra, nr. 46 um Þingholtsstræti 24.
Ljósrit úr grein í Morgunblaðinu 28. október 1997 um Þingholtsstræti.
Guðfinna Þórarinsdóttir
Áslaug Boucher Þórarinsdóttir færði Borgarskjalasafni póstkort þessi að gjöf 20. september 2001, en þau tilheyrðu systur hennar, Guðfinnu Þórarinsdóttur sem fædd var 18. september 1898 og lést 23. september 1981.
Póstkort þ. á m. jólakort; íslensk og erlend, ca. 1910-1940.
Ýmis einkaskjöl - Askja 11
11
Teikningar og hugleiðingar barna
2000 / 2001
Á sýningu Borgarskjalasafns á vordögum 2000 sem bar heitið Mundu mig, ég man þig var börnum boðið að festa hugmyndir sínar um gamla tíma á blað.
Einnig sendu börn úr Selásskóla ritgerðir sínar, ljóð og myndir sem þau unnu í skólanum að lokinni heimsókn á safnið 12. apríl 2000; börn úr Breiðagerðisskóla sendu og hugleiðingar sínar um það hver væri munur á að vera barn dag og „í gamla daga.”
·Teiknaðar og litaðar myndir barna sem skoðuðu sýninguna Mundu mig, ég man þig.
·Börn og unglingar í Reykjavík á 20. öld; ritgerðir barna unnar í tölvu.
Til Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Frá börnum í 3ANM í Selásskóla í Reykjavík. Unnið að lokinni heimsókn á safnið 12. apríl 2000.
Börn úr 4-N í Laugarnesskóla rituðu með fjaðurstaf og bleki nöfn sín á blað
í heimsókn á safnið 21. maí 2001.
Edda hf.
Þór Þorsteins afhenti hlutabréfin Borgarskjalasafni Reykjavíkur
17. nóvember 2000.
·Hlutabréf í H/F Eddu 15. mars 1935; hluthafar eru: Bjarni Guðjónsson, Haukur Thors, Hálfdán Bjarnason, Karl Þorsteins, Richard Thors, og D. Marabotti.
Íslenzka vöruskiptafélagið
Þór Þorsteins afhenti skjölin Borgarskjalasafni 17. nóvember 2000.
·Efnahagsbók Íslenzka vöruskiptafélagið 1953 - 1973, löggilt 5. des. 1968.
·Rekstrarreikningur Íslenska vöruskiptafélagsins s/f fyrir árið 1971
og efnahagsreikningur 31. desember 1971.
·Rekstrarreikningur Íslenzka vöruskiptafélagsins s/f fyrir árið 1972
og efnahagsreikningur 31. desember 1972.
·Kassabók Íslenzka vöruskiptafélagsins, nær til ársins 1972.
Ýmis einkaskjöl - Askja 12
12
Una Margrét Jónsdóttir
Una Margrét Jónsdóttir er fædd 14. júní 1966.
Una Margrét lánaði skjöl sín á sýninguna Mundu mig, ég man þig, sem haldin var
á Borgarskjalasafni á vordögum 2000. Hún gaf síðan skjöl sín safninu.
Upplýsingar Unu Margrétar um skjöl sín.
Teikningar og sjónvarpsdagskrá, ca. 1970-1972., 12 blöð.
Áramótagleði Útvarpsins
Handrit þetta kom með gögnum Ríkisútvarpsins vorið 2001.
Ári var það” . Áramótagleði Útvarpsins 1979 / 80.
Hjörleifur Kristmannsson
Skósmíðameistari 1886-1963
Hjörleifur Kristmannsson, skósmíðameistari Þórsgötu 23, var fæddur 21. september 1886 og lést 8. apríl 1963.
Dóttir Hjörleifs Gerður afhenti safninu kladda þennan til varðveislu 20. október 1997.
Kladdabók, 1940 – 1944.
Bréfsefni (reikningur), tvö að tölu.
Jóhannes VII
Ekki er vitað hvernig stílabók þessi er tilkomin.
Stílabók með trúarlegu efni, merkt Jóhannes VII.
Ýmis einkaskjöl - Askja 13
13
Auður Jónsdóttir Víðis,
og Sigurður Sigurðsson
Bergþóra Sigurðardóttir færði Borgarskjalasafni skjöl þessi að gjöf 5. nóvember 2001
í tilefni skjaladagsins 10. nóvember 2001 sem helgaður var ástinni
Leyfisbréf, 5. nóvember, hjónavígslubréf, dags. 8. nóvember 1925.
Vegabréf, dagsett 31.3. 1919til handa Sigurði Sigurðssyni sem fæddur var 28. apríl 1884 á Kálfafelli.
Kvenfatatíska
Ekki er vitað hvernig eftirfarandi plögg eru hingað tilkomið.
Kjóla- og kvenfatasnið ásamt tískumyndum úr Nordisk Mönster Tidende. Journal for Toilette og Dame-haandarbejde, 33. Aarg. Søndagen den 16. December 1906.
Skyndisölutíðindi, útg. Haraldarbúð. 1. tbl. 1. árg., miðvikudaginn 29. ágúst 1934.
Haraldur Samsonarson
Ekki er vitað hvernig sjóðbók þessi barst safninu.
Kredit Journaludtog fra Kredit Kladderne, Januar 1909-1913, 1933, 1933-1934.
Dagbókarkladdinn er merktur svo á kápu: Haraldur Samsonarson.
Óskar Jóhannsson
Óskar var starfsmaður hjá borgarverkfræðingi og afhenti Borgarskjalasafni þessi skjöl:
Farið í sveitina, 1937; minningar úr sveit.
Óskar afhendi þessi skjöl 9.sept.2004.
Reykjavíkurmyndir Halldórs Péturssonar. Litaljósrit af Reykjavíkurmyndum Halldórs Péturssonar sem skreyttu forsíðu tímaritsins Úrvals á árunum 1965-1968.
Síldarævintýri í strætó. Frásögn frá 1947
Kassabók II
Ekki er vitað hvernig þessi bók er hingað tilkomin.
Kassabók II, nóvember 1928 – ágúst 1930.
Ýmis einkaskjöl - Askja 14
14
Viggó Þorsteinsson
Ekki er vitað hvernig þessi skjöl bárust safninu.
Skjöl og bókhaldsgögn varðandi störf Viggós Þorsteinssonar bókhaldara; einnig skjöl af fjármálalegum toga fyrirtækisins Højgaard og Schultz a/s og skjöl er snerta framkvæmdir við Ljósafossvirkjun við Sog, 1937.
Mjólkurfélag Reykjavíkur
Skjöl þessi bárust Borgarskjalasafni frá Hafnarstræti 5 þar sem skrifstofur MR voru.
Merkimiðar (hengimiðar) með auglýsingu Mjólkufjelags Reykjavíkur:
Hagkvæm innkaup auka hagsæld í búi með því að versla við okkur sparið þjer margar
krónur yfir árið, og það er einmitt það sem sveita búskapurinn þarfnast nú á dögum.
Reikningseyðublöð Mjólkurfjelags Reykjavíkur.
Umbúðapappír (smjörpappír) merktur Mjólkurfjelagi Reykjavíkur.
Skömmtunarmiðar Mjólkurfélags Reykjavíkur: Kjósarbíll.
Mjólkurfélag Reykjavíkur: Efnagerðin: Frumbók, nr. I. janúar-15. janúar 1934.
Efnagerðin Stjarnan (Mjólkurfélag Reykjavíkur):
Frumbók, nr. 2 20. janúar-31. janúar1937.
Bragi Ásbjörnsson
Bragi er fæddur 2. maí 1929. Hann er múrari að iðn.
Árbæjarsafn færði safninu þessi skjöl 2001:
Pappírsblað með nöfnum nemenda í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur í Vonarstræti veturinn 1944-45; Bragi Ásbjörnsson er einn nemenda.
Peningur úr kopar með áletruninni Almennar tryggingar h/f á annarri hlið og mynd af Ingólfi Arnarsyni og Íslandi, á hinni hlið peningsins stendur: Finnandi vinsamlegast skili til Almennar tryggingar h/f Austurstræti 10 nr. 36.
Átta blöð af Félagsriti Róðrarfélags Reykjavíkur: 1951-1952.
Danskir leskaflar handa menntaskólum. Kristinn Ármannsson og Einar Magnússon.
Mynd á baksíðu eftir Árna Elfar.
Mynd eftir “ÓJó”, Ólaf, sem var starfsmaður Rafveitunnar.
Ljósmyndasafn færir safninu 16. apríl 2002 eftirfarandi (Bragi hafði áður gefið Ljósmyndasafni dagbókina ásamt ljósmyndum):
Jólabókin 1937, merkt: Bragi.
Guðbrandur Þórðarson
Árbæjarsafn færði Borgarskjalasafni þetta sjóferðaskjal 2001.
Skírnarvottorð um miðbaugsskírn, ca. 1956,1957. Stílað á Guðbrand Þórðarson.
Karl Árnason
Karl Árnason er fæddur 2. maí 1932.
·Teikningar Karls Árnasonar úr bifvélavirkjanámi í Iðnskólanum í Reykjavík árin 1948-52.
Teikningarnar eru í möppu sem merkt er: Karl Árnason. 3. bekk A.(Böggull)
Ýmis einkaskjöl - Askja 15
15
Hilmar Daníelsson
1931-1959
flugmaður
Hilmar Daníelsson var fæddur 6. desember 1931. Hann fórst í flugslysi við Snæfellsnes 24. maí 1959. Foreldrar hans voru Daníel Markússon, slökkviliðsmaður í Reykjavík, fæddur 29. ágúst 1950, dáinn 1. janúar 1971, og Hrefna Ásgeirsdóttir, húsfreyja, fædd 5. október 1906, dáin 5. júlí 1997. Hilmar lauk prófi úr Samvinnuskólanum 1951. Hann hóf flugnám 1956 og öðlaðist atvinnuflugmannsskírteini 1958.Hilmar starfaði í fyrstu sem verslunarmaður, síðar varð hann kaupmaður; hann var þó jafnframt flugmaður hjá Birni Pálssyni. Árið 1957 kvæntist Hilmar Láru Vigfúsdóttur innanhússarkitekt, hún er fædd 25. ágúst 1929. Sonur Hilmars og Jóhönnu Pálsdóttur er Páll Björgvin, fæddur 13. apríl 1951.
Lára Vigfúsdóttir afhenti Ljósmyndasafni Íslands skjöl þessi 22. október 1998.
Starfsmaður Ljósmyndasafns Íslands afhenti Borgarskjalasafni skjölin 5. febrúar 2002.
Bréf, handskrifað af Láru Vigfúsdóttur til Kötlu Ólafsdóttur, dagsett 24. september 1986, vegna stéttatals flugmanna, ásamt tölvuútprenti með ættfræðiupplýsingum.
·Nafnskírteini Hilmars Daníelssonar, 11. desember 1947.
·Vegabréf Hilmars, 1956.
Skírteini Hilmars sem heimilar að stýra leigubifreið til mannflutninga, 22. desember 1951.
Einkunnabækur Hilmars úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík skólaárin 1947-1948, 1949-1950; einkunnaskírteini úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1950.
Minningabók Hilmars.
Félagsskírteini Hilmars í Alþýðusambandi Íslands, Dagsbrún, 28. júní 1949; í hulstri.
·Vegavinnumenn 31. júlí 1948, prentað kvæði áritað Hilmari eftir Friðrik Hansen.
Fermingarskeyti Hilmars 27. maí 1945,33 að tölu; tvö þeirra skrautrituð.
Fermingarkort, níu að tölu, sjö þeirra tvöföld með ljósmynd, eitt þeirra handgert (skrautritað).
Ljósmynd, sporöskjulaga,í heimagerðum ramma með gleri; myndin er af Hilmari, föður hans Daníel Markússyni og afa Markúsi Pétri Daníelssyni. Merkt á bakhlið.
Ljósmyndir, tíu að tölu, flestar af Hilmari á ýmsum aldri, allar merktar að aftanverðu. Ein mynd er af Hilmari ungum uppi á stuðara pallbíls, myndin er tekin á Hvammstanga; önnur er af Hilmari u.þ.b. 12-13 ára gömlum ásamt systur sinni Svanborgu, myndiner tekin á
Hvammstanga; tvær myndir sýna Hilmar og konu hans Láru, önnur er brúðkaupsmynd 5. júlí 1957; ein mynd sýnir hús á Hvammstanga, hugsanlega heimili Hilmars.
Blekpenni, silfurskreyttur, með ígreyptu nafni: Hilmar Daníelsson.
Skráð RB
MortenJensen Rødgaard
1771-1829
Hafnarstræti 16
Morten Jensen Rødgaardvar danskur skipherra fæddur árið 1771. Hann lést 1829. Rødgaard var skipstjóri á eigin skipi við Ísland. Hannvar borgari á Íslandi frá 1791. Jens Mortensen Rødgaard var sonur hans, fæddur 1745, látinn 1792. Rødgaard eldri lét, með félag nokkurra Faneyjarmanna að baki, reisa hús við Hafnarstræti og hóf þar rekstur verslunar. Nefnist hús þetta framan af „Józka húsið”, en seinna um fjölda ára „Möllershús”, nú er það hús nr. 16 við Hafnarstæti.
Skjöl þessi bárust hingað 4. mars 2002 frá skjalasafni Ráðhúss Reykavikur.
·Kort til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra,frá Sif Ingólfsdóttur, dags.
19.nóvember 2001.
Bréf frá J. Rødgaard-Hansen til Kaj Rødgaard-Jessen, dags. 23. júní 2000.
Minnismiði úr skjalasafni ráðhússins.
·Ættfræðiþjónustan: Morten Jensen Rødgaard, athugun um dvöl hans og umsvif
á Íslandi eftir Jón Val Jensson, 31. maí 2000.
·Ljósrit af ýmsum gömlum pappírum; ættartölur.
·Ljósmynd af Jens Hansen Jessen, fæddur í Fanø í Danmörku 1882, dáinn 1910. Hann setti niður fyrstu bátavélina í sexæringinn Stanley, en sá atburður átti eftir að marka tímamót í sögu útgerðar og atvinnulífs hér á landi. Jessen gerðist einnig brautryðjandi á sviði kennslu í vélfræði hér á landi og setti á stofn fyrsta
·vélaverkstæði landsins í samvinnu við útgerðar- og skipstjórnarmenn á Ísafirði.
·Ljósmyndir, tvær; önnur myndin af Sif Ingólfsdóttur og Otto Rødgaard Jessen,
hin af Sif, Else, konu Otto Rødgaard Jessens og Ullu, dóttur Ottos.
Úrklippa úr Morgunblaðinu um Miðstöð myndlistar í aldagömlu húsi,
26. október 2001.
Skráð RB
Ættartala
·Ættartala Halldórs Einarssonar, fæddur 6. júní 1789. Oddur Snorrason hefur fyrst sett saman, en Steinn Dofri hefur síðan endurritað, aukið lítið og leiðrétt þar sem missagst hafði í frumriti Odds. Reykjavík árið 1940.Tvö eintök.
Grímur Ólafsson
1862-1946
bakari
Grímur var fæddur 31. október 1862 í Reykjavík. Hann lést 23 ágúst 1946.
Kona hans var Stefanía Ól. Stefánsdóttir. Grímur var bakari að iðn.
·Sveinsbréf Gríms Ólafssonar í brauðgerð, innsiglað 16. júlí 1884.
·Heiðursfélagaskírteini Gríms Ólafssonar útgefið í tilefni af afmæli Bakarasveinafélags Íslands, 5. febrúar 1918.
·Heillaóskaplagg til handa Grími Ólafssyni áttræðum frá bakarasveinafélagi Íslands, 31. október 1942.
·Ljósmyndir, tvær, önnur sennilega af bakarasveinum, 1917, hin af bökurum, óársett.
(Böggull)
Ísland í myndum
Barst safninu 7. ágúst, nafnlaust.
Ísland í myndum. Through Iceland with a Camera. Prentað og gefið út af Ísafoldarprentsmiðju. Reykjavík 1943.
Perlur, mánaðarrit með myndum, I.1. janúar 1930.
Félagsbréf, 19. hefti, 6. ár. Október 1960.
Sálmablað: Kaupmaður Jóhannes G.V. Þorsteinsson, fæddur 11. maí 1878, dáinn 24. janúar 1920.
·Útfararskrár: Benedikt Ármannsson, fæddur 12. júní 1856, dáinn 26. ágúst 1924;
Sigurður Júlíus Sverrisson, fæddur 14. ágúst 1934, dáinn 16. febrúar 1953.
Fimleikasamband Íslands
·Stofnþing Fimleikasamband Íslands 17. maí 1968: Frumvarp að lögum fyrir Fimleikasamband Íslands; Dagskrá stofnþings fimleikasambands Íslands föstudaginn 17. maí 1968.
Guðjón Á. Sigurðsson,
yfirpóstafgreiðslumaður
Guðjón er fæddur 17. apríl 1921 og býr á Njálsgötu 78. Hann var yfirpóst-afgreiðslumaður lengst af.
Guðjón afhenti eftirfarandi skjöl 8. október 2002.
Auglýsing til Íslands viðvíkjandi því, að tilskipun 4. maí 1803 um það
hvernig verzlunarmenn og farmenn eigi að haga sér þegar ófriður er milli útlendra sjóvelda, skuli á ný hafa lagagildi, Kaupmannahöfn, 19. ágúst 1870.
Opið bréf um að alþingi, sem nú er, skuli leyst upp, Kaupmannahöfn 26. dag
febrúarmánaðar 1869.
Sérprent úr Regjeringstidende for 1887A.
Guðjón færir safninu eftirfarandi 8. september 2003.
Uppskriftabók í matreiðslu.
Benzinviðskiptabók fyrir bifreiðina R. 692 1949-1950
Afsláttarkort KRONnr. 1650, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.GI
Anna Guðmundsdóttir
1890-?
Anna Guðmundsdóttir var fædd 6. júní ca. 1890. Hún var gift og búsett í Danmörku.
Ekki er vitað um dánardægur hennar.
Anna Guðjónsdóttir færði Ljósmyndasafni Reykjavíkur ljósmyndaalbúm Önnu
ásamt neðangreindum kortum, en Ljósmyndasafnið afhenti kortin Borgarskjalasafni
2. desember 2002. Inger Hoffman, leikkona í Kaupmannahöfn er fyrri eigandi kortanna, en Anna var amma hennar.
·Ljóð til Önnu Guðmundsdóttur. Á brúðkaupskvöldi, frá Jóni Þórðarsyni úr Fljótshlíð.
·Afmæliskveðjukort til Önnu Petreu Bendtsen 6. júní 1927 frá foreldrum, Önnu mágkonu hennar, og bræðrum.
·Ljóð eftir Jón Þórðarson til fröken Önnu Guðmundsdóttur við heimkomu hennar
frá Kaupmannahöfn í maí 1909.
·Þýðing á sama, Þýðandi F. M. Bendtsen, 1911.
Blöndahls-atið 1924
Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands-
Háskólabókasafns, afhenti safninu eftirfarandi.
Starfsmaður sótti myndina í handritadeild 19. desember 2002.
·Ljósmynd af Blöndahls - atinu 1924. Magnús Th. S. Blöndahl og Sigfús Blöndahl
gerðu út skipin Gylla og Gulltopp frá Hellisandi. Aðsúgur var gerður að verkfallsbrjótum skipa þessara í Reykjavík, margmenni þusti upp í skipin og reyndi að koma í veg fyrir að skipverjar gætu dælt vatni upp í skipin.
Gerður Torfadóttir
Gerður Torfadóttir er fædd25. ágúst 1949. Hún var nemandi í Eskihlíðarskólanum
í Reykjavík um 1-2 mánaðaskeið, árið1956. Gerður færði safninu eftirfarandi 2. janúar 2003.
Sparimerkjabók. Gerður Torfadóttir. Eskihlíðarskólinn í Reykjavík, 1956,
7-B. Innlánsstofnun: Landsbankinn.
Handskrift Ármanns K. Einarssonar, kennara. Aldrei hefur verið tekið út
af bókinni.
Guðrún S. Kristjánsdóttir
Guðrún S. Kristjánsdóttir er fædd 7. desember 1917. Hún býr í Austurbrún 2 í Reykjavík.
RB sótti skjölin til Guðrúnar 22. maí 2002.
·Hannyrðabækur; spil; tónlistarprógröm, sýningarskrár; skemmtiskrár, ferðabæklingar, innlendir og erlendir, auglýsingarbæklingur, matseðill.
Eftirfarandi var skráð undir prentað mál: Þjóðleikhúsið: Leikskrár ca. 1950-1970.
Þjóðleikhúsið: Leikskrár ca. 1970-1990; Leikfélag Reykjavíkur: Leikskrár ca. 1950-1980.
Ýmis einkaskjöl - Askja 16
16
Kristinn Magnússon
skipstjóri
Ekki er vitað hvernig skjöl þessi bárust Borgarskjalasafni Reykjavíkur en líklegt er að þau hafi borist með öðrum skjölum er tengjast Aðalstræti 18.
Sjá einnig Einkaskjalasafn nr. 251, Jón Rósenkranz, læknir og Hólmfríður Rósenkranz, og Einkaskjalasafn nr. 1, öskju 17, Caffe Uppsalir.
Reikningar Kristins Magnússonar 1907-1912.
Kór félagsstarfs aldraðra Reykjavík
Skjöl þessi bárust á Borgarskjalasafn eftir að safnið sendi bréf til félagsins þar sem kynnt voru einkaskjalasöfn á Borgarskjalasafni.
Söngskrá. Söngfulgar KFAR, án árs.
Ljósmynd af Kór félagsstarfs aldraðra Reykjavík 1997-1998.
Sálmakver kirkjustarfs aldraðra. Skálholtsútgáfan, Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar 1993.
Merkt Selma Friðgeirsdóttir, Vogatungu 3, Kópavogi.
Jón Kristinn Sigfússon
1891-?
Jón Kristinn Sigfússon var fæddur 27. júlí 1891
Fermingarvottorð Jóns Kristins Sigfússonar dags. 13. júlí 1910.
Þorvarður Örnólfsson
Þorvarður Örnólfsson er fæddur 14. ágúst 1927.
Reikningar og kvittanir 1966-1968.
Ýmis einkaskjöl - Askja 17
17
Caffe Uppsalir
Ekki er vitað hvernig skjöl þessi bárust Borgarskjalasafni Reykjavíkur en líklegt er að þau hafi borist með öðrum skjölum er tengjast Aðalstræti 18.
Sjá einnig Einkaskjalasafn nr. 251, Jón Rósenkranz, læknir og Hólmfríður Rósenkranz, og Einkaskjalasafn nr. 1, öskju 16, Kristinn Magnússon, skipstjóri.
Tryggingaskírteini Guðnýjar Rósants, veitingakonu, fyrir innbúi Aðalstrætis
18 í Reykjavík 1930.
Viðskiptamannabækur Caffe Uppsala, 1915-1918.
Mjólkurbók Hvítabandsins, 1902-1914.
Nokkrir reikningar Hvítabandsins, 1918-1919.
Katrín Ólafsdóttir
Einkunnabækur Katrínar Ólafsdóttur úr Barnaskóla Reykjavíkur 1911-1915.
Jólakort án árs.
Handrit, bókhaldsbók, bréf og reikningar
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf eftir G. Björnsson. Dags. 15. des. 1912.
Handrit.
Bókhaldsbók yfir bókakaup í Guðfræðideild, Lagadeild, Læknadeild og Heimspekideild Háskóla Íslands 1912.
Nokkrir reikningar vegna bókakaupa 1909.
Bréf frá W. Anderson í Vancouver í Kanada til I. J. Bergmann 1909.
Söngfélagið Kátir piltar
Fundagerðarbók söngfélagsins Kátir piltar 1903-1904.
Bænaskjal til konungs 1848
·Bænaskjal til konungs frá innbúum Ísafjarðarsýslu dags. 5. ágúst 1848 þess efnis að konungur veiti Íslandi þjóðþing með sömu réttindum og í Danmörku og að Íslandi verði gefinn kostur á að kjósa fulltrúa eftir frjálslegum kosningalögum. Líklegt er að um afrit sé að ræða.
Ýmis einkaskjöl - Askja 18
18
Hildigunnur Aðalsteinsdóttir
Jörundarholti18, 300 Akranesi
Sendibréf ritað 5.9.2004 (mótt 18.10.2004).
SkrifaðeftirsýningunaReykjavík í hers höndum, en fjallar um Reykjavíkur-
borg vítt og breytt séð frá hennar sjónarhóli, sem ferðamaður.
Þorsteinn Johnson hf.
Færslubók – vörutalning 31.12.1972. Bók þessi fannst í skjölum Landmælinga Íslands á Akranesi ekki er vitað hvernig hún var
þangað komin. sendi bókina safninu ásamt bréfi
Emelía Borgþórsdóttir
Söguminningar.Skrifaðar veturinn 1919-1920 í III. Bekk Kvennaskólans í Reykjavík
Uppskriftir Emelíu úr sögutímum í Kvennaskólanum. Emelía var móðursystir Gunnars Borg!
Stefán Björnsson, Borgarnesi
Tvö heillaóskaskeiti frá 1943.
Jörundur Gíslason
Laugavegi 24, Reykjavík, f. 24. október1908
Yfirvélstjóra skírteini á mótórskipi frá 16. sept. 1936
Prófskírteini. Hið íslenska vélstjórapróf frá 29. apríl 1931
Hr. Hjálmtýr Sigurðsson
Bréftil Hjálmtís (Hjálmtýs) ritað í Esbjerg, Danmörku 24.9.1919.
Framfarafélag Selás og Árbæjarhverfis
Úrdráttur úr sögu Framfarafélags Selás og Árbæjarhverfis 1954-1965.
Fundur Framfarafélags Árbæjar og Seláss, sem haldinn var 18.sept. 1969, úrdráttur.
Jörfi. Kynningarblað Framfarafélags Seláss- og Árbæjarhverfis
1. tbl. 1. árg. 1969, 1. tbl. 2. árg. 1970 og 1. tbl. 3. árg. 1971.
Árbær – Safnaðarblað Árbæjarsóknar 1973.
Skráð GI
Framfarafélag Breiðholts III
Lög framfarafélags Breiðholts III.Samþykkt á aðalfundi 15.2.1982.
Íbúafjöldi í breiðholti III, Fell, Hólar Berg í maí 1982.
Fréttablað Framfarafélags Breiðholts III, maí: 1981 1982 og 1983.GI
Sendisveinafélag Reykjavíkur - SFR
Sendisveinafélag Reykjavíkur S.F.R. var stofnað8. maí 1933 og starfrækt til...
Til stofnfundar félagsins boðuðu nokkrir sendisveinar Sendisveinadeildarinnar Merkúr sem Gísli Sigurbjörnsson umsjónarmaður Merkúrætlaði að reka úr deildinni. Tillaga var borin fram á fundinum: Fundur 55 sendisveina úr Sendisveinadeildinni Merkúr, sem neitað var að um að sitja fund í deildinni, samþykkja hér með að stofna Sendisveinafélag
Reykjavíkur og sækja tafarlaust um upptöku í Alþýðusamband Íslands.
Skjalaskrá
Fundargerðabók: Undirbúningsfundur (ódags.)Stofnfundur haldinn
8.5.1933 til 25.4.1939, ásamt afriti af lögum félagsins ódagsettur.
Skráð GI
Sverrir R. Bjarnason
Verktaki til heimilis að Efstasundi 52, Reykjavík.
Verksamningar , frumrit verktakans frá því áður en fyrirtækið varð hlutafélag.
Tilboðsgögn í að steypa gangstéttir,ásamt hellulögn og frágang á grassvæðum
á ýmsumstöðum í borginni. Útboðs- og vinnulýsing ásamt tilboðsskrá í apríl 1978.
Samningur 29.5.1978.
Steinmótun ehf. Lóðagerð við íbúðir fyrir aldraða við Dalbraut í Reykjavík.
Verksamningur, tilboðsblað og fylgiskjal með verksamningi5.6. 1979.
Fylgiskjal með verksamningi 1.7.1998 (samningurinn fylgir ekki fylgiskjalinu).
Magnea Katrín Þórðardóttir
Njálsgötu 18, Reykjavík, síðarFurugrund 70 Kópavogi.
Ávísun frá Heilbrigðis- og hamingjubanka Íslands (ódagsett).
Bréf frá móðursystur Guðlínu G. Guðjónsdóttir (ca. 1923-25)til Yngismeyjarinnar
Magneu. Á bréfsefninu sem er brotið saman eru ýmis stórmenni Evrópu á þar síðustu öld.
Sveinbjörn Ingvi Gestsson
Mánagötu 21, 105 Reykjavík
Skipa- og batamyndir. Útg. Sólarfilma(ódags). 16 myndir af fiskibátum
og olíuflutningaaskipið Kyndill. Smíðaár skipanna eru á tímabilinu ca.1875-1964
Ýmis einkaskjöl - Askja 19
19
Brynjúlfur Erlendsson
1914-1991
Brynjúlfur Erlendsson er fæddur 8. janúar 1914 og lést 1. nóvember 1991.
Brynjúlfur var nokkurs konar húsvörður í forsætisráðuneytinu.
Stefanía Þórðardóttir, systurdóttir Brynjúlfs, færði safninu þessi jólakort, ásamt boðskortum, kveðjukortum og ljósmynd, 1998. Kortin eru frá forseta, forsætisráðherrahjónum, ráðuneytisstjóra og ríkisstjórn.
Boðskort, 1986-1990.
Kveðjukort, 1989, 1991. Jólakort, 1980-1991.
Bekkjarljósmynd, ca. 1926.
Skjalasafn Hjörleifur Hjörleifsson fært og verður E-320
Elínborg Gísladóttir
Elínborg Gísladóttir er fædd 15. ágúst 1914.
Hún hefur sungið með kórum um langt skeið.
Elínborg gaf safninu neðangreint í september 2003 í samhengi við sýningu um sögu Grafarvogs 2003.
·Landssamband blandaðra kóra: Samkór Reykjavíkur. Koncert-program. Dirigent: Róbert A. Ottóson, pianist: Gísli Magnússon, fardledare: Gísli Guðmundsson, Reykjavík 1954.
Þorleifur Guðmundsson Repp
Þorleifur Guðmundsson Repp var fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi 6. júlí
1974 og látinn í Kaupamannahöfn 4. desember 1857. Þorleifur lærði í Kaupmannahafnarháskóla heimspeki og fagurfræði ásamt málfræði. 1826 samdi hann ritið „De sermone tentamen“ sem hann varði svo við heimspekideild Kaupmannahafnarháskóla til magistersnafnbótar. En vegna meintrar óvildar og árása
annars andmælandans prófessors Jens Möllers, var honum synjað um nafnbótina. Hann réðist þá til Edinborgar í Advocate’s Library en vegna misklíðar við yfirbókavörðinn þar missti Þorleifur stöðu sína og fluttist aftur til Kaupmannahafnar árið 1837 þar sem hann dvaldist til dauðadags. Þorleifur reit margar greinar og bækur um málfræði og tungumál, á ensku og dönsku, svo og margar greinar á íslensku. Þá sat Þorleifur sem fulltrúi Árnesþings á þjóðfundinum 1851.
Bréf þetta barst frá Tove Vestbrik frá Lincolnshire í Englandi með bréfi dags. 1. ágúst 2003. Bréfið hafði hún fengið á fornmunasölu í Lincolnshire en fornmunasalinn hafði látið hana fá bréfið því hann vissi að hún væri dönsk en bréfið er ritað á dönsku.
Bréfið er að öllum líkindum skrifað á 19. öld og líklega af Þorleifi Repp sjálfum. Bréfritari þekkir vel til ævi Þorleifs og ritar þar að auki íslensku mjög vel sem sést af vísukorni sem er í bréfinu. Hins vegar er bréfið skrifað í þriðju persónu. Aftan á bréfinu stendur ritað „My Fathers Account of his Early Youth and College Days (written in Danish). Kann þetta að hafa skrifað dóttir Þorleifs, Hill Repp, sem giftist til Englands enskum liðsforingja af aðalsættum.
Skjalaskrá
Lýsing á ævi Þorleifs Guðmundssonar Repp, málfræðings, án dags.
Skráð NS
Ljósmynd af Hafnarfirði 1932
Ljósmynd af Hafnarfirði tekið úr Graf Zeppelin loftfari árið 1932. Ljósmyndin var send af Christian Roellier frá Sviss í febrúar 2004. Myndin var tekin af vini föður hans sem var um borð í loftfarinu þegar það kom til Íslands.
Skráð NS
Kristinn Valdimarsson og
Valgerður Guðmundsdóttir
Í þessu skjalasafni eru tvö bréf til hjónanna Kristins Valdimarssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider og Antoni Schneider.
Kristinn Valdimarsson fæddist 7. október 1899 í Reykjavík og lést 18. júlí 1967. Kona hans Valgerður Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1906 og lést 21. apríl 1991. Þau áttu einn son Valdimar, fæddan 3. febrúar 1929.
Guðrún Lilja Ingólfs Schneider fæddist 7. nóvember 1907 og lést 9. janúar 1991.
Eiginmaður hennar var þýskur og hét Anton Schneider fæddur 23. október 1898 en hann lést 7. nóvember 1985. Nokkru fyrir síðari heimsstyrjöld fluttu Guðrún og Anton í lítinn bæ við landamæri Þýskalands og Póllands. Móður Antons fannst þau hins vegar ekki nægilega örugg þar og fluttu þau því til borgarinnar Breslau sem þá tilheyrði Þýskalandi en tilheyrir Póllandi í dag og heitir Wroclaw. Eftir styrjöldina fluttu Guðrún og Anton til Íslands þar sem þau eyddu ævinni. Anton vann við sápugerð hjá Frigg alla sína tíð á Íslandi.
Bréfin voru afhent af Valdimari Kristinssyni, syni viðtakenda bréfanna, 22. mars 2004.
Skjalaskrá
Bréf til Valgerðar Guðmundsdóttur (Völu) frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider dagssett 21. nóvember 1939 í Breslau í Þýskalandi.
Bréf til Kristins Valdimarssonar frá Anton Schneider dagssett 5. október 1939 í Breslau í Þýskalandi.
Skráð NS
Hrefna Gunnarsdóttir
Einarsnesi 44 , 101 Reykjavík
Skjalaskrá
Lausamennskubréf handa Önundi Kr. Bjarnasyni, vinnumanni
á Stafholtsveggjum í Stafholtstungnahreppi, þá 22 ára að aldri
Skráð GI í júní 2006.
Hr. Direktör Magnus Gíslason,
Hafnarstræti 20, Reykjavík Island
Bréf frá Per Harkjær, Myrtevag 31, Virum, Danmark, varðandi frímerkjasöfnun.
GI, 2006.
Sigurður Jónsson, bókbindari,
Lindargötu 1, Reykjavík
Gefandi Einar Sigurðsson, Hvassaleiti 22, Reykjavík.
Skjalaskrá
Leyfisbréf fyrir Sigurð Jónsson og Gróu Jónsdóttur 24.11.1902.
Fæðingar- og skírnarvottorð Gróu Jónsdóttur frá 7.5.1902.
Félagsbréf (skírteini) Hins Íslenska bókmenntafélagsfyrir
Sigurð Jónsson, bókbindara útg. 10. apríl 1905.
St. Nr. 1, INGÓLFUR, I.O.OF. Stofnendur, félagsmenn og ljósmyndir af þeim.
Skráð GI í júlí 2006.
Haraldur Matthíasson
Njörvasundi 40, 104 Reykjavík (f. 13.12.1956)
Launaseðlar, frá ýmsum vinnustöðum árin 1973-1988, fyrstu seðlarnir eru fráþví
hann var 16 ára gamall. Að hluta frá Reykjavíkurborg.
GIí sept. 2006.
Firmað Einarsson, Zoega & Co.
Vesturgötu 10,Reykjavík
Fylgiskjöl 1954.
Raftækjaeinkasala ríkisins, Reykjavík
Jóhann Gunnarsson, Neskaupstað
Bréfaskipti vegna viðskipta 1936-1937.
Einar Helgason
garðfræðingur og statskonsulent
Reikningar o.fl. 1914-1991
BræðurnirEspholin / Espolin, Reykjavík
Fylgiskjöl 1926
Ólafur Sveinsson, Reykjavík og Sauðárkróki
Ýmis fylgiskjöl 1940-1944 m.a. Þinggjöld á manntalsþingi 1944.
Mótórbáturinn “Vöggur” m/b Vöggur
Fylgiskjöl 1916.
Skráð í okt. 2006 GI.
Birgir Ólafsson
Keldulandi 19, Reykjavík
Skjöl afhent Borgarskjalasafni í september 2006
Starfsmenn hf. Fundargerðir stjórnar 6.6.1966 - 24.5.1972. (Hlutafélagið Starfsmenn hf.)
Ferð íslenskra organista til Leipzig og Vínarborgar 7.-21. júní 1979. Bréf,þátttökulisti,ferðaáætlun, nokkris sögupunktar um Leipzig og Vín, yfirlit um þýska tónlist, nótur o.fl.
Kaffisjóður starfsmanna Flugfélags Íslands skrifstofunni Lækjargötu 2 1.101960 - apríl 1975.
Skráð GI, 02.2007
Ýmis einkaskjöl - Askja 20
20
Magnús Vilhelm Jóhannesson
yfirframfærslufulltrúi
Ýmislegt varðandi störf hans sem fátækrafulltrúi í Reykjavík um 40 ára skeið.*
Bréf, listar yfir starfsmenn á bæjarskrifstofum / bæjarstarfsmenn.
Lög fyrir vináttu- og hluttekningarsjóð starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra.
Ljósmyndir úr sumarferð starfsfólks bæjarskrifstofu.
Utkast til plan for Oslo fattigvesen, bilag 1.
Hlutafélagið Berg, Reykjavík. Þrjú hlutabréf að virði eitt hundrað krónur í Hlutafélaginu Berg frá 31. mars 1940, nr. 196, 170 og 171. Gefandi Svala Magnúsdóttir, Kópavorgstúni 8, dóttir magnúsar V. Jóhannessonar fv.fátækrafulltrúa í Reykjavík.
Byggingarfélag barnakennara í Reykjavík
Samþykktfrá 29. desember 1945.
Kvöldskólinn H/F
Rekstrarreikningur okt. 1970 tiljúní 1971 og efnahagsreikningur pr. 30.6.1971
Tónlistarskóli Vesturbæjar
Skipulagsskrá, samþykkt á stofnfundi Tónlistarskóla Vesturbæjar 30.7.1984.
Skipulagsskrá fyrir Styrktarfélag og styrktarsjóð Tónlistarskóla Vesturbæjar, 1983.
Bréf varaðandiStofnun Tónlistarskóla Vesturbæjar 28.3.1984.
Inntökubeiðnir: nafn nemenda og forráðamanna, (fáein).
Elliðaár – Veiðibækur 1934-1954
Þorkell Jóhannesson Holtabúð 36, Garðabæ, færið Borgarskjalasafni að gjöf
4 veiðibækur úr Elliðaám og fleiri ám. Í þessum bókum er m.a. greint frá
veiðistað, tegund veiðifæra, upplýsingar um veiðina
Skráð, GI
Sigríður Guðmundsdóttir
Mánagötu 2, Ísafirði
Bréf frá 1941, 1947 og 1958.
Kort 1896 – 1969, og ódagsett.
Heillaóskir, lukkuóskir – Glückwunsch – lykönsning, hjertlig lykken...
Afmæliskveðjur, Birthday Greetings. ...önsker på Födselsdagen.
Fermingarkveðjur, til Konfirmationen – zur Konfirmation.
Jóla og nýársóskir
Ýmis kort o.fl.
Tryggingastofnun ríkisins: Tryggingaskírteini, bótaskírteini 1947 og 1948-1949.
Skráð 2007, GI
Þórður Sveinbjörnsson
Krummahólum 6(f. 15.03.26).
Þórður var blikksmiður, tvö voru í heimili.Heimilið árið 1952
var ískála á Seltjarnarnesi, þau eignuðust barn í júní 1952.
Heimilisdagbók 1.1.1952-28.6.1952.
Í heftinu er nákvæm sundurliðun á heimilisreikningnum.
Ýmis einkaskjöl - Askja 21
21
Veiðafæraverslunin Verðandi
Hr. Stephan Stephansson, Bárugötu 4.
Fylgiskjöl 1928-1958.
Húsgagnabólstrun Árna Jónssonar
Laugavegi 70
Fylgiskjöl 1958
Skráð 2007, GI
Ýmis einkaskjöl - Askja 22
22
Vigdís J. R. Hansen
Dagbók með póstkortum frá 1951. (ath. 1957).
Skráð GI
Þóra Sigurbjörg Þórðardóttir
Framnesvegi 60
Skjölin eru vegna dánarbús Þóru. Þóra S. Þórðardóttir f. 1. mars 1892 d. 28 júlí 1976,
Var gift Magnúsi Ásmundssyni d. 17. júlí 1954. þau skildu árið 1933. Síðari maður
Þóru var Friðgeir Skúlason d. 2. desember 1954 (óvíst hvernig skjölin bárust á Borgaskjalasafn).
Börn Þóru og Magnúsar voru: Þórður f. 17. ágúst 1918, d. 29. september 1967.
Sigurður f. 1. apríl 1923.
Ástríður f. 6. júní 1931.
Þórður var ógiftur og bjó hjá móður sinni til dauðadags. Ástríður er gift Gunnari Hvammdal og eru þau til heimilis áMeistaravöllum 15, en Sigurður sem er fráskilinn
er til heimilis á Bræðraborgarstíg 47 (úr meðfylgjandi grein, sjá nánar).
Beiðni um eignaskipti, umboð, skiptayfirlýsing, skipti milli erfingja,
sparisjóðsbækur, bréf, erfðafjárskýrsla, tilkynningarskyldur, fylgiskjöl o.fl.
Skráð í nóv. 2007, GI
Heiðar Þ. Hallgrímsson
Deildarverkfræðingur hjá Borgarverkfræðingi, Skúlatúni 2
Heiðar var tengiliður borgarverkfræðings og skipulagsmála - Borgarskipulags 1973-1983 og fulltrúi embættisins.Heiðar sat reglulega fundi vegna skipulags Efra - Breiðholts og Seljahverfisog samræmdi hönnun hverfanna.Heiðar sá um þéttingu Rauðagerðisreits í Smáíbúðarhverfi 1978. heiðar starfar nú á Framkvæmdasviði arftaka embættis borgarverkfræðings.
Átta minnisbækur - dagbækur: Umsjón með deiliskipulagi 1973-17.8.1976
Dagbók, febrúar – apríl 1973, fundir, verkbók, ýmsar niðurstöður.
Seljaskóli – atburðarás sept. 1973.
Skráð í júlí 2008, GI.
Stálumbúðir h.f.
við Kleppsveg
Starfsemi Stálumbúða h.f. hefst 1948.Um 1960 er gefinn út veglegur bæklingur um
framleiðslu fyrirtækisins sem var aðallega lampasmíði. Rekstri fyrirtækisins var hætt 30. júní 1988.
Sjá greinargóða samantekt um starfsemi fyrirtækisins, tengda starfsemi og starfsmenn og grein um lampasmíði á Íslandi í Arkitektúr og skipulag 12. tbl. 1991 eftirÓlaf S. Björnsson raffræðing og verksmiðjustjóra Stálumbúða hf.
Skjalaskrá
Ýmislegt varðandi Stálumbúðir hf. við Kleppsveg í Reykjavík, grein eftir Ó.S.B um fyrirtækið og starfsmenn þess.
Skrá yfir fylgigögn og ljósmyndir.
Skrá yfir greinar er varða Stálumbúðir.
Skrá yfir einstaklinga og fyrirtæki sem tengjast Stálumbúðum h.f. t.d. framleiða svipaða vöru.
Lampar, bæklingur um framleiðslu Stálumbúða ca. 1960.
Flúrlampar, bæklingur frá um 1970.
Betri lýsing – betra líf: einblöðungar, lampagerðir og lýsing.
Verðlistar frá 1985 og 1988.
Grein um kynnisför til Noregs í Íslenskur iðnaður 178 tbl. maí 1965.
Innlend framleiðsla á flúrlömpum er hin fullkomna. Viðtal við Kristin Guðjónsson, forstjóra, í Íslenskum iðnaði, 174-175 tbl. jan. - feb. 1965.
GreinUm lampasmíði á Íslandi, handrit 31.1.1991 eftir Ólaf S. Björnsson.
UVB – geislunarskápur nr. 1/84, notkunarreglur.
Blaðagrein Ljósaskápurmarkar þáttaskil í læknismeðferð psoriasis, Dagur 1986.
Ljósmyndir frá starfsemi fyrirtækisins1977-1988.
Ljósmyndir frá umhverfi Stálumbúða 1977-2000 við Kleppsveg - Sundagarða.
CD diskur með greinina lampasmíði Íslandi og ýmislegt um Stálumbúðir hf.
Skráð í júlí 2008, GI.
Hverfissamtök Iðnvoga
Samtök um hverfisgæslu
Skjalaskrá
Tillögur til laga um Iðnvoga. Samþykkt á stjórnarfundi nr. 10 17.12.1975.
Fundarboð, bréf 1999,
Ársreikningar 1990, 1991, 1996,1997, 2000, 2001.
Aðalfundur birgðaverslunarinnar Gripið og greitt 1992.
Til hluthafa í Gripið og Greitt, um hlutafé og forkaupsrétt að hlutabréfum 1999.
Sala hlutabréfa 1999.
Limmiðar, Vogafréttir, okt. 1998 o.fl.
Staðfesting á vátryggingu. Alþjóðleg miðlun, bréf varðandi málið 1998,.
Skráð í okt. 2008, GI.
Ýmis einkaskjöl - Askja 23.
23.
Guðfinna Jónsdóttir
Deild, Vesturbrú 8, Hafnarfirði
Guðfinna fædd 25. janúar. 1905 dáin 29. október 1990
Póst- og jólakort frá ca.1908 og fram á þriðja áratuginn
Kaupsamningur við Stálhúsgögn um kaup á barnakerru upp á kr. 45.00 undirritað af Guðmundi Jónssyni Seljavegi 17, 2. júní 1937 sem kaupanda.
Uppskrift og mál af prjóna vettlingi.
Grafskrift um Magnús Brynjólfsson Bónda á Dysjum , Danneborgarmann (ljósrit).
Skráð í desember 2008/BA.
Magnús Sædal Svavarsson,
byggingarfulltrúi
Bréf stílað á Gunnar Guðmundsson Hofteigi 46, Reykjavík. Dagsett 13. júní 1955.
Frá Astrid Lindgren Dalagatan 46, Stocholm Va.
Skráð í desember 2008/BA.
Helgi M. Sigurðsson
sagnfræðingur, safnvörður.
Allt í lagi í Reykjavík. Um löggæslu í höfuðstaðnum fyrr á tíð og stofnun lögreglusafnsins. 7 baðsíður.
Skráð í desember 2008/BA.
Þorbjörg Hilbertsdóttir
Ljósheimum 4, Reykjavík (f.13.4.1939)
Minningarbrot frá Reykjavík fyrri daga.
Skráð í desember 2008/BA.
Gestur Gunnarsson.
Frásögn Skildinganeskauptún skráð í ágúst 2003 5. bls..
Frásögn Keflavík 1962 skráð 29. júlí 2002 6. bls.
Frásögn Keflavík 1963 skráð í ágúst 2002 6. bls.
Ýmis einkaskjöl - Askja 24
24
Sigrún Valgerður Ásgeirsdóttir
Bárugata 40
Leirutanga 5, 270 Mosfellsbæ.
Afsalsbréf er varðar kaup eiginmanns Sigrúnar, Péturs Guðgeirssonar á 2. hæð í húseigninni nr. 40 við Bárugötu.
Einnig eru kvittanir fyrir greiðslu á lánum sem tekin voru vegna kaupa á íbúðinni á Bárugötu 40.
Kvittanir fyrir greiðslum úr heimilisbókhaldi Péturs og Sigrúnar á árunum 1976 – 1981
ekki samfelt .
Kvittanirnar eru frá Ríkisútvarpinu, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sjúkrasamlaginu, Pósti og síma, bankaviðskipti, víxlar, dagvist barna og hússjóði.
Skráð í júní 2009/BA
Ýmis einkaskjöl - Askja 24
24
Þorsteinn Carlsson Löve
1910 - 2004
múrarameistari.
Magnús Sædal byggingarfulltrúi sendi Borgarskjalasafni Reykjavíkur bæklingr um svokallaðar mosaik einingar sem framleiddar voru úr steinsteypu.
Einingar þessar voru einkum notaðar í garðveggi umhverfis lóðir og svalahandrið.
Magnús hafði einnig sent afri af bæklingnum til Minjasafns Reykjavíkur og Húsafriðunarnefndar.
Skráð í mars 2010/BA
Ólafur Jensson
afhendir 6. janúar 2000 Borgarskjalasafni til varðveislu gögn tengd byggingu raðhúsanna að Skeiðarvogi 25-27-29-31-33-35 í Reykjavík.
Skjalaskrá
Skeiðarvogur 25, 27, 29, 31,33 og 35
Skilmálar, leigusamningur, afsal, kaupsamningur, íbúðalánssamningar, tryggingarbréf, veðsetningarbréf o.fl., ná yfir tímabilið 1957-1963.
Fært úr E-170, GI
Ljósmyndir frá
Reykjavíkurhöfn o.fl.
Skjalaskrá
Sex ljósmyndir frá fimmta áratugnum.
Fært úr E-75. Skráð: Guðjón Indriðason.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Ljósmyndir
Eiríkur Hreinn Finnbogason, Viðjugerði 5, Kópavogi sendi ljósmyndirnar í þessu safn
til Borgarskjalasafns í apríl 1995.
Hluti myndanna er þekktur eða merktur en hluti safnsins er ómerktur.
Merktar myndir eru af eftirfarandi aðilum eða stöðum:
Jóhannes Kjarval, málari (8).
Þorsteinn Kjarval (1).
Jóhann Sigurjónsson, leikritaskáld ásamt....(1).
Einar Benediktsson, skáld (1).
Sveinn Ingimundarsson (2).
Guðbrandur Magnússon (2).
Ingimundur Sveinsson,eða Ingimundur “fiðla”, fiðluspilari.
Réttir á Kalskála við Eskifjörð 1907.
Horft frá Geitavík? yfir Borgarfjörð Eystri.
Ómerktar myndir:
Myndir tengdar fiskútgerð og vinnslu (4).
“Samkoma” (1).
“Skógarferð” (1).
Skráð: Guðjón Indriðason
Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur(1958)
Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur, er fæddur 2. júní 1958.
Eggert Þór afhenti Borgarskjalasafni servíettuna til eignar í ágúst 2000.
Servíettan var sýnisgripur á sýningunni “Mundu mig, ég man þig” sem haldin var
á vordögum 2000.
Fermingarservíetta, árituð: 20. apríl 1972 Eggert Þór Bernharðsson.